Ísland mætir Spáni í mars Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 11:07 Einn leikmanna íslenska landsliðsins spilar á Spáni en það er hinn ungi Andri Lucas Guðjohnsen sem leikur með varaliði Real Madrid. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir einu besta landsliði heims þegar liðið sækir Spánverja heim í lok mars. KSÍ greindi frá því í dag að samið hefði verið við Spánverja um að leika vináttulandsleik á Spáni þann 29. mars. Ekki hefur verið ákveðið á nákvæmlega hvaða leikvangi verður spilað. Spánverjar eru í 7. sæti heimslista FIFA, hafa einu sinni orðið heimsmeistarar og þrisvar sinnum Evrópumeistarar. Þeir komust í undanúrslit á EM síðasta sumar en töpuðu fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Gerðu jafntefli síðast þegar þau mættust Spánn og Ísland hafa níu sinnum áður mæst og hefur Ísland unnið einn af þeim leikjum, 2-0 á Laugardalsvelli í undankeppni EM 1992. Liðin gerðu 1-1 jafntefli síðast þegar þau mættust, í undankeppni EM 2008, þar sem Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslands. Spánn komst hins vegar á mótið og varð Evrópumeistari. KSÍ vinnur að því að fá annan vináttulandsleik í mars, til að nýta sem best landsleikjagluggann á dagatali FIFA. Í janúar mætir Ísland liðum Úganda og Suður-Kóreu í fyrsta sinn, en þá mun Arnar Þór Viðarsson ekki geta valið leikmenn nema að félög þeirra leyfi það, og því verður landsliðshópurinn þá að mestu skipaður leikmönnum af Norðurlöndum sem þá eru ekki á miðju keppnistímabili með sínu liði. Á árinu 2022 er ekki leikið í undankeppni stórmóts heldur er þá heil leiktíð í Þjóðadeildinni og svo lokakeppni HM í Katar sem fram fer í lok ársins. Ísland spilar í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Ísrael í fyrsta leik 2. júní, því næst Albaníu 6. júní og svo Rússlandi 10. júní. Liðið mætir svo Ísrael aftur 13. júní, Rússlandi 24. september og Albaníu 27. september. KSÍ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
KSÍ greindi frá því í dag að samið hefði verið við Spánverja um að leika vináttulandsleik á Spáni þann 29. mars. Ekki hefur verið ákveðið á nákvæmlega hvaða leikvangi verður spilað. Spánverjar eru í 7. sæti heimslista FIFA, hafa einu sinni orðið heimsmeistarar og þrisvar sinnum Evrópumeistarar. Þeir komust í undanúrslit á EM síðasta sumar en töpuðu fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Gerðu jafntefli síðast þegar þau mættust Spánn og Ísland hafa níu sinnum áður mæst og hefur Ísland unnið einn af þeim leikjum, 2-0 á Laugardalsvelli í undankeppni EM 1992. Liðin gerðu 1-1 jafntefli síðast þegar þau mættust, í undankeppni EM 2008, þar sem Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslands. Spánn komst hins vegar á mótið og varð Evrópumeistari. KSÍ vinnur að því að fá annan vináttulandsleik í mars, til að nýta sem best landsleikjagluggann á dagatali FIFA. Í janúar mætir Ísland liðum Úganda og Suður-Kóreu í fyrsta sinn, en þá mun Arnar Þór Viðarsson ekki geta valið leikmenn nema að félög þeirra leyfi það, og því verður landsliðshópurinn þá að mestu skipaður leikmönnum af Norðurlöndum sem þá eru ekki á miðju keppnistímabili með sínu liði. Á árinu 2022 er ekki leikið í undankeppni stórmóts heldur er þá heil leiktíð í Þjóðadeildinni og svo lokakeppni HM í Katar sem fram fer í lok ársins. Ísland spilar í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Ísrael í fyrsta leik 2. júní, því næst Albaníu 6. júní og svo Rússlandi 10. júní. Liðið mætir svo Ísrael aftur 13. júní, Rússlandi 24. september og Albaníu 27. september.
KSÍ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira