Áfengiskaup ríkisins fyrir margar milljónir falin í reikningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. janúar 2022 21:00 Freyðivín í boði ríkisins. Þannig eru sumar veislurnar. vísir/vilhelm Ríkisstofnanir eyða stórfé í áfengi á hverju ári en engin leið er fyrir almenning að vita hversu miklu eða hvar þær versla það. Fyrir mörgum er áfengi ómissandi þáttur í góðri veislu. Það virðist allavega vera þannig hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum því á liðnu ári eyddu þau mörgum milljónum í áfengiskaup. En stóra spurningin er auðvitað: Hversu miklu? Hvað fór mikið úr okkar sameiginlega sjóði í áfengiskaup, veislur og boð ríkisstarfsmanna? Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um málið kom í ljós að þessar upplýsingar væru ekki svo auðfáanlegar. Aðeins tvö ráðuneyti með skráð áfengiskaup Þegar var til dæmis leitað að bókunum ráðuneyta á kaupum undir flokknum áfengi og tóbak kemur í ljós að aðeins tvö ráðuneyti hafi skráð áfengiskaup sín og undirstofnana sem slík árið 2021. Undirstofnanir dómsmálaráðuneytisins eyddu um 28 milljónum í áfengi og tóbak á árinu og undirstofnanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins skráðu kaup í flokknum fyrir um 7 milljónir. Upphæð undirstofnana dómsmálaráðuneytisins skýrist af tóbakskaupum Fangelsismálastofnunar sem verslaði tóbak fyrir tæpar 25 milljónir á árinu, sem síðan er selt til fanga á Litla Hrauni og annarra fangelsa. Leiðrétt: Upprunalega stóð í fréttinni að það væru ráðuneytin sjálf sem hefðu keypt áfengi fyrir 28 milljónir annars vegar og 7 milljónir hins vegar en þannig voru tölurnar settar upp í svari Ríkiskaupa. Hið rétta er að þetta eru samanlögð kaup allra undirstofnana þeirra á áfengi og tóbaki. Ekkert hinna ráðuneyta var með áfengiskaup skráð undir þeim vöruflokki. En liggur ekki ljóst fyrir að þau hafi einnig keypt áfengi í fyrra? „Jú, jú það er alveg klárt. Þetta eru í rauninni bara bókhaldsfærslur sem við erum með. Í dag erum við með bókhaldslykilinn áfengi og tóbak en það eru auðvitað margir aðrir möguleikar þegar þú ert að bóka kaup á vörum og þjónustu,“ segir Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri hjá Ríkisinnkaupum. Ríkiskaup ætla sér að gera kvittanir ríkisins aðgengilegri á næstu mánuðum.vísir/egill Þó er auðvelt að fletta upp viðskiptum ríkisins við einstaka aðila og ef verslun stofnana ríkisins við ÁTVR er tekin saman kemur í ljós að hún var upp á rúmar 26 milljónir í fyrra. Sjá ekki hvað er keypt En þó er líklega algengara að stofnanir versli áfengi af þriðja aðila, veisluþjónustu eða veitingastað. Og það er oftast allt skráð sem hluti af heildarþjónustu staðarins á sama reikningi og matur og önnur þjónusta. „Við sjáum kannski ekki nákvæmlega hvar kaupin fara fram og hjá hverjum og í hversu miklu magni,“ segir Davíð Ingi. Ríkiskaup eru þegar farin að skoða hvernig bæta megi úr þessu. „Og hvernig við getum komist á dýpra level ef ég leyfi mér að sletta. Þannig við sjáum í raun bein innkaup, hvað er verið að kaupa og í hvaða magni. Eitthvað sem við kannski sjáum ekki í dag heldur sjáum við bara heildarkaup á ákveðnum bókhaldslyklum,“ segir Davíð Ingi. Þannig verði vonandi á næstu mánuðum hægt að skoða reikninga ríkisstofnana í smáatriðum. Að fá allan strimilinn með vörum eftir viðskiptin svo að segja en ekki bara upphæðina eins og nú. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Fyrir mörgum er áfengi ómissandi þáttur í góðri veislu. Það virðist allavega vera þannig hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum því á liðnu ári eyddu þau mörgum milljónum í áfengiskaup. En stóra spurningin er auðvitað: Hversu miklu? Hvað fór mikið úr okkar sameiginlega sjóði í áfengiskaup, veislur og boð ríkisstarfsmanna? Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um málið kom í ljós að þessar upplýsingar væru ekki svo auðfáanlegar. Aðeins tvö ráðuneyti með skráð áfengiskaup Þegar var til dæmis leitað að bókunum ráðuneyta á kaupum undir flokknum áfengi og tóbak kemur í ljós að aðeins tvö ráðuneyti hafi skráð áfengiskaup sín og undirstofnana sem slík árið 2021. Undirstofnanir dómsmálaráðuneytisins eyddu um 28 milljónum í áfengi og tóbak á árinu og undirstofnanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins skráðu kaup í flokknum fyrir um 7 milljónir. Upphæð undirstofnana dómsmálaráðuneytisins skýrist af tóbakskaupum Fangelsismálastofnunar sem verslaði tóbak fyrir tæpar 25 milljónir á árinu, sem síðan er selt til fanga á Litla Hrauni og annarra fangelsa. Leiðrétt: Upprunalega stóð í fréttinni að það væru ráðuneytin sjálf sem hefðu keypt áfengi fyrir 28 milljónir annars vegar og 7 milljónir hins vegar en þannig voru tölurnar settar upp í svari Ríkiskaupa. Hið rétta er að þetta eru samanlögð kaup allra undirstofnana þeirra á áfengi og tóbaki. Ekkert hinna ráðuneyta var með áfengiskaup skráð undir þeim vöruflokki. En liggur ekki ljóst fyrir að þau hafi einnig keypt áfengi í fyrra? „Jú, jú það er alveg klárt. Þetta eru í rauninni bara bókhaldsfærslur sem við erum með. Í dag erum við með bókhaldslykilinn áfengi og tóbak en það eru auðvitað margir aðrir möguleikar þegar þú ert að bóka kaup á vörum og þjónustu,“ segir Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri hjá Ríkisinnkaupum. Ríkiskaup ætla sér að gera kvittanir ríkisins aðgengilegri á næstu mánuðum.vísir/egill Þó er auðvelt að fletta upp viðskiptum ríkisins við einstaka aðila og ef verslun stofnana ríkisins við ÁTVR er tekin saman kemur í ljós að hún var upp á rúmar 26 milljónir í fyrra. Sjá ekki hvað er keypt En þó er líklega algengara að stofnanir versli áfengi af þriðja aðila, veisluþjónustu eða veitingastað. Og það er oftast allt skráð sem hluti af heildarþjónustu staðarins á sama reikningi og matur og önnur þjónusta. „Við sjáum kannski ekki nákvæmlega hvar kaupin fara fram og hjá hverjum og í hversu miklu magni,“ segir Davíð Ingi. Ríkiskaup eru þegar farin að skoða hvernig bæta megi úr þessu. „Og hvernig við getum komist á dýpra level ef ég leyfi mér að sletta. Þannig við sjáum í raun bein innkaup, hvað er verið að kaupa og í hvaða magni. Eitthvað sem við kannski sjáum ekki í dag heldur sjáum við bara heildarkaup á ákveðnum bókhaldslyklum,“ segir Davíð Ingi. Þannig verði vonandi á næstu mánuðum hægt að skoða reikninga ríkisstofnana í smáatriðum. Að fá allan strimilinn með vörum eftir viðskiptin svo að segja en ekki bara upphæðina eins og nú.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira