Rangnick horfir til Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 18:00 Það er spurning hversu vel Ralf Rangnick sér. EPA-EFE/PETER POWEL Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United, horfir til heimalandsins í leit að ungum og efnilegum leikmönnum. Talið er að hann sé á höttunum eftir allt að fjórum leikmönnum sem eru tvítugir eða yngri. Fjölmiðlar erlendis halda því fram að Rangnick vilji ólmur yngja upp í leikmannahópi Man United. Anthony Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið og þá er nær öruggt að Edinson Cavan rói á önnur mið að tímabilinu loknu. Í gegnum ferilinn hefur hinn 63 ára gamli Þjóðverji helst viljað vinna með ungum leikmönnum og það kemur því ekki á óvart að hann horfi til heimalandsins í leit að ódýrum en hágæða leikmönnum. Talið er að helsta skotmark Man United nú sé „næsti Kai Havertz.“ Um er að ræða hinn 18 ára gamla Florian Wirtz sem er á mála hjá Bayer Leverkusen. The 'next Kai Havertz' may be on his way to Manchester United in January, with a £70m move reportedly lined up #MUFC https://t.co/TEQRuksrJk— FourFourTwo (@FourFourTwo) December 26, 2021 Hinn 18 ára gamli Wirtz leikur í stöðu sóknartengiliðs og hefur farið mikinn það sem af er tímabili. Í 15 deildarleikjum hefur hann skorað 5 mörk og lagt upp til viðbótar. Ef það er ekki nóg þá hefur hann skorað 3 mörk og lagt upp önnur 3 í aðeins 5 leikjum í Evrópudeildinni. Á óskalista Rangnick má einnig finna: Luca Netz, 18 ára vinstri bakvörð Gladbach, Eric Martel, 19 ára miðjumaður RB Leipzig (á láni hjá Austria Vín) Armel Bella Kotchap, 20 ára miðvörður Bochum Florian Wirtz hefur verið sjóðandi heitur það sem af er leiktíð.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Manchester United heimsækir Newcastle United í kvöld. Eftir ágæta byrjun undir stjórn Rangnick hefur Man Utd ekki spilað í 16 daga sökum kórónuveirusmita og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks eftir svo langt hlé. Leikur Man Utd og Newcastle verður í beinni textalýsingu á Vísi frá 20.00. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Fjölmiðlar erlendis halda því fram að Rangnick vilji ólmur yngja upp í leikmannahópi Man United. Anthony Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið og þá er nær öruggt að Edinson Cavan rói á önnur mið að tímabilinu loknu. Í gegnum ferilinn hefur hinn 63 ára gamli Þjóðverji helst viljað vinna með ungum leikmönnum og það kemur því ekki á óvart að hann horfi til heimalandsins í leit að ódýrum en hágæða leikmönnum. Talið er að helsta skotmark Man United nú sé „næsti Kai Havertz.“ Um er að ræða hinn 18 ára gamla Florian Wirtz sem er á mála hjá Bayer Leverkusen. The 'next Kai Havertz' may be on his way to Manchester United in January, with a £70m move reportedly lined up #MUFC https://t.co/TEQRuksrJk— FourFourTwo (@FourFourTwo) December 26, 2021 Hinn 18 ára gamli Wirtz leikur í stöðu sóknartengiliðs og hefur farið mikinn það sem af er tímabili. Í 15 deildarleikjum hefur hann skorað 5 mörk og lagt upp til viðbótar. Ef það er ekki nóg þá hefur hann skorað 3 mörk og lagt upp önnur 3 í aðeins 5 leikjum í Evrópudeildinni. Á óskalista Rangnick má einnig finna: Luca Netz, 18 ára vinstri bakvörð Gladbach, Eric Martel, 19 ára miðjumaður RB Leipzig (á láni hjá Austria Vín) Armel Bella Kotchap, 20 ára miðvörður Bochum Florian Wirtz hefur verið sjóðandi heitur það sem af er leiktíð.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Manchester United heimsækir Newcastle United í kvöld. Eftir ágæta byrjun undir stjórn Rangnick hefur Man Utd ekki spilað í 16 daga sökum kórónuveirusmita og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks eftir svo langt hlé. Leikur Man Utd og Newcastle verður í beinni textalýsingu á Vísi frá 20.00.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira