Beitir neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 14:33 Andrzej Duda sagði að lögin hefðu haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. EPA Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem pólska þingið samþykkti á dögunum og takmörkuðu erlent eignarhald. Stjórnarandstæðingar segja að frumvarpinu hafi verið ætlað að þagga niður í gagnrýnisröddum gegn stjórnvöldum, en ef lögin hefðu náð fram að ganga hefði bandaríski fjölmiðlarisinn Discovery til dæmis neyðst til að selja hlut sinn í pólska fjölmiðlafyrirtækinu TVN. Duda sagði eftir að hafa beitt neitunarvaldinu að lögin hefði haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. Sagðist hann viðurkenna að lögin væru mjög óvinsæl meðal stórs hóps Pólverja, en þúsundir hafa mótmælt lögunum á götum Póllands úti síðustu vikurnar. Lögin hefðu komið í veg fyrir að aðilar utan Evrópu hefðu getað eignast að minnsta kosti helmingshlut í pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið gagnrýndu fyrirhugaða lagasetningu. Duda sagðist sammála því að réttast væri að koma í veg fyrir erlent eignarhald sem þetta. Sagði hann að réttara væri að það yrði gert síðar, en lögin hefðu tekið til aðila sem þegar væru á pólskum fjölmiðlamarkaði. Forsetinn sagðist á blaðamannafundi sömuleiðis hafa tekið tillit til þess að fjölbreytni væri á fjölmiðlamarkaði og tjáningarfrelsis. Liðsmenn pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti hafa lengi sagt að erlend fjölmiðlafyrirtæki séu of áhrifamikil í Póllandi og skekki almenna umræðu í landinu. Duda naut stuðnings Laga og réttlætis þegar hann bauð sig fram til forseta, en ákvörðun hans um að beita neitunarvaldi kann nú að hafa slæm áhrif á samband forsetans og helstu leiðtoga flokksins. Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Stjórnarandstæðingar segja að frumvarpinu hafi verið ætlað að þagga niður í gagnrýnisröddum gegn stjórnvöldum, en ef lögin hefðu náð fram að ganga hefði bandaríski fjölmiðlarisinn Discovery til dæmis neyðst til að selja hlut sinn í pólska fjölmiðlafyrirtækinu TVN. Duda sagði eftir að hafa beitt neitunarvaldinu að lögin hefði haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. Sagðist hann viðurkenna að lögin væru mjög óvinsæl meðal stórs hóps Pólverja, en þúsundir hafa mótmælt lögunum á götum Póllands úti síðustu vikurnar. Lögin hefðu komið í veg fyrir að aðilar utan Evrópu hefðu getað eignast að minnsta kosti helmingshlut í pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið gagnrýndu fyrirhugaða lagasetningu. Duda sagðist sammála því að réttast væri að koma í veg fyrir erlent eignarhald sem þetta. Sagði hann að réttara væri að það yrði gert síðar, en lögin hefðu tekið til aðila sem þegar væru á pólskum fjölmiðlamarkaði. Forsetinn sagðist á blaðamannafundi sömuleiðis hafa tekið tillit til þess að fjölbreytni væri á fjölmiðlamarkaði og tjáningarfrelsis. Liðsmenn pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti hafa lengi sagt að erlend fjölmiðlafyrirtæki séu of áhrifamikil í Póllandi og skekki almenna umræðu í landinu. Duda naut stuðnings Laga og réttlætis þegar hann bauð sig fram til forseta, en ákvörðun hans um að beita neitunarvaldi kann nú að hafa slæm áhrif á samband forsetans og helstu leiðtoga flokksins.
Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“