„Nýir og ferskir vindar munu blása í Stjórnarráðinu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. desember 2021 07:01 Sigríður Auður Arnardóttir er ráðuneytisstjóri í ráðuneyti sem fær heitið Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti. Hún segir mikil tækifæri felast í breytingum og er sannfærð um að nýir og ferskir vindar munu blása í Stjórnarráðinu í kjölfar þeirra umfangsmiklu breytinga sem boðaðar hafa verið. Lykilatriði að hennar mati er að nálgast verkefnið með jákvæðum hætti. Vísir/Vilhelm Viðtal við Sigríði Auði Arnardóttur ráðuneytisstjóra. „Það eru mjög spennandi tímar framundan í Stjórnarráðinu, ráðuneytum hefur verið fjölgað og umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á verkefnum margra ráðuneyta og þau færð til annara ráðuneyta í tengslum við myndun nýrrar ríkisstjórnar í lok nóvember. Ég hlakka mjög mikið til að takast á við þær áskoranir sem þessum breytingum fylgja. En í breytingum felast alltaf mikil tækifæri og ég er sannfærð um að nýir og ferskir vindar munu blása í Stjórnarráðinu,“ segir Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í ráðuneyti sem fær heitið umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. Sigríður segir að eflaust muni það taka ráðuneytin tíma að móta sig að nýju og aðlagast breyttu fyrirkomulagi. „En ég held að þetta snúist að miklu leyti um að nálgast verkefnið með jákvæðum hætti.“ Sigríður Auður Arnardóttir var skipuð ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu árið 2015 en hún hafði áður starfað þar sem skrifstofustjóri. Ráðuneytisstjóri hefur það hlutverk að stýra starfi ráðuneytisins undir yfirstjórn ráðherra og í dag fáum við að heyra aðeins um það, í hverju þetta starf felst. Ráðuneytið og ráðherrar Umhverfisráðuneytið var stofnað þann 23. febrúar árið 1990. Fyrir þann tíma höfðu málefni umhverfis og náttúru heyrt undir ólík ráðuneyti. Þegar að umhverfisráðuneytið var stofnað, hafði umræðan um stofnun þess staðið yfir í mörg ár. Fyrsta frumvarpið sem fól í sér tillögu um stofnun þess var til dæmis lagt fram á Alþingi árið 1978. Næstu árin á eftir voru flestar ríkisstjórnir með málið á stefnuskránni. En það var þó ekki fyrr en árið 1989 sem skriður komst á málið en þá skipaði Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, nefnd undir forystu Jóns Sveinssonar, aðstoðarmanns ráðherra, til að semja frumvarp um stofnun sjálfstæðs umhverfisráðuneytis, sem síðar varð að veruleika. Ráðherrar ráðuneytisins hafa verið sextán talsins, sá fyrsti var Júlíus Sólnes. Nýverið tók Guðlaugur Þór Þórðarson við lyklavöldum ráðuneytisins af Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Af þeim sextán ráðherrum sem skipaðir hafa verið umhverfisráðherrar, hefur Sigríður starfað með þrettán þeirra. „Samstarf ráðherra og ráðuneytisstjóra er eðli málsins samkvæmt mjög náið, það þarf að vera mikil og góð samvinna og þar er traust lykilatriði. Starf okkar ráðuneytisstjóra er meðal annars að framfylgja pólitískri sýn og þeim áherslum sem hver og einn ráðherra hefur og tryggja að hún nái fram að ganga og almennt að ráðherranum farnist vel í sínu embætti ,“ segir Sigríður. Þekkingin helst hjá starfsfólki Sigríður er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Þegar að hún hóf störf í ráðuneytinu var Guðmundur Bjarnason ráðherra. Sigríður gegndi embætti skrifstofustjóra frá árinu 2003, á skrifstofu laga og upplýsingamála, skrifstofu laga og stjórnsýslu og á skrifstofu umhverfis og skipulags. Hún var staðgengill ráðuneytisstjóra í sjö ár, þar til hún var settur ráðuneytisstjóri 2014. Sigríður var síðan skipuð ráðuneytisstjóri árið 2015 eins og áður sagði. Sigríður segir verkefni ráðuneytisins mjög umfangsmikil og fjölbreytt. Auk áherslumála og framfylgd verkefna ráðherra, eru meðal annars teknar ákvarðanir í ýmsum málum sem varða borgarana, fyrirtæki og hagsmunaaðila og eru ráðuneytin þannig að þjóna mörgum aðilum. Þá eru samskipti við Alþingi mikil og unnið að frumvörpum sem síðan eru lögð fram á Alþingi. Sigríður segir að það sem gerir starf ráðuneytisins einna helst frábrugðið starfsemi fyrirtækja í þjónustu vera að starfsemi ráðuneytanna er lögbundin, meðal annars með stjórnsýslulögum og lögum um Stjórnarráð Íslands, en þessi lög veita stjórnsýslunni aðhald og gera kröfu um öguð vinnubrögð. Þá starfi ráðuneyti undir eftirliti aðila eins og Umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar. Um fimmtíu starfsmenn vinna í dag í ráðuneytinu sem hefur stækkað með aukinni áherslu á loftslagsmál. „Hér starfar frábær hópur starfsmanna enda segi ég alltaf að ég geri aldrei neitt ein. Mikil samvinna er á milli starfsfólks og við reynum að styðja hvert annað sem best. Starfið er í senn skemmtilegt en krefjandi og verandi stjórnandi í ráðuneyti þá skiptir gott skipulag og forgangsröðun miklu máli til að hlutirnir gangi upp, sem og að vera viðbúin því sem koma skal.“ Sigríður segir fagleg verkefni ráðuneyta ólík en að verkefnin séu hins vegar eðlislík. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllu því fólki sem hefur tekið að sér ráðherraembætti. Þetta er mjög mikil vinna og ráðherra þarf að setja sig inn í mjög mörg mál og verkefni sem unnið er að þegar hann tekur við, til viðbótar við það að svara fyrir ráðuneytið í fjölmiðlum og annars staðar. Það er eðlilegt að það taki hvern ráðherra ákveðinn tíma áður en viðkomandi getur farið að fylgja eftir sínum áherslum. Fjögur ár, er ekki langur tími til alls þessa,“ segir Sigríður. „Það er því engin tilviljun að óskastaða okkar embættismannana er að ríkistjórnir starfi út allt kjörtímabilið því allt tekur þetta tíma,“ segir Sigríður og brosir. Það er líka mikilvægt að góð þekking sé til staðar í stjórnsýslunni á hverjum tíma. „Í raun má segja að þekking og reynsla starfsfólks skapi ákveðinn stöðugleika innan stjórnsýslunnar. Því þekking starfsfólksins helst áfram þótt breyting verði á ríkisstjórn eða ríkisstjórnarskipti.“ Sigríður segir miklu skipta að ráðherra og ráðuneytisstjóri vinni náið og vel saman, sú teymisvinna þurfi að vera öflug og dýnamísk. Hún líkir sambandi þessara tveggja stundum við hjónaband þar sem traust, virðing og væntumþykja ríkir. Þá segir hún að þrátt fyrir formlegheitin sem fylgi starfinu og stjórnsýslunni, skipti húmor og léttleiki líka miklu máli til að skapa góðan vinnustað.Vísir/Vilhelm Ráðgjafahlutverkið Ekki er hægt að ræða við ráðuneytisstjóra um starfið án þess að spyrja um þær sögusagnir sem lengi hafa heyrst, um að embættismannakerfið sé orðið svo valdamikið að oft eigi ráðherrar jafnvel erfitt með að fylgja eftir sínum málum. Sigríður er þessu alls ekki sammála. „Mögulega er þetta gömul mýta vegna þess að fólk þekkir ef til vill ekki starfið sem fer fram í ráðuneytum. Ég er þessu ekki sammála. Ráðuneytisstjóranum ber að fylgja eftir áherslum og sýn hvers ráðherra, það er hreinlega okkar hlutverk. Hann vinnur að þessu verkefni með starfsfólki ráðuneytisins. Hér skiptir gott samtal og traust mestu máli til að tryggja sem best að málum sé fylgt eftir og árangur náist.“ Þá segir Sigríður mögulegt að einhver misskilningur sé um það hvað felist í ráðgjafar- og leiðbeiningahlutverki sem starfsmönnum ráðuneyta ber að sinna gagnvart ráðherra, en þeim ber lögum samkvæmt að veita ráðherra réttar upplýsingar og ráðgjöf sem byggist á staðreyndum og faglegu mati á valkostum þannig að hann geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og stefnumótun. „Eitt af því sem þarf því að gæta við afgreiðslu mála er að öll sjónarmið komi fram og að jafnræði og skilvirkni sé gætt.“ Sigríður segir starf ráðuneytisstjórans almennt kalla á að vera með marga bolta á lofti í einu og að leita leiða til að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið. „Þess vegna skiptir stjórnarsáttmálinn svo miklu máli því hann tilgreinir hver helstu markmiðin ríkisstjórnar eru hverju sinni. Til þess að þetta takist sem best, þarf ráðuneytisstjórinn að búa yfir þekkingu og reynslu, hafa góða yfirsýn yfir verkefnin en fyrst og fremst að hafa gott starfsfólk.“ Sambandið oft eins og hálfgert hjónaband Eins og áður segir, er Sigríður afar spennt fyrir þeim áskorunum sem fylgja breytingunum í Stjórnarráðinu. Í hennar ráðuneyti eru orkumálin og menningarminjar að bætast við og því fylgi margvísleg verkefni. Ekki síst verkefni sem felast í því að greina stöðuna og ná utan um allar upplýsingar og verkefni. „Það er mjög þýðingarmikið að unnið sé saman að orkumálum og loftlagsmálum, því heilmiklir möguleikar að skapast við að þessir málaflokkar séu að fara saman. Ekki síst vegna þess að orkuskiptin skipta svo miklu máli í loftlagsmálum,“ segir Sigríður og bætir við: „Loftlagsmálin er vaxandi málaflokkur sem gengur þvert á allt Stjórnarráðið og samfélagið. Ég myndi segja að þau séu gott dæmi um hversu mikilvægt það er fyrir stjórnsýsluna að starfa þverfaglega saman og ég tel mikinn vilja til þess, enda varðar málið öll ráðuneyti.“ Sigríður viðurkennir að auðvitað séu regluleg ráðherraskipti svolítið sérstakt umhverfi að starfa í. Ég líki stundum sambandi ráðherra og ráðuneytisstjóra við hjónaband, þar sem traust, virðing og væntumþykja ríkir. Því það skiptir svo miklu máli að ráðherra og ráðuneytisstjóri vinni náið og vel saman. Samvinna ráðherra og ráðuneytisstjóra er teymisvinna og hún þarf að vera öflug og dýnamísk. Að þurfa síðan að kveðja einn ráðherra og taka á móti nýjum getur verið sérstök tilfinning. Í raun sambland af eftirvæntingu fyrir komandi tímum en líka söknuði yfir þeim tíma sem var.“ Sem dæmi nefnir Sigríður ráðherraskiptin sem voru nýlega. „Við Guðmundur Ingi, minn fyrrum ráðherra vorum búin að finna okkar takt. Nú er Guðlaugur Þór að koma nýr inn með mikla og góða reynslu úr stjórnmálum og stjórnkerfinu og að setja sig inn í viðamikinn málaflokk. Því hafa síðustu dagar og vikur að miklu leyti farið í fundi þar sem við erum að fara yfir öll helstu mál og verkefniráðuneytisins.“ Sigríður segir starfsfólk ráðuneytisins þó þekkja þessi tímamót vel. „Embættiskerfið þekkir þetta og þegar að nýr ráðherra kemur, tökum við vel á móti honum og vöndum okkur við að hlusta á hans áherslur og sjónarmið. Sömuleiðis fær ráðherra upplýsingar frá starfsfólkinu en til þess að ná sem bestum árangri er mikilvægt að við hlustum vel á hvort annað og setjum okkur vel inn í öll mál,“ segir Sigríður. „Á þessum tímamótum fer ákveðinn tími í það að við erum að kynnast ráðherranum og hann að kynnast okkur. Mín reynsla er sú að hreinskilni og heiðarleiki skilar alltaf mestu.“ Á þessu ári vann starfsfólk ráðuneytisins saman að samskiptasáttmála sem Sigríður segist afar stolt af. Þennan sáttmála má sjá á öllum hæðum ráðuneytisins en meginstoðir hans eru viðhorf, orðræða og endurgjöf. Með samskiptasáttmálanum mótaði starfsfólk sameiginleg gildi fyrir samvinnu og samskipti innan vinnustaðarins. Að skapa góðan vinnustað Þá má ekki gleyma því að verkefni ráðuneytisins felast líka í uppbyggingu þess sem vinnustaðar. Þar segist Sigríður sérstaklega stolt af samskiptasáttmála ráðuneytisins sem starfsfólk hefur unnið að í sameiningu á þessu ári. Hann má nú sjá prýða veggi á öllum hæðum ráðuneytisins. Í sáttmálanum eru þrjár meginstoðir sem standa fyrir gildi ráðuneytisins í samvinnu og samskiptum starfsfólks. Þessar stoðir eru; viðhorf, orðræða og endurgjöf. Sem dæmi um áherslur eru setningar úr sáttmálanum eins og: „Jákvæðni og lausnarmiðuð nálgun“ „Við sjáum áskoranir og verkefni en ekki vandamál“ „Það fá allir áheyrn á fundum“ „Við fögnum hugmyndum og lausnum“ Sigríður segir ánægju starfsfólks ráðuneytisins í starfi hafa mælst mjög vel síðustu árin og að hópurinn sem þar starfi sé meðvitaður um að vilja skapa framúrskarandi góðan vinnustað. Þá segir hún að þrátt fyrir formlegheitin sem fylgi starfinu og stjórnsýslunni, sé léttleikinn líka mikilvægur. Guðmundur Ingi og Guðlaugur Þór eru til dæmis mjög ólíkir og koma úr sitt hvorri áttinni í pólitík. En þeir eru báðir miklir húmoristar og það er eitt af því sem skiptir ótrúlega miklu máli á góðum vinnustað.“ Starfsframi Stjórnun Góðu ráðin Stjórnsýsla Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Fjölga starfsfólki: „Við lærum hvort af öðru“ Það getur margt jákvætt áunnist með auknum fjölbreytileika og fjölmenningu á vinnustöðum. 8. desember 2021 07:00 Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf. „Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. 29. nóvember 2021 07:01 Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00 „Við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er“ „Sífelld vinna við það að laga veikleika skilar okkur engu nema við verðu í besta falli meðalgóð,“ segir Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli. 4. nóvember 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Það eru mjög spennandi tímar framundan í Stjórnarráðinu, ráðuneytum hefur verið fjölgað og umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á verkefnum margra ráðuneyta og þau færð til annara ráðuneyta í tengslum við myndun nýrrar ríkisstjórnar í lok nóvember. Ég hlakka mjög mikið til að takast á við þær áskoranir sem þessum breytingum fylgja. En í breytingum felast alltaf mikil tækifæri og ég er sannfærð um að nýir og ferskir vindar munu blása í Stjórnarráðinu,“ segir Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í ráðuneyti sem fær heitið umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. Sigríður segir að eflaust muni það taka ráðuneytin tíma að móta sig að nýju og aðlagast breyttu fyrirkomulagi. „En ég held að þetta snúist að miklu leyti um að nálgast verkefnið með jákvæðum hætti.“ Sigríður Auður Arnardóttir var skipuð ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu árið 2015 en hún hafði áður starfað þar sem skrifstofustjóri. Ráðuneytisstjóri hefur það hlutverk að stýra starfi ráðuneytisins undir yfirstjórn ráðherra og í dag fáum við að heyra aðeins um það, í hverju þetta starf felst. Ráðuneytið og ráðherrar Umhverfisráðuneytið var stofnað þann 23. febrúar árið 1990. Fyrir þann tíma höfðu málefni umhverfis og náttúru heyrt undir ólík ráðuneyti. Þegar að umhverfisráðuneytið var stofnað, hafði umræðan um stofnun þess staðið yfir í mörg ár. Fyrsta frumvarpið sem fól í sér tillögu um stofnun þess var til dæmis lagt fram á Alþingi árið 1978. Næstu árin á eftir voru flestar ríkisstjórnir með málið á stefnuskránni. En það var þó ekki fyrr en árið 1989 sem skriður komst á málið en þá skipaði Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, nefnd undir forystu Jóns Sveinssonar, aðstoðarmanns ráðherra, til að semja frumvarp um stofnun sjálfstæðs umhverfisráðuneytis, sem síðar varð að veruleika. Ráðherrar ráðuneytisins hafa verið sextán talsins, sá fyrsti var Júlíus Sólnes. Nýverið tók Guðlaugur Þór Þórðarson við lyklavöldum ráðuneytisins af Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Af þeim sextán ráðherrum sem skipaðir hafa verið umhverfisráðherrar, hefur Sigríður starfað með þrettán þeirra. „Samstarf ráðherra og ráðuneytisstjóra er eðli málsins samkvæmt mjög náið, það þarf að vera mikil og góð samvinna og þar er traust lykilatriði. Starf okkar ráðuneytisstjóra er meðal annars að framfylgja pólitískri sýn og þeim áherslum sem hver og einn ráðherra hefur og tryggja að hún nái fram að ganga og almennt að ráðherranum farnist vel í sínu embætti ,“ segir Sigríður. Þekkingin helst hjá starfsfólki Sigríður er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Þegar að hún hóf störf í ráðuneytinu var Guðmundur Bjarnason ráðherra. Sigríður gegndi embætti skrifstofustjóra frá árinu 2003, á skrifstofu laga og upplýsingamála, skrifstofu laga og stjórnsýslu og á skrifstofu umhverfis og skipulags. Hún var staðgengill ráðuneytisstjóra í sjö ár, þar til hún var settur ráðuneytisstjóri 2014. Sigríður var síðan skipuð ráðuneytisstjóri árið 2015 eins og áður sagði. Sigríður segir verkefni ráðuneytisins mjög umfangsmikil og fjölbreytt. Auk áherslumála og framfylgd verkefna ráðherra, eru meðal annars teknar ákvarðanir í ýmsum málum sem varða borgarana, fyrirtæki og hagsmunaaðila og eru ráðuneytin þannig að þjóna mörgum aðilum. Þá eru samskipti við Alþingi mikil og unnið að frumvörpum sem síðan eru lögð fram á Alþingi. Sigríður segir að það sem gerir starf ráðuneytisins einna helst frábrugðið starfsemi fyrirtækja í þjónustu vera að starfsemi ráðuneytanna er lögbundin, meðal annars með stjórnsýslulögum og lögum um Stjórnarráð Íslands, en þessi lög veita stjórnsýslunni aðhald og gera kröfu um öguð vinnubrögð. Þá starfi ráðuneyti undir eftirliti aðila eins og Umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar. Um fimmtíu starfsmenn vinna í dag í ráðuneytinu sem hefur stækkað með aukinni áherslu á loftslagsmál. „Hér starfar frábær hópur starfsmanna enda segi ég alltaf að ég geri aldrei neitt ein. Mikil samvinna er á milli starfsfólks og við reynum að styðja hvert annað sem best. Starfið er í senn skemmtilegt en krefjandi og verandi stjórnandi í ráðuneyti þá skiptir gott skipulag og forgangsröðun miklu máli til að hlutirnir gangi upp, sem og að vera viðbúin því sem koma skal.“ Sigríður segir fagleg verkefni ráðuneyta ólík en að verkefnin séu hins vegar eðlislík. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllu því fólki sem hefur tekið að sér ráðherraembætti. Þetta er mjög mikil vinna og ráðherra þarf að setja sig inn í mjög mörg mál og verkefni sem unnið er að þegar hann tekur við, til viðbótar við það að svara fyrir ráðuneytið í fjölmiðlum og annars staðar. Það er eðlilegt að það taki hvern ráðherra ákveðinn tíma áður en viðkomandi getur farið að fylgja eftir sínum áherslum. Fjögur ár, er ekki langur tími til alls þessa,“ segir Sigríður. „Það er því engin tilviljun að óskastaða okkar embættismannana er að ríkistjórnir starfi út allt kjörtímabilið því allt tekur þetta tíma,“ segir Sigríður og brosir. Það er líka mikilvægt að góð þekking sé til staðar í stjórnsýslunni á hverjum tíma. „Í raun má segja að þekking og reynsla starfsfólks skapi ákveðinn stöðugleika innan stjórnsýslunnar. Því þekking starfsfólksins helst áfram þótt breyting verði á ríkisstjórn eða ríkisstjórnarskipti.“ Sigríður segir miklu skipta að ráðherra og ráðuneytisstjóri vinni náið og vel saman, sú teymisvinna þurfi að vera öflug og dýnamísk. Hún líkir sambandi þessara tveggja stundum við hjónaband þar sem traust, virðing og væntumþykja ríkir. Þá segir hún að þrátt fyrir formlegheitin sem fylgi starfinu og stjórnsýslunni, skipti húmor og léttleiki líka miklu máli til að skapa góðan vinnustað.Vísir/Vilhelm Ráðgjafahlutverkið Ekki er hægt að ræða við ráðuneytisstjóra um starfið án þess að spyrja um þær sögusagnir sem lengi hafa heyrst, um að embættismannakerfið sé orðið svo valdamikið að oft eigi ráðherrar jafnvel erfitt með að fylgja eftir sínum málum. Sigríður er þessu alls ekki sammála. „Mögulega er þetta gömul mýta vegna þess að fólk þekkir ef til vill ekki starfið sem fer fram í ráðuneytum. Ég er þessu ekki sammála. Ráðuneytisstjóranum ber að fylgja eftir áherslum og sýn hvers ráðherra, það er hreinlega okkar hlutverk. Hann vinnur að þessu verkefni með starfsfólki ráðuneytisins. Hér skiptir gott samtal og traust mestu máli til að tryggja sem best að málum sé fylgt eftir og árangur náist.“ Þá segir Sigríður mögulegt að einhver misskilningur sé um það hvað felist í ráðgjafar- og leiðbeiningahlutverki sem starfsmönnum ráðuneyta ber að sinna gagnvart ráðherra, en þeim ber lögum samkvæmt að veita ráðherra réttar upplýsingar og ráðgjöf sem byggist á staðreyndum og faglegu mati á valkostum þannig að hann geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og stefnumótun. „Eitt af því sem þarf því að gæta við afgreiðslu mála er að öll sjónarmið komi fram og að jafnræði og skilvirkni sé gætt.“ Sigríður segir starf ráðuneytisstjórans almennt kalla á að vera með marga bolta á lofti í einu og að leita leiða til að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið. „Þess vegna skiptir stjórnarsáttmálinn svo miklu máli því hann tilgreinir hver helstu markmiðin ríkisstjórnar eru hverju sinni. Til þess að þetta takist sem best, þarf ráðuneytisstjórinn að búa yfir þekkingu og reynslu, hafa góða yfirsýn yfir verkefnin en fyrst og fremst að hafa gott starfsfólk.“ Sambandið oft eins og hálfgert hjónaband Eins og áður segir, er Sigríður afar spennt fyrir þeim áskorunum sem fylgja breytingunum í Stjórnarráðinu. Í hennar ráðuneyti eru orkumálin og menningarminjar að bætast við og því fylgi margvísleg verkefni. Ekki síst verkefni sem felast í því að greina stöðuna og ná utan um allar upplýsingar og verkefni. „Það er mjög þýðingarmikið að unnið sé saman að orkumálum og loftlagsmálum, því heilmiklir möguleikar að skapast við að þessir málaflokkar séu að fara saman. Ekki síst vegna þess að orkuskiptin skipta svo miklu máli í loftlagsmálum,“ segir Sigríður og bætir við: „Loftlagsmálin er vaxandi málaflokkur sem gengur þvert á allt Stjórnarráðið og samfélagið. Ég myndi segja að þau séu gott dæmi um hversu mikilvægt það er fyrir stjórnsýsluna að starfa þverfaglega saman og ég tel mikinn vilja til þess, enda varðar málið öll ráðuneyti.“ Sigríður viðurkennir að auðvitað séu regluleg ráðherraskipti svolítið sérstakt umhverfi að starfa í. Ég líki stundum sambandi ráðherra og ráðuneytisstjóra við hjónaband, þar sem traust, virðing og væntumþykja ríkir. Því það skiptir svo miklu máli að ráðherra og ráðuneytisstjóri vinni náið og vel saman. Samvinna ráðherra og ráðuneytisstjóra er teymisvinna og hún þarf að vera öflug og dýnamísk. Að þurfa síðan að kveðja einn ráðherra og taka á móti nýjum getur verið sérstök tilfinning. Í raun sambland af eftirvæntingu fyrir komandi tímum en líka söknuði yfir þeim tíma sem var.“ Sem dæmi nefnir Sigríður ráðherraskiptin sem voru nýlega. „Við Guðmundur Ingi, minn fyrrum ráðherra vorum búin að finna okkar takt. Nú er Guðlaugur Þór að koma nýr inn með mikla og góða reynslu úr stjórnmálum og stjórnkerfinu og að setja sig inn í viðamikinn málaflokk. Því hafa síðustu dagar og vikur að miklu leyti farið í fundi þar sem við erum að fara yfir öll helstu mál og verkefniráðuneytisins.“ Sigríður segir starfsfólk ráðuneytisins þó þekkja þessi tímamót vel. „Embættiskerfið þekkir þetta og þegar að nýr ráðherra kemur, tökum við vel á móti honum og vöndum okkur við að hlusta á hans áherslur og sjónarmið. Sömuleiðis fær ráðherra upplýsingar frá starfsfólkinu en til þess að ná sem bestum árangri er mikilvægt að við hlustum vel á hvort annað og setjum okkur vel inn í öll mál,“ segir Sigríður. „Á þessum tímamótum fer ákveðinn tími í það að við erum að kynnast ráðherranum og hann að kynnast okkur. Mín reynsla er sú að hreinskilni og heiðarleiki skilar alltaf mestu.“ Á þessu ári vann starfsfólk ráðuneytisins saman að samskiptasáttmála sem Sigríður segist afar stolt af. Þennan sáttmála má sjá á öllum hæðum ráðuneytisins en meginstoðir hans eru viðhorf, orðræða og endurgjöf. Með samskiptasáttmálanum mótaði starfsfólk sameiginleg gildi fyrir samvinnu og samskipti innan vinnustaðarins. Að skapa góðan vinnustað Þá má ekki gleyma því að verkefni ráðuneytisins felast líka í uppbyggingu þess sem vinnustaðar. Þar segist Sigríður sérstaklega stolt af samskiptasáttmála ráðuneytisins sem starfsfólk hefur unnið að í sameiningu á þessu ári. Hann má nú sjá prýða veggi á öllum hæðum ráðuneytisins. Í sáttmálanum eru þrjár meginstoðir sem standa fyrir gildi ráðuneytisins í samvinnu og samskiptum starfsfólks. Þessar stoðir eru; viðhorf, orðræða og endurgjöf. Sem dæmi um áherslur eru setningar úr sáttmálanum eins og: „Jákvæðni og lausnarmiðuð nálgun“ „Við sjáum áskoranir og verkefni en ekki vandamál“ „Það fá allir áheyrn á fundum“ „Við fögnum hugmyndum og lausnum“ Sigríður segir ánægju starfsfólks ráðuneytisins í starfi hafa mælst mjög vel síðustu árin og að hópurinn sem þar starfi sé meðvitaður um að vilja skapa framúrskarandi góðan vinnustað. Þá segir hún að þrátt fyrir formlegheitin sem fylgi starfinu og stjórnsýslunni, sé léttleikinn líka mikilvægur. Guðmundur Ingi og Guðlaugur Þór eru til dæmis mjög ólíkir og koma úr sitt hvorri áttinni í pólitík. En þeir eru báðir miklir húmoristar og það er eitt af því sem skiptir ótrúlega miklu máli á góðum vinnustað.“
Starfsframi Stjórnun Góðu ráðin Stjórnsýsla Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Fjölga starfsfólki: „Við lærum hvort af öðru“ Það getur margt jákvætt áunnist með auknum fjölbreytileika og fjölmenningu á vinnustöðum. 8. desember 2021 07:00 Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf. „Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. 29. nóvember 2021 07:01 Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00 „Við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er“ „Sífelld vinna við það að laga veikleika skilar okkur engu nema við verðu í besta falli meðalgóð,“ segir Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli. 4. nóvember 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01
Fjölga starfsfólki: „Við lærum hvort af öðru“ Það getur margt jákvætt áunnist með auknum fjölbreytileika og fjölmenningu á vinnustöðum. 8. desember 2021 07:00
Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf. „Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. 29. nóvember 2021 07:01
Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00
„Við miðum allt við meðalmanninn en ekki okkur með ofurkraftana sem ADHD er“ „Sífelld vinna við það að laga veikleika skilar okkur engu nema við verðu í besta falli meðalgóð,“ segir Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri Athygli. 4. nóvember 2021 07:01