„Þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. janúar 2022 19:23 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að landsmenn þurfi nú að taka því rólega eftir hátíðarhasarinn. Vísir/Vilhelm Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Samkvæmt bráðabirgðartölum frá almannavörnum greindust 949 smitaðir innanlands í gær auk þess sem 127 greindust smitaðir á landamærunum, sem er metfjöldi. Á Landspítala eru 23 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid. Sjö eru nú á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Þá lést kona á níræðisaldri vegna Covid á Landspítala í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstu dögum. „Það var bara svo sem eins og við höfum talað um, það sem við mátti búast en það sem auðvitað stendur aðeins upp úr hjá manni í dag er þetta andlát og maður vottar bara ættingjum viðkomandi innilega samúð,“ segir Víðir. Hann reiknar með því að tölur yfir fjölda smitaða muni vera á reiki næstu daga. Fleiri munu væntanlega fara í sýnatöku á morgun og mánudag. „Ég held að við komum til með að sjá svipað og við sáum eftir jólin, þar sem að seinni hlutinn í síðustu viku að þá voru það jólaboðin sem voru svona algengustu tengipunktarnir. Ég held að það verði bara mjög svipað núna, það verði áramótaboðin sem að verði helstu tengipunktarnir í smitum þegar líður aðeins á vikuna og við verðum að sjá bara hvernig það fer,“ segir Víðir. Þurfum að vera á varðbergi næstu daga Hann á ekki von á að fjöldi þeirra sem veikist alvarlega og þurfi að leggjast inn fjölgi jafn hratt og smituðum en engu að síður virðist spálíkan Landspítala um innlagnir að einhverju leiti vera að ganga eftir. Svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 60 verði inniliggjandi og 15 á gjörgæslu 10. janúar ef ekki tekst að hemja útbreiðslu veirunnar. „Covid-göngudeildin er að gera alveg ótrúlega flotta hluti í þessu og kemur í veg fyrir mikið af innlögnum,“ segir Víðir. „En innlögnum er heldur að fjölga og við þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana.“ Til að koma í veg fyrir að svartsýnustu spár gangi eftir á spítalanum þurfi allir að vera á varðbergi til að lágmarka smit. „Ég held að núna eftir þennan hátíðarhasar, jólin og áramótin og svona, þá þurfum við bara að slaka á núna og taka því rólega. Kannski þurfum við ekki nema bara viku eða tíu daga til að keyra þetta svolítið niður og við getum öll lagt okkar af mörkum í því, það er það sem við getum öll gert,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áramót Landspítalinn Tengdar fréttir Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðartölum frá almannavörnum greindust 949 smitaðir innanlands í gær auk þess sem 127 greindust smitaðir á landamærunum, sem er metfjöldi. Á Landspítala eru 23 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid. Sjö eru nú á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Þá lést kona á níræðisaldri vegna Covid á Landspítala í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstu dögum. „Það var bara svo sem eins og við höfum talað um, það sem við mátti búast en það sem auðvitað stendur aðeins upp úr hjá manni í dag er þetta andlát og maður vottar bara ættingjum viðkomandi innilega samúð,“ segir Víðir. Hann reiknar með því að tölur yfir fjölda smitaða muni vera á reiki næstu daga. Fleiri munu væntanlega fara í sýnatöku á morgun og mánudag. „Ég held að við komum til með að sjá svipað og við sáum eftir jólin, þar sem að seinni hlutinn í síðustu viku að þá voru það jólaboðin sem voru svona algengustu tengipunktarnir. Ég held að það verði bara mjög svipað núna, það verði áramótaboðin sem að verði helstu tengipunktarnir í smitum þegar líður aðeins á vikuna og við verðum að sjá bara hvernig það fer,“ segir Víðir. Þurfum að vera á varðbergi næstu daga Hann á ekki von á að fjöldi þeirra sem veikist alvarlega og þurfi að leggjast inn fjölgi jafn hratt og smituðum en engu að síður virðist spálíkan Landspítala um innlagnir að einhverju leiti vera að ganga eftir. Svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 60 verði inniliggjandi og 15 á gjörgæslu 10. janúar ef ekki tekst að hemja útbreiðslu veirunnar. „Covid-göngudeildin er að gera alveg ótrúlega flotta hluti í þessu og kemur í veg fyrir mikið af innlögnum,“ segir Víðir. „En innlögnum er heldur að fjölga og við þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana.“ Til að koma í veg fyrir að svartsýnustu spár gangi eftir á spítalanum þurfi allir að vera á varðbergi til að lágmarka smit. „Ég held að núna eftir þennan hátíðarhasar, jólin og áramótin og svona, þá þurfum við bara að slaka á núna og taka því rólega. Kannski þurfum við ekki nema bara viku eða tíu daga til að keyra þetta svolítið niður og við getum öll lagt okkar af mörkum í því, það er það sem við getum öll gert,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áramót Landspítalinn Tengdar fréttir Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37
Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12
Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01