Högg að fá fréttir um sig byggðar á misskilningi lögreglu Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 11:08 Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, harmar fréttaflutning um að heimilislaus maður hafi verið látinn sofa úti í kuldanum eftir að hafa verið vísað úr gistiskýli á vegum borgarinnar. Sú sé ekki raunin. Vísir Framkvæmdastjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir fréttaflutning um að starfsmenn gistiskýlis hafi látið heimilislausan mann sofa úti í kuldanum mikið högg fyrir starfsfólkið. Það hafi enda verið að gera allt rétt, ólíkt því sem lögregla gaf í skyn í dagbók sinni í morgun. Þetta sé misskilningur af hálfu lögreglunnar. Það vakti nokkra athygli í fjölmiðlum í morgun þegar frásögn birtist í dagbók lögreglu um átákanlegar ógöngur heimilislauss manns. Þar sagði um atvik sem varð klukkan tvö í nótt: „Óskað eftir aðstoð lögreglu að hóteli í hverfi 101 þar sem starfsfólk var í vandræðum með ofurölvi mann. Maðurinn gistir venjulega í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar en hefur verið í straffi þar síðustu daga og gistir núna á götunni í -7 gráðu frosti. Maðurinn fékk gistingu í fangageymslu lögreglu.“ Sigþrúður Erla Arnardóttir hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir það ekki svo að maðurinn sé sendur út í kuldann án þess að tryggt sé að hann fái gistingu annars staðar. „Þegar eitthvað kemur upp á eins og ofbeldi gagnvart starfsfólki eða á milli gesta, höfum við haft samband við lögreglu og við vísum ekki gestum út nema þegar við vitum að viðkomandi geti þá fengið aðstöðu hjá lögreglu eða í öðru neyðarskýli,“ segir Sigþrúður. Þegar hafi verið búið að tilkynna lögreglu um að maðurinn gæti ekki verið í gistiskýlinu og því þyrfti hann gistingu hjá lögreglu. Sá sem hafi síðan skrifað dagbókarfærsluna virðist ekki hafa haft upplýsingar um þetta. „Þarna er eitthvað sem lögreglan þarf bara að skoða því það er greinilegt að það eru mismunandi skilaboð sem eru að fara þarna á milli,“ segir Sigþrúður. Af ýmsum sökum kemur það fyrir að skjólstæðingar eru sendir burt í ákveðinn tíma til að róa sig en þeir eiga svo yfirleitt afturkvæmt eftir viðtal. Þegar það er ekki svo er það unnið í samstarfi við lögreglu. „Við erum að finna með starfsmannahópnum, hvað þeir taka því illa þegar svona fréttir koma þegar þeir telja sig hafa farið alveg rétt að og unnið þetta í samstarfi, þá er þetta mjög mikið högg fyrir starfsmannahópinn að fá svona fréttaflutning. Af því að þeim er annt um skjólstæðingana og gestina sem eru að koma inn í neyðarskýlið,“ segir Sigþrúður. Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Settu bílslys á svið Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í fjölmiðlum í morgun þegar frásögn birtist í dagbók lögreglu um átákanlegar ógöngur heimilislauss manns. Þar sagði um atvik sem varð klukkan tvö í nótt: „Óskað eftir aðstoð lögreglu að hóteli í hverfi 101 þar sem starfsfólk var í vandræðum með ofurölvi mann. Maðurinn gistir venjulega í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar en hefur verið í straffi þar síðustu daga og gistir núna á götunni í -7 gráðu frosti. Maðurinn fékk gistingu í fangageymslu lögreglu.“ Sigþrúður Erla Arnardóttir hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir það ekki svo að maðurinn sé sendur út í kuldann án þess að tryggt sé að hann fái gistingu annars staðar. „Þegar eitthvað kemur upp á eins og ofbeldi gagnvart starfsfólki eða á milli gesta, höfum við haft samband við lögreglu og við vísum ekki gestum út nema þegar við vitum að viðkomandi geti þá fengið aðstöðu hjá lögreglu eða í öðru neyðarskýli,“ segir Sigþrúður. Þegar hafi verið búið að tilkynna lögreglu um að maðurinn gæti ekki verið í gistiskýlinu og því þyrfti hann gistingu hjá lögreglu. Sá sem hafi síðan skrifað dagbókarfærsluna virðist ekki hafa haft upplýsingar um þetta. „Þarna er eitthvað sem lögreglan þarf bara að skoða því það er greinilegt að það eru mismunandi skilaboð sem eru að fara þarna á milli,“ segir Sigþrúður. Af ýmsum sökum kemur það fyrir að skjólstæðingar eru sendir burt í ákveðinn tíma til að róa sig en þeir eiga svo yfirleitt afturkvæmt eftir viðtal. Þegar það er ekki svo er það unnið í samstarfi við lögreglu. „Við erum að finna með starfsmannahópnum, hvað þeir taka því illa þegar svona fréttir koma þegar þeir telja sig hafa farið alveg rétt að og unnið þetta í samstarfi, þá er þetta mjög mikið högg fyrir starfsmannahópinn að fá svona fréttaflutning. Af því að þeim er annt um skjólstæðingana og gestina sem eru að koma inn í neyðarskýlið,“ segir Sigþrúður.
Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Settu bílslys á svið Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37