Bogdanovich var frá New York og var hluti þeirrar bylgju kvikmyndaleikstjóra á áttunda áratugnum sem kennd var við Nýju-Hollywood.
The Last Picture Show fjallaði um ástir og örlög ungmenna í smábæ í Texas og skartaði leikurum á borð við Jeff Bridges og Cybill Shepherd.
Árið 1973 leikstýrði hann myndinni Paper Moon sem skartaði feðginunum Ryan og Tatum O'Neal í aðalhlutverkum sem loddararnir Moses Pray og Addie Loggins.
Fyrir átta árum sneri Bogdanovich aftur í leikstjórastólinn og leikstýrði þá sinni fyrstu mynd í þrettán ár. Var það myndin She‘s Funny That Way með Owen Wilson og Imogen Poots í aðalhlutverkum.