Mótanefnd KKÍ hefur frestað tveimur leikjum í Subway deild karla sem voru á dagskrá næsta fimmtudag. Annars vegar er þetta leikur Vals og Tindastóls og hins vegar leikur ÍR og Stjörnunnar. Þetta er til komið vegna kórónuveirusmita í leikmannahópum Tindastóls og ÍR.
Leikjunum hefur ekki enn verið fundinn nýr leiktími. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuboltasambandi Íslands.
Mótanefnd KKÍ hefur líka frestað einum leik í Subway deild kvenna sem var á dagskrá næsta miðvikudag, Haukar-Njarðvík. Þetta er til komið vegna COVID smita í leikmannahópum Njarðvíkur.
Frestaðir leikir sem á eftir að finna nýjan leiktíma í Subway deild karla eru nú orðnir fjórir talsins en búið að er að finna nýjan leiktíma fyrir leik Þórs Akureyri og Tindastóls. Smitið nú gæti reyndar haft áhrif á það.
Bæði lið Vals og ÍR eiga nú tvo leiki sem hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita.
Þrír leikir í Subway-deild kvenna eru ekki komnir með nýjan leiktíma eftir frestanir vegna veirunnar.