Að hætta með sóttkví og einangrun hefði alvarlegar afleiðingar Snorri Másson skrifar 27. desember 2021 12:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki sérstaklega til skoðunar að herða aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ótímabært að hrósa happi yfir því að omíkron-afbrigðið hafi enn ekki skilað sér í auknum innlögnum á Landspítala. Næstu dagar skipta sköpum. 664 greindust með veiruna innanlands í gær. Fjórtán liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í gær. Enn eru fimm á gjörgæslu og þrír eru á öndunarvél. Hluti þeirra sem er að leggjast inn eru delta-sjúklingar. „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ertu að hugsa um að leggja til hertari aðgerðir? „Það er ekkert endilega á borðinu en auðvitað er það alltaf eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, hafa frá því á föstudag hvorki þurft að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Slakað hefur verið verulega á aðgerðum þar í landi eftir innreið omíkron-afbrigðisins. Hér á Íslandi stendur ekki til að slá sóttkví og einangrun út af borðinu. „Tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu eru akkúrat þau að menn geri það ekki heldur haldi áfram og það er enginn á Norðurlöndunum sem gerir það. Ef við gerðum það væru við bara að bara að bjóða heim miklu hraðari og meiri útbreiðslu þá með alvarlegri afleiðingum,“ segir Þórólfur. Einangrunin var lengd í tíu daga fyrir alla fyrir skemmstu. Er það vegna raunverulegra vísbendinga um að fólk sé að smita eftir sjö dagana eða er það vegna þess að kerfið hefur ekki undan við að koma þeim boðum til fólks á réttum tíma að það losni úr sóttkví? „Þegar menn voru í sjö daga vorum við að sjá smit eftir sjö dagana hjá fólki sem var í einangrun og losnaði. Það var líka oft mjög óljóst hvort fólk hefði einkenni eða ekki einkenni. Þetta var mjög erfitt í framkvæmd að meta þetta þannig enda er það þannig að það eru flestir sem mæla með tíu dögum í einangrun,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Fjórtán liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í gær. Enn eru fimm á gjörgæslu og þrír eru á öndunarvél. Hluti þeirra sem er að leggjast inn eru delta-sjúklingar. „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ertu að hugsa um að leggja til hertari aðgerðir? „Það er ekkert endilega á borðinu en auðvitað er það alltaf eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, hafa frá því á föstudag hvorki þurft að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Slakað hefur verið verulega á aðgerðum þar í landi eftir innreið omíkron-afbrigðisins. Hér á Íslandi stendur ekki til að slá sóttkví og einangrun út af borðinu. „Tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu eru akkúrat þau að menn geri það ekki heldur haldi áfram og það er enginn á Norðurlöndunum sem gerir það. Ef við gerðum það væru við bara að bara að bjóða heim miklu hraðari og meiri útbreiðslu þá með alvarlegri afleiðingum,“ segir Þórólfur. Einangrunin var lengd í tíu daga fyrir alla fyrir skemmstu. Er það vegna raunverulegra vísbendinga um að fólk sé að smita eftir sjö dagana eða er það vegna þess að kerfið hefur ekki undan við að koma þeim boðum til fólks á réttum tíma að það losni úr sóttkví? „Þegar menn voru í sjö daga vorum við að sjá smit eftir sjö dagana hjá fólki sem var í einangrun og losnaði. Það var líka oft mjög óljóst hvort fólk hefði einkenni eða ekki einkenni. Þetta var mjög erfitt í framkvæmd að meta þetta þannig enda er það þannig að það eru flestir sem mæla með tíu dögum í einangrun,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira