Að hætta með sóttkví og einangrun hefði alvarlegar afleiðingar Snorri Másson skrifar 27. desember 2021 12:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki sérstaklega til skoðunar að herða aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ótímabært að hrósa happi yfir því að omíkron-afbrigðið hafi enn ekki skilað sér í auknum innlögnum á Landspítala. Næstu dagar skipta sköpum. 664 greindust með veiruna innanlands í gær. Fjórtán liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í gær. Enn eru fimm á gjörgæslu og þrír eru á öndunarvél. Hluti þeirra sem er að leggjast inn eru delta-sjúklingar. „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ertu að hugsa um að leggja til hertari aðgerðir? „Það er ekkert endilega á borðinu en auðvitað er það alltaf eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, hafa frá því á föstudag hvorki þurft að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Slakað hefur verið verulega á aðgerðum þar í landi eftir innreið omíkron-afbrigðisins. Hér á Íslandi stendur ekki til að slá sóttkví og einangrun út af borðinu. „Tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu eru akkúrat þau að menn geri það ekki heldur haldi áfram og það er enginn á Norðurlöndunum sem gerir það. Ef við gerðum það væru við bara að bara að bjóða heim miklu hraðari og meiri útbreiðslu þá með alvarlegri afleiðingum,“ segir Þórólfur. Einangrunin var lengd í tíu daga fyrir alla fyrir skemmstu. Er það vegna raunverulegra vísbendinga um að fólk sé að smita eftir sjö dagana eða er það vegna þess að kerfið hefur ekki undan við að koma þeim boðum til fólks á réttum tíma að það losni úr sóttkví? „Þegar menn voru í sjö daga vorum við að sjá smit eftir sjö dagana hjá fólki sem var í einangrun og losnaði. Það var líka oft mjög óljóst hvort fólk hefði einkenni eða ekki einkenni. Þetta var mjög erfitt í framkvæmd að meta þetta þannig enda er það þannig að það eru flestir sem mæla með tíu dögum í einangrun,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fjórtán liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í gær. Enn eru fimm á gjörgæslu og þrír eru á öndunarvél. Hluti þeirra sem er að leggjast inn eru delta-sjúklingar. „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ertu að hugsa um að leggja til hertari aðgerðir? „Það er ekkert endilega á borðinu en auðvitað er það alltaf eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, hafa frá því á föstudag hvorki þurft að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Slakað hefur verið verulega á aðgerðum þar í landi eftir innreið omíkron-afbrigðisins. Hér á Íslandi stendur ekki til að slá sóttkví og einangrun út af borðinu. „Tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu eru akkúrat þau að menn geri það ekki heldur haldi áfram og það er enginn á Norðurlöndunum sem gerir það. Ef við gerðum það væru við bara að bara að bjóða heim miklu hraðari og meiri útbreiðslu þá með alvarlegri afleiðingum,“ segir Þórólfur. Einangrunin var lengd í tíu daga fyrir alla fyrir skemmstu. Er það vegna raunverulegra vísbendinga um að fólk sé að smita eftir sjö dagana eða er það vegna þess að kerfið hefur ekki undan við að koma þeim boðum til fólks á réttum tíma að það losni úr sóttkví? „Þegar menn voru í sjö daga vorum við að sjá smit eftir sjö dagana hjá fólki sem var í einangrun og losnaði. Það var líka oft mjög óljóst hvort fólk hefði einkenni eða ekki einkenni. Þetta var mjög erfitt í framkvæmd að meta þetta þannig enda er það þannig að það eru flestir sem mæla með tíu dögum í einangrun,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira