Facebook og Google sektuð um 210 milljónir evra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 20:45 Frakkar hafa sektað Facebook og Google um 210 milljónir evra. Getty Images Frakkar hafa sektað fyrirtækin Google og Facebook um 210 milljónir evra, eða rúma þrjátíu milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa gert notendum erfiðara fyrir að hafna svokölluðum vefkökum. Þar með hafi fyrirtækin lagt stein í götu þeirra notenda, sem ekki vilja að fyrirtækin geti skoðað „net-vafur“ þeirra. Vefkökur eru, samkvæmt vefsíðu Persónuverndar, lítil textaskrá sem vistuð er í tölvu eða öðru snjalltæki þegar notandi heimsækir vefsíðu í fyrsta sinn. Eins og þeir sem nota Internetið kannast eflaust við, kemur reglulega upp hlekkur við heimsókn á vefsíðu um hvort notandi vilji samþykkja notkun vefkaka á vefnum. Frakkar segja að Google og Facebook hafi gert notendum erfiðara fyrir að hafna notkun vefkaka.Persónuvernd Persónuvernd í Frakklandi segir að fyrirtækin hafi stillt skilmálum upp með þeim hætti að aðeins einn smell þurfi til að samþykkja notkun vefkaka. Vilji notendur neita, þurfi að fara töluvert flóknari leið. Þetta kemur fram í frétt Guardian. Leitarvélin Google var því sektuð um 150 milljónir evra og samfélagsmiðillinn Facebook um 60 milljónir evra. Fyrirtækin hafa þrjá mánuði til að bregðast við, ella leggjast 100.000 evra dagsektir við sektina. Fyrirtækin hafa bæði gefið út yfirlýsingu um að þau muni bregðast hratt við: „Fólk treystir okkur til að virða einkalíf þess og við áttum okkur þeirri ábyrgð sem því fylgir. Við munum að sjálfsögðu vinna með frönskum yfirvöldum í ljósi ákvörðunarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Google. Persónuvernd Frakkland Facebook Google Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vefkökur eru, samkvæmt vefsíðu Persónuverndar, lítil textaskrá sem vistuð er í tölvu eða öðru snjalltæki þegar notandi heimsækir vefsíðu í fyrsta sinn. Eins og þeir sem nota Internetið kannast eflaust við, kemur reglulega upp hlekkur við heimsókn á vefsíðu um hvort notandi vilji samþykkja notkun vefkaka á vefnum. Frakkar segja að Google og Facebook hafi gert notendum erfiðara fyrir að hafna notkun vefkaka.Persónuvernd Persónuvernd í Frakklandi segir að fyrirtækin hafi stillt skilmálum upp með þeim hætti að aðeins einn smell þurfi til að samþykkja notkun vefkaka. Vilji notendur neita, þurfi að fara töluvert flóknari leið. Þetta kemur fram í frétt Guardian. Leitarvélin Google var því sektuð um 150 milljónir evra og samfélagsmiðillinn Facebook um 60 milljónir evra. Fyrirtækin hafa þrjá mánuði til að bregðast við, ella leggjast 100.000 evra dagsektir við sektina. Fyrirtækin hafa bæði gefið út yfirlýsingu um að þau muni bregðast hratt við: „Fólk treystir okkur til að virða einkalíf þess og við áttum okkur þeirri ábyrgð sem því fylgir. Við munum að sjálfsögðu vinna með frönskum yfirvöldum í ljósi ákvörðunarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Google.
Persónuvernd Frakkland Facebook Google Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira