Varar Insigne við MLS: „Þetta er ekki alvöru fótbolti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 10:31 Sebastian Giovinco og Lorenzo Insigne á æfingu ítalska landsliðsins. getty/Claudio Villa Ítalski fótboltamaðurinn Sebastian Giovinco hefur varað landa sinn, Lorenzo Insigne, við því að fara til Bandaríkjanna. Hann segir að ekki sé spilaður alvöru fótbolti í MLS-deildinni þar í landi. Insigne, sem er lykilmaður í ítalska landsliðinu, á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Napoli og hefur verið sterklega orðaður við Toronto. Insigne, sem er þrítugur, er fyrirliði Napoli. Giovinco þekkir vel til hjá Toronto. Hann lék með liðinu á árunum 2015-19, varð MLS-meistari með því 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu þess. Þegar Giovinco var spurður út í möguleg félagaskipti Insignes til Toronto gaf hann fótboltanum í MLS-deildinni ekki háa einkunn þótt hann hafi kunnað vel við sig vestanhafs. „Þetta er ekki alvöru fótbolti, þetta er eitthvað annað. Þeir eru með góða innviði og ég myndi taka þessa ákvörðun aftur, sérstaklega fyrir þessi laun. Ég myndi mæla með þessu fyrir alla því við fjölskyldan viljum búa hérna. Þetta er gullfalleg borg,“ sagði Giovinco. Hann segir að eigendur Toronto vonist til að koma Insignes fái fólk til að mæta aftur á völlinn. „Undanfarin tvö ár hefur fólk hætt að mæta á völlinn. Þar hefur verið tómlegt um að litast. Þegar ég var að spila voru þrjátíu þúsund manns á leikjum. Ég fór á leik um daginn og þá voru í mesta lagi tvö þúsund manns á vellinum,“ sagði Giovinco. „Ég skil að eigendurnir vilji fá Insigne því það er fjölmennt ítalskt samfélag í Toronto.“ Giovinco varaði svo Insigne við að ef hann myndi fara til Bandaríkjanna myndi það veikja stöðu hans í landsliðinu. Sjálfur lék Giovinco ekki landsleik eftir að hann byrjaði að spila í MLS-deildinni. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Insigne, sem er lykilmaður í ítalska landsliðinu, á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Napoli og hefur verið sterklega orðaður við Toronto. Insigne, sem er þrítugur, er fyrirliði Napoli. Giovinco þekkir vel til hjá Toronto. Hann lék með liðinu á árunum 2015-19, varð MLS-meistari með því 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu þess. Þegar Giovinco var spurður út í möguleg félagaskipti Insignes til Toronto gaf hann fótboltanum í MLS-deildinni ekki háa einkunn þótt hann hafi kunnað vel við sig vestanhafs. „Þetta er ekki alvöru fótbolti, þetta er eitthvað annað. Þeir eru með góða innviði og ég myndi taka þessa ákvörðun aftur, sérstaklega fyrir þessi laun. Ég myndi mæla með þessu fyrir alla því við fjölskyldan viljum búa hérna. Þetta er gullfalleg borg,“ sagði Giovinco. Hann segir að eigendur Toronto vonist til að koma Insignes fái fólk til að mæta aftur á völlinn. „Undanfarin tvö ár hefur fólk hætt að mæta á völlinn. Þar hefur verið tómlegt um að litast. Þegar ég var að spila voru þrjátíu þúsund manns á leikjum. Ég fór á leik um daginn og þá voru í mesta lagi tvö þúsund manns á vellinum,“ sagði Giovinco. „Ég skil að eigendurnir vilji fá Insigne því það er fjölmennt ítalskt samfélag í Toronto.“ Giovinco varaði svo Insigne við að ef hann myndi fara til Bandaríkjanna myndi það veikja stöðu hans í landsliðinu. Sjálfur lék Giovinco ekki landsleik eftir að hann byrjaði að spila í MLS-deildinni.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira