Bjarni fór í Ásmundarsal á Þorláksmessu og keypti sjálfan sig Snorri Másson skrifar 28. desember 2021 16:20 Bjarni hreifst greinilega af mynd af sjálfum sér eftir Auði Ómarsdóttur. @auduromars Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra brá ekki út af venjunni á Þorláksmessu í ár og heimsótti árlega listasýningu í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur. Þar mun að þessu sinni hafa sést til ráðherrans um eftirmiðdaginn, sem hlýtur að teljast heppilegri tími til listaverkakaupa en á síðkvöldum, eins og dæmin sanna. Listaverkakaup voru eiginlegt erindi Bjarna. Sagt er frá því að hann hafi hrifist sérstaklega af einu málverkinu – og ákveðið að festa á því kaup. Þar varð fyrir valinu ekkert annað en myndin af Bjarna sjálfum, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarmann. Ekki fer sögum af upphæðinni sem var greidd fyrir verkið en í samtali við fréttastofu sagði Auður á sínum tíma að fyrst hefði henni dottið í hug að verðleggja það með mánaðarlaunum ráðherra. Slíkt verð hafi henni síðan þótt óviðráðanlegt fyrir allan almenning og því hafi hún ákveðið lægri upphæð. Þar sem Bjarni var þó endanlegur kaupandi kann að vera að listamaðurinn hefði komist upp með tvær milljónirnar. Fréttastofa leit við í Ásmundarsal á aðventunni: Þess er skemmst að minnast að viðvera Bjarna í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári rataði í dagbók lögreglu og vakti svo töluverða athygli fjölmiðla. Hann reyndist þó samkvæmt rannsókn lögreglu ekki brotlegur við gildandi sóttvarnareglur. Auður Ómarsdóttir myndlistarkona staðfestir í samtali við fréttastofu að viðskiptin hafi átt sér stað og segir gleðilegt að Bjarni hafi hrifist af verkinu. Þegar verkið var sett upp í salnum í desember kvaðst Auður vonast til að Bjarni sæi það. Hún væri ekki að stríða Bjarna með verkinu, heldur væri hann bara svo „sjarmerandi og sætur“ að hana langaði bara til að mála mynd af honum. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars) Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Listaverkakaup voru eiginlegt erindi Bjarna. Sagt er frá því að hann hafi hrifist sérstaklega af einu málverkinu – og ákveðið að festa á því kaup. Þar varð fyrir valinu ekkert annað en myndin af Bjarna sjálfum, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarmann. Ekki fer sögum af upphæðinni sem var greidd fyrir verkið en í samtali við fréttastofu sagði Auður á sínum tíma að fyrst hefði henni dottið í hug að verðleggja það með mánaðarlaunum ráðherra. Slíkt verð hafi henni síðan þótt óviðráðanlegt fyrir allan almenning og því hafi hún ákveðið lægri upphæð. Þar sem Bjarni var þó endanlegur kaupandi kann að vera að listamaðurinn hefði komist upp með tvær milljónirnar. Fréttastofa leit við í Ásmundarsal á aðventunni: Þess er skemmst að minnast að viðvera Bjarna í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári rataði í dagbók lögreglu og vakti svo töluverða athygli fjölmiðla. Hann reyndist þó samkvæmt rannsókn lögreglu ekki brotlegur við gildandi sóttvarnareglur. Auður Ómarsdóttir myndlistarkona staðfestir í samtali við fréttastofu að viðskiptin hafi átt sér stað og segir gleðilegt að Bjarni hafi hrifist af verkinu. Þegar verkið var sett upp í salnum í desember kvaðst Auður vonast til að Bjarni sæi það. Hún væri ekki að stríða Bjarna með verkinu, heldur væri hann bara svo „sjarmerandi og sætur“ að hana langaði bara til að mála mynd af honum. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars)
Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21