Kærir úrskurð um rúmlega þrjátíu daga sóttkví til Landsréttar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2022 19:15 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Úrskurður í máli manns sem verið hefur í sóttkví síðan 11. desember síðastliðinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Héraðsdómari taldi sóttkvína standast, en lögmaður mannsins segir að til standi að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðir mannsins, segir tilkynning um kæru hafi verið lögð fram í héraðsdómi í dag. Hann gerir ráð fyrir því að Landsréttur taki málið fljótlega fyrir, en skjólstæðingur hans á að vera í sóttkví til 13. janúar næstkomandi; í rúman mánuð. Gunnar Ingi telur ekki að hætta verði á að lögvarðir hagsmunir renni sitt skeið á enda, og bendir á að Landsréttur hafi almennt verið fljótur að úrskurða í sambærilegum málum. Sjá einnig: Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær og taldi héraðsdómari að ákvörðun sóttvarnalæknis um svo langa sóttkví bryti ekki í bága við sóttvarnalög. Gunnar Ingi segir að verið sé að láta reyna á það sé forsvaranlegt að halda manni í sóttkví, í svo langan tíma sem um ræðir, en skjólstæðingur hans hefur aldrei smitast sjálfur af veirunni, þrátt fyrir smit heimilismanna. Ótækt að stjórnvöld gefi afslátt af málsmeðferðarreglum laga „Þetta er náttúrulega annað mál sem sami einstaklingur er að láta reyna á. Núna er hann að láta reyna á það að sóttkvíin hafi verið framlengd. Hann var búinn að vera um tuttugu daga í sóttkví þegar hún var framlengd núna um fimmtán daga,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að frekari rökstuðningur hafi verið lagður fyrir héraðsdómara í nýja málinu. Málið varðar flókið stjórnsýsluréttarlegt álitaefni og þá í raun skilin milli þrígreiningu ríkisvaldsins. Stjórnvöld, framkvæmdavaldið, taki ákvörðun um að senda skjólstæðinginn í sóttkví og Gunnar Ingi segir í samtali við fréttastofu að ótækt sé að stjórnvöld geti gefið afslátt af málsmeðferðarreglum laga af því það er „mikið að gera“ hjá framkvæmdavaldinu. Löggjafinn verði að bregðast við, eftir aðstæðum. „Við áttum okkur alveg á því hvaða hagsmunir eru til grundvallar en þetta mál snýst um það hvort að aðgerðir fari eftir þeim fyrirmælum sem eru fyrirskipaðar í lögunum. Ef það er ekki hægt að fara eftir lögunum af því það er svo mikið að gera, þá er verið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort það sé réttlætanlegt að framkvæmdavaldið geti gefið einhvern afslátt af því hvernig eigi að standa að svona ákvörðun.“ Af hverju heldurðu að þetta muni fara á annan veg núna en í fyrra málinu? „Aðallega til að láta reyna á það hvort það sé meðalhóf í því að úrskurða manninn, mann sem hefur verið í áframhaldandi sóttkví í fjórtán daga, þá samtals í 34 daga, versus þeir hagsmunir sem eru til staðar nú. Við erum búin að ná toppi einhverrar bylgju núna virðist vera og það er líka verið að fara dýpra ofan í þessi lagalegu sjónarmið,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að löng sóttkví geti haft slæm andleg áhrif á einstaklinga. „Mat á öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að tjón af því sé meira en ávinningurinn. Það eru líka til rannsóknir um það að sóttkví í lengra en tíu daga hafi veruleg áhrif andlega á einstaklinga. Þá er svona verið að láta reyna, hvort það þurfi að fara fram þegar menn eru að framlengja og framlengja þetta, og hvort það kvikni einhver skylda um að það þurfi að meta þessi atriði.“ Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðir mannsins, segir tilkynning um kæru hafi verið lögð fram í héraðsdómi í dag. Hann gerir ráð fyrir því að Landsréttur taki málið fljótlega fyrir, en skjólstæðingur hans á að vera í sóttkví til 13. janúar næstkomandi; í rúman mánuð. Gunnar Ingi telur ekki að hætta verði á að lögvarðir hagsmunir renni sitt skeið á enda, og bendir á að Landsréttur hafi almennt verið fljótur að úrskurða í sambærilegum málum. Sjá einnig: Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær og taldi héraðsdómari að ákvörðun sóttvarnalæknis um svo langa sóttkví bryti ekki í bága við sóttvarnalög. Gunnar Ingi segir að verið sé að láta reyna á það sé forsvaranlegt að halda manni í sóttkví, í svo langan tíma sem um ræðir, en skjólstæðingur hans hefur aldrei smitast sjálfur af veirunni, þrátt fyrir smit heimilismanna. Ótækt að stjórnvöld gefi afslátt af málsmeðferðarreglum laga „Þetta er náttúrulega annað mál sem sami einstaklingur er að láta reyna á. Núna er hann að láta reyna á það að sóttkvíin hafi verið framlengd. Hann var búinn að vera um tuttugu daga í sóttkví þegar hún var framlengd núna um fimmtán daga,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að frekari rökstuðningur hafi verið lagður fyrir héraðsdómara í nýja málinu. Málið varðar flókið stjórnsýsluréttarlegt álitaefni og þá í raun skilin milli þrígreiningu ríkisvaldsins. Stjórnvöld, framkvæmdavaldið, taki ákvörðun um að senda skjólstæðinginn í sóttkví og Gunnar Ingi segir í samtali við fréttastofu að ótækt sé að stjórnvöld geti gefið afslátt af málsmeðferðarreglum laga af því það er „mikið að gera“ hjá framkvæmdavaldinu. Löggjafinn verði að bregðast við, eftir aðstæðum. „Við áttum okkur alveg á því hvaða hagsmunir eru til grundvallar en þetta mál snýst um það hvort að aðgerðir fari eftir þeim fyrirmælum sem eru fyrirskipaðar í lögunum. Ef það er ekki hægt að fara eftir lögunum af því það er svo mikið að gera, þá er verið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort það sé réttlætanlegt að framkvæmdavaldið geti gefið einhvern afslátt af því hvernig eigi að standa að svona ákvörðun.“ Af hverju heldurðu að þetta muni fara á annan veg núna en í fyrra málinu? „Aðallega til að láta reyna á það hvort það sé meðalhóf í því að úrskurða manninn, mann sem hefur verið í áframhaldandi sóttkví í fjórtán daga, þá samtals í 34 daga, versus þeir hagsmunir sem eru til staðar nú. Við erum búin að ná toppi einhverrar bylgju núna virðist vera og það er líka verið að fara dýpra ofan í þessi lagalegu sjónarmið,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að löng sóttkví geti haft slæm andleg áhrif á einstaklinga. „Mat á öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að tjón af því sé meira en ávinningurinn. Það eru líka til rannsóknir um það að sóttkví í lengra en tíu daga hafi veruleg áhrif andlega á einstaklinga. Þá er svona verið að láta reyna, hvort það þurfi að fara fram þegar menn eru að framlengja og framlengja þetta, og hvort það kvikni einhver skylda um að það þurfi að meta þessi atriði.“
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira