Áhugi frá mörgum liðum og löndum en leist best á Häcken Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 10:00 Agla María Albertsdóttir kom með beinum hætti að 26 mörkum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segist hafa haft úr mörgum möguleikum að velja en litist best á Häcken í Svíþjóð. Í gær var greint frá því að Agla María hefði skrifað undir þriggja ára samning við Häcken og myndi hefja feril sinn í atvinnumennsku hjá liðinu. Varmt välkommen till Hisingen, Agla Maria Albertsdottir!#bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) January 4, 2022 Undanfarin ár hefur Agla María, sem er 22 ára, verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og á síðasta tímabili var hún valin best í deildinni. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki og Stjörnunni. Á síðasta tímabili skoraði Agla María tólf mörk og lagði upp fjórtán fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Hún var næstmarkahæst og stoðsendingahæst. „Ég hef lengi verið með þetta opið. Það var langur aðdragandi að því að fara út,“ sagði Agla María í samtali við Vísi í gær. Nokkuð er síðan Häcken bar fyrst víurnar í landsliðskonuna. „Það var eitthvað fyrir síðasta tímabil og svo fór þetta að gerast í vetur,“ sagði Agla María en gengið var frá félagaskiptunum milli jóla og nýárs. Áhugi víða að Ekki vantaði áhugann á Öglu Maríu sem hafði úr fjölmörgum kostum að velja. „Það voru mörg lið sem komu til greina og það var áhugi frá Ítalíu, Sviss og Þýskalandi. Häcken var svo eitt af fáum liðum í Svíþjóð sem kom til greina.“ Agla María varð bikarmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Agla María lék alla sex leiki Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er risastór gluggi fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna. „Það skapaði klárlega meiri áhuga þótt við höfum áður tekið þátt. En þetta hafði sitt að segja,“ sagði Agla María. Hún er ánægð að taka skrefið út í atvinnumennsku á þessum tíma. „Þetta er allt samkvæmt áætlun. Ég var alltaf opin fyrir því að taka skrefið.“ Skiptir máli í hvaða lið þú ferð í Häcken er sterkt lið sem lenti í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa orðið sænskur meistari 2020. En hvað var það sem heillaði við Häcken umfram önnur lið sem sýndu Öglu Maríu áhuga? „Hvernig þeir sáu mitt hlutverk í liðinu fyrir sér. Svo er ekki mikill menningarmunur á Íslandi og Svíþjóð. Sænska deildin er sterk en það skiptir máli í hvaða lið þú ferð,“ sagði Agla María sem flytur til Gautaborgar síðar í þessum mánuði. Agla María er á leið á sitt annað Evrópumót með íslenska landsliðinu næsta sumar.vísir/Hulda Margrét Á næsta tímabili verða tveir Íslendingar í herbúðum Häcken; Agla María og Diljá Ýr Zomers. Á síðasta tímabili lék Diljá fjórtán deildarleiki og skoraði fimm mörk. Hún var næstmarkahæst í liði Häcken á eftir sænska landsliðsframherjanum Stinu Blackstenius sem var einnig markahæst í sænsku deildinni með sautján mörk. Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að Agla María hefði skrifað undir þriggja ára samning við Häcken og myndi hefja feril sinn í atvinnumennsku hjá liðinu. Varmt välkommen till Hisingen, Agla Maria Albertsdottir!#bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) January 4, 2022 Undanfarin ár hefur Agla María, sem er 22 ára, verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og á síðasta tímabili var hún valin best í deildinni. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki og Stjörnunni. Á síðasta tímabili skoraði Agla María tólf mörk og lagði upp fjórtán fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Hún var næstmarkahæst og stoðsendingahæst. „Ég hef lengi verið með þetta opið. Það var langur aðdragandi að því að fara út,“ sagði Agla María í samtali við Vísi í gær. Nokkuð er síðan Häcken bar fyrst víurnar í landsliðskonuna. „Það var eitthvað fyrir síðasta tímabil og svo fór þetta að gerast í vetur,“ sagði Agla María en gengið var frá félagaskiptunum milli jóla og nýárs. Áhugi víða að Ekki vantaði áhugann á Öglu Maríu sem hafði úr fjölmörgum kostum að velja. „Það voru mörg lið sem komu til greina og það var áhugi frá Ítalíu, Sviss og Þýskalandi. Häcken var svo eitt af fáum liðum í Svíþjóð sem kom til greina.“ Agla María varð bikarmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Agla María lék alla sex leiki Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er risastór gluggi fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna. „Það skapaði klárlega meiri áhuga þótt við höfum áður tekið þátt. En þetta hafði sitt að segja,“ sagði Agla María. Hún er ánægð að taka skrefið út í atvinnumennsku á þessum tíma. „Þetta er allt samkvæmt áætlun. Ég var alltaf opin fyrir því að taka skrefið.“ Skiptir máli í hvaða lið þú ferð í Häcken er sterkt lið sem lenti í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa orðið sænskur meistari 2020. En hvað var það sem heillaði við Häcken umfram önnur lið sem sýndu Öglu Maríu áhuga? „Hvernig þeir sáu mitt hlutverk í liðinu fyrir sér. Svo er ekki mikill menningarmunur á Íslandi og Svíþjóð. Sænska deildin er sterk en það skiptir máli í hvaða lið þú ferð,“ sagði Agla María sem flytur til Gautaborgar síðar í þessum mánuði. Agla María er á leið á sitt annað Evrópumót með íslenska landsliðinu næsta sumar.vísir/Hulda Margrét Á næsta tímabili verða tveir Íslendingar í herbúðum Häcken; Agla María og Diljá Ýr Zomers. Á síðasta tímabili lék Diljá fjórtán deildarleiki og skoraði fimm mörk. Hún var næstmarkahæst í liði Häcken á eftir sænska landsliðsframherjanum Stinu Blackstenius sem var einnig markahæst í sænsku deildinni með sautján mörk.
Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira