Kveðja brosandi baráttumann fyrir mannréttindum Heimir Már Pétursson skrifar 1. janúar 2022 19:41 Kista Desmonds Tutu borin út úr dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg í dag. AP/Nic Bothma Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskup í Suður Afríku var jarðsunginn í dag. Hanns er minnst um allan heim sem mikils mannréttindafrömuðar en hann lék lykilhlutverk í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku. Desmond Tutu erkibiskup dó á annan í jólum níræður að aldri. Hann fór fram með gleði og í nafni trúarinnar í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku og frelsun Nelson Mandela og fékk fyrir það friðarverðlaun Nobels árið 1984. Tutu var dáður af löndum sínum sem söfnuðust margir við ráðhús Höfðaborgar í gærkvöldi sem hafði verið lýst með fjólubláum lit embættis erkibiskubsins honum til heiðurs. Ein af þeim var Sarah Jane Wilson sem fór ekki leynt með aðdáun sína. „Sennilega einn af þremur merkustu mönnum þessa lands. Hann bjó yfir svo mikilli framsýni, svo mikilli manngæsku og auðmýkt og svo mikilli ást á þessu landi. Þetta er falleg leið til að enda árið,“ sagði Wilson. Werner Vermeulen dáist af þeim aðferðum sem Tutu beitti í baráttu sinni. „Biskupinn var sannur stjórnmálamaður, sannkristinn og hann vann fyrir fólkið. Hann trúði á réttlætið, frelsi fyrir alla og hann náði fram réttindum fyrir alla, konur. Það skipti ekki máli hvort maður var hommi eða lesbía, hann var réttsýnn maður og sönn hetja,“ sagði Vermuelen. Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku minntist Tutu með mikilli hlýju í minningarorðum sínum. Hann minnti á að erkibiskupinn fyrrverandi hafi verið maður með skopskyn og nálgast baráttumál sín með gleði.AP/Nic Bothma Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar voru aðeins um hundrað manns viðstaddir útför Tutu sem fram fór frá dómkirkjunni í Höfðaborg í morgun. Cyril Ramaphos forseti landsins fór með minningarorð í anda þeirrar gleði sem Tutu var þekktur fyrir í baráttu sinni. „Ef Desmond Tutu erkibiskup væri hér myndi hann segja: Hæ! Hæ! Af hverju eruð þið svona stúrin, svona vansæl? Hann hefði viljað kalla fram bros og hlátur hjá okkur öllum. Þannig maður var hann,“ sagði Ramaphosa. Erkibiskupinn hafi án nokkurs vafa verið sannur sóknarmaður í baráttunni fyrir frelsi, rétllæti, jafnrétti og friði. Ekki bara í heimalandinu heldur um allan heim. Suður-Afríka Tengdar fréttir Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56 Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Desmond Tutu erkibiskup dó á annan í jólum níræður að aldri. Hann fór fram með gleði og í nafni trúarinnar í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku og frelsun Nelson Mandela og fékk fyrir það friðarverðlaun Nobels árið 1984. Tutu var dáður af löndum sínum sem söfnuðust margir við ráðhús Höfðaborgar í gærkvöldi sem hafði verið lýst með fjólubláum lit embættis erkibiskubsins honum til heiðurs. Ein af þeim var Sarah Jane Wilson sem fór ekki leynt með aðdáun sína. „Sennilega einn af þremur merkustu mönnum þessa lands. Hann bjó yfir svo mikilli framsýni, svo mikilli manngæsku og auðmýkt og svo mikilli ást á þessu landi. Þetta er falleg leið til að enda árið,“ sagði Wilson. Werner Vermeulen dáist af þeim aðferðum sem Tutu beitti í baráttu sinni. „Biskupinn var sannur stjórnmálamaður, sannkristinn og hann vann fyrir fólkið. Hann trúði á réttlætið, frelsi fyrir alla og hann náði fram réttindum fyrir alla, konur. Það skipti ekki máli hvort maður var hommi eða lesbía, hann var réttsýnn maður og sönn hetja,“ sagði Vermuelen. Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku minntist Tutu með mikilli hlýju í minningarorðum sínum. Hann minnti á að erkibiskupinn fyrrverandi hafi verið maður með skopskyn og nálgast baráttumál sín með gleði.AP/Nic Bothma Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar voru aðeins um hundrað manns viðstaddir útför Tutu sem fram fór frá dómkirkjunni í Höfðaborg í morgun. Cyril Ramaphos forseti landsins fór með minningarorð í anda þeirrar gleði sem Tutu var þekktur fyrir í baráttu sinni. „Ef Desmond Tutu erkibiskup væri hér myndi hann segja: Hæ! Hæ! Af hverju eruð þið svona stúrin, svona vansæl? Hann hefði viljað kalla fram bros og hlátur hjá okkur öllum. Þannig maður var hann,“ sagði Ramaphosa. Erkibiskupinn hafi án nokkurs vafa verið sannur sóknarmaður í baráttunni fyrir frelsi, rétllæti, jafnrétti og friði. Ekki bara í heimalandinu heldur um allan heim.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56 Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56
Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31
Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59