Áfengiskaup ríkisins fyrir margar milljónir falin í reikningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. janúar 2022 21:00 Freyðivín í boði ríkisins. Þannig eru sumar veislurnar. vísir/vilhelm Ríkisstofnanir eyða stórfé í áfengi á hverju ári en engin leið er fyrir almenning að vita hversu miklu eða hvar þær versla það. Fyrir mörgum er áfengi ómissandi þáttur í góðri veislu. Það virðist allavega vera þannig hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum því á liðnu ári eyddu þau mörgum milljónum í áfengiskaup. En stóra spurningin er auðvitað: Hversu miklu? Hvað fór mikið úr okkar sameiginlega sjóði í áfengiskaup, veislur og boð ríkisstarfsmanna? Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um málið kom í ljós að þessar upplýsingar væru ekki svo auðfáanlegar. Aðeins tvö ráðuneyti með skráð áfengiskaup Þegar var til dæmis leitað að bókunum ráðuneyta á kaupum undir flokknum áfengi og tóbak kemur í ljós að aðeins tvö ráðuneyti hafi skráð áfengiskaup sín og undirstofnana sem slík árið 2021. Undirstofnanir dómsmálaráðuneytisins eyddu um 28 milljónum í áfengi og tóbak á árinu og undirstofnanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins skráðu kaup í flokknum fyrir um 7 milljónir. Upphæð undirstofnana dómsmálaráðuneytisins skýrist af tóbakskaupum Fangelsismálastofnunar sem verslaði tóbak fyrir tæpar 25 milljónir á árinu, sem síðan er selt til fanga á Litla Hrauni og annarra fangelsa. Leiðrétt: Upprunalega stóð í fréttinni að það væru ráðuneytin sjálf sem hefðu keypt áfengi fyrir 28 milljónir annars vegar og 7 milljónir hins vegar en þannig voru tölurnar settar upp í svari Ríkiskaupa. Hið rétta er að þetta eru samanlögð kaup allra undirstofnana þeirra á áfengi og tóbaki. Ekkert hinna ráðuneyta var með áfengiskaup skráð undir þeim vöruflokki. En liggur ekki ljóst fyrir að þau hafi einnig keypt áfengi í fyrra? „Jú, jú það er alveg klárt. Þetta eru í rauninni bara bókhaldsfærslur sem við erum með. Í dag erum við með bókhaldslykilinn áfengi og tóbak en það eru auðvitað margir aðrir möguleikar þegar þú ert að bóka kaup á vörum og þjónustu,“ segir Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri hjá Ríkisinnkaupum. Ríkiskaup ætla sér að gera kvittanir ríkisins aðgengilegri á næstu mánuðum.vísir/egill Þó er auðvelt að fletta upp viðskiptum ríkisins við einstaka aðila og ef verslun stofnana ríkisins við ÁTVR er tekin saman kemur í ljós að hún var upp á rúmar 26 milljónir í fyrra. Sjá ekki hvað er keypt En þó er líklega algengara að stofnanir versli áfengi af þriðja aðila, veisluþjónustu eða veitingastað. Og það er oftast allt skráð sem hluti af heildarþjónustu staðarins á sama reikningi og matur og önnur þjónusta. „Við sjáum kannski ekki nákvæmlega hvar kaupin fara fram og hjá hverjum og í hversu miklu magni,“ segir Davíð Ingi. Ríkiskaup eru þegar farin að skoða hvernig bæta megi úr þessu. „Og hvernig við getum komist á dýpra level ef ég leyfi mér að sletta. Þannig við sjáum í raun bein innkaup, hvað er verið að kaupa og í hvaða magni. Eitthvað sem við kannski sjáum ekki í dag heldur sjáum við bara heildarkaup á ákveðnum bókhaldslyklum,“ segir Davíð Ingi. Þannig verði vonandi á næstu mánuðum hægt að skoða reikninga ríkisstofnana í smáatriðum. Að fá allan strimilinn með vörum eftir viðskiptin svo að segja en ekki bara upphæðina eins og nú. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Fyrir mörgum er áfengi ómissandi þáttur í góðri veislu. Það virðist allavega vera þannig hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum því á liðnu ári eyddu þau mörgum milljónum í áfengiskaup. En stóra spurningin er auðvitað: Hversu miklu? Hvað fór mikið úr okkar sameiginlega sjóði í áfengiskaup, veislur og boð ríkisstarfsmanna? Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um málið kom í ljós að þessar upplýsingar væru ekki svo auðfáanlegar. Aðeins tvö ráðuneyti með skráð áfengiskaup Þegar var til dæmis leitað að bókunum ráðuneyta á kaupum undir flokknum áfengi og tóbak kemur í ljós að aðeins tvö ráðuneyti hafi skráð áfengiskaup sín og undirstofnana sem slík árið 2021. Undirstofnanir dómsmálaráðuneytisins eyddu um 28 milljónum í áfengi og tóbak á árinu og undirstofnanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins skráðu kaup í flokknum fyrir um 7 milljónir. Upphæð undirstofnana dómsmálaráðuneytisins skýrist af tóbakskaupum Fangelsismálastofnunar sem verslaði tóbak fyrir tæpar 25 milljónir á árinu, sem síðan er selt til fanga á Litla Hrauni og annarra fangelsa. Leiðrétt: Upprunalega stóð í fréttinni að það væru ráðuneytin sjálf sem hefðu keypt áfengi fyrir 28 milljónir annars vegar og 7 milljónir hins vegar en þannig voru tölurnar settar upp í svari Ríkiskaupa. Hið rétta er að þetta eru samanlögð kaup allra undirstofnana þeirra á áfengi og tóbaki. Ekkert hinna ráðuneyta var með áfengiskaup skráð undir þeim vöruflokki. En liggur ekki ljóst fyrir að þau hafi einnig keypt áfengi í fyrra? „Jú, jú það er alveg klárt. Þetta eru í rauninni bara bókhaldsfærslur sem við erum með. Í dag erum við með bókhaldslykilinn áfengi og tóbak en það eru auðvitað margir aðrir möguleikar þegar þú ert að bóka kaup á vörum og þjónustu,“ segir Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri hjá Ríkisinnkaupum. Ríkiskaup ætla sér að gera kvittanir ríkisins aðgengilegri á næstu mánuðum.vísir/egill Þó er auðvelt að fletta upp viðskiptum ríkisins við einstaka aðila og ef verslun stofnana ríkisins við ÁTVR er tekin saman kemur í ljós að hún var upp á rúmar 26 milljónir í fyrra. Sjá ekki hvað er keypt En þó er líklega algengara að stofnanir versli áfengi af þriðja aðila, veisluþjónustu eða veitingastað. Og það er oftast allt skráð sem hluti af heildarþjónustu staðarins á sama reikningi og matur og önnur þjónusta. „Við sjáum kannski ekki nákvæmlega hvar kaupin fara fram og hjá hverjum og í hversu miklu magni,“ segir Davíð Ingi. Ríkiskaup eru þegar farin að skoða hvernig bæta megi úr þessu. „Og hvernig við getum komist á dýpra level ef ég leyfi mér að sletta. Þannig við sjáum í raun bein innkaup, hvað er verið að kaupa og í hvaða magni. Eitthvað sem við kannski sjáum ekki í dag heldur sjáum við bara heildarkaup á ákveðnum bókhaldslyklum,“ segir Davíð Ingi. Þannig verði vonandi á næstu mánuðum hægt að skoða reikninga ríkisstofnana í smáatriðum. Að fá allan strimilinn með vörum eftir viðskiptin svo að segja en ekki bara upphæðina eins og nú.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira