Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2021 12:12 Már Kristjánsson. Stöð 2/Sigurjón Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. Kórónuveiran heldur áfram að dreifa sér eins og eldur í sinu. Í gær greindist 1.601 smitaður af covid nítján samkvæmt bráðabirgðatölum, þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. Í dag eru 7.585 í einangrun og 6.424 í sóttkví. Enn liggja sex á gjörgæslu vegna covid veikinda þar af fimm óbólusettir í öndunarvél. Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi. „En skýringarnar kunna að vera í því að Íslensk erfðagreining kom inn í þetta í gær og afköst veirudeildarinnar hafa aukist vegna þess að það var bilun. Þannig ég held að við séum að klára það sem hafði safnast upp en engu að síður er þetta talsverð fjölgun sem er uggvænlegt,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldurinn sé í veldisvexti og staðan á Landspítala þyngist dag frá degi. Ekki áhættulaust að stytta einangrun Nú þurfa smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun í stað tíu daga eftir að reglum var breytt. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur skynsamlegt að stytta einangrunartímann niður í fimm daga. Már segir að fara þurfi hægt í þessum efnum. Fólk sem smitaðist af fyrsta afbrigði veirunnar eða Alfa afbrigðinu gat verið smitandi í átta til tíu daga. Það virðist sem svo að þeir sem smitist af ómíkron afbrigðinu smiti þó í styttri tíma. „Ameríska heilbrigðisstofnunin hefur farið niður í fimm daga og það kann að vera skynsamlegt að gera það. Ég held að áhættan, fimm dagar, sjö dagar, sé tiltölulega lítil en hún er ekki núll.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40 Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Kórónuveiran heldur áfram að dreifa sér eins og eldur í sinu. Í gær greindist 1.601 smitaður af covid nítján samkvæmt bráðabirgðatölum, þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. Í dag eru 7.585 í einangrun og 6.424 í sóttkví. Enn liggja sex á gjörgæslu vegna covid veikinda þar af fimm óbólusettir í öndunarvél. Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi. „En skýringarnar kunna að vera í því að Íslensk erfðagreining kom inn í þetta í gær og afköst veirudeildarinnar hafa aukist vegna þess að það var bilun. Þannig ég held að við séum að klára það sem hafði safnast upp en engu að síður er þetta talsverð fjölgun sem er uggvænlegt,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldurinn sé í veldisvexti og staðan á Landspítala þyngist dag frá degi. Ekki áhættulaust að stytta einangrun Nú þurfa smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun í stað tíu daga eftir að reglum var breytt. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur skynsamlegt að stytta einangrunartímann niður í fimm daga. Már segir að fara þurfi hægt í þessum efnum. Fólk sem smitaðist af fyrsta afbrigði veirunnar eða Alfa afbrigðinu gat verið smitandi í átta til tíu daga. Það virðist sem svo að þeir sem smitist af ómíkron afbrigðinu smiti þó í styttri tíma. „Ameríska heilbrigðisstofnunin hefur farið niður í fimm daga og það kann að vera skynsamlegt að gera það. Ég held að áhættan, fimm dagar, sjö dagar, sé tiltölulega lítil en hún er ekki núll.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40 Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08