Innlögnum ekki að fjölga Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 11:39 Fjórir eru í öndunarvél vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Innlögnum er ekki farið að fjölga á Landspítala þrátt fyrir gífurlega útbreiðslu omíkron-afbrigðisins. Um 1400 manns hafa greinst með veiruna á síðustu þremur dögum en talið er að jákvæðum niðurstöðum fjölgi á næstu virku dögum. Hvert metið er slegið á fætur öðru í fjölda þeirra sem greinast með veiruna þessa dagana. Sérlega löng röð var í sýnatöku í morgun þar sem fólk þurfti að bíða í vel á annan tíma eftir að komast í PCR-próf. 463 greindust í gær með veiruna á jóladag, en ekki er gefið upp af hve mörgum sýnum. Um 8.600 manns eru í einangrun eða sóttkví, um 2,5 prósent þjóðarinnar. Álagið á Landspítala er þó á þessari stundu viðráðanlegt. „En ef að líkum lætur myndum við fara að sjá frá þessum degi og fram næstu viku mikla aukningu í innlögnum ef okkar reynsla verður sú sama og erlendis. En það hefur ekki raungerst enn þá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.Vísir/Sigurjón Um 100 starfsmenn á spítalanum eru í einangrun eða sóttkví, sem þyngir róðurinn töluvert að sögn Más. 10 liggja á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og þar af eru fimm á gjörgæslu. Allir á gjörgæslu eru í öndunarvél, nema einn. „Við erum með skilgreind fjórtán, fimmtán gjörgæslupláss og fimm þeirra eru tekin af þessu. Þannig að það eru mestu þyngslin og bítur mest í. En svo er það bara óvissan um það hvað verður mikil þörf fyrir innlagnir að öðru leyti,“ segir Már. Nú eru ýmsar raddir í samfélaginu, sem eru að segja, nú eru jól hérna, við erum í takmörkunum þegar það er ekkert raunverulegt neyðarástand svo að segja, við ættum að aflétta þessu öllu, fyrir þig sem ert þarna inni, hvað myndir þú segja við slíku? „Ég held að það væri óráðlegt að aflétta þessu öllu strax. Það er fólk sem hefur unnið baki brotnu núna yfir jól, til þess að samborgarar geti þó allavega notið heilbrigðis. Þannig að ég held að það væri mjög misráðið, því þá myndi þetta væntanlega fara algerlega óheft um og það er held ég bara enn of stór biti fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Hvert metið er slegið á fætur öðru í fjölda þeirra sem greinast með veiruna þessa dagana. Sérlega löng röð var í sýnatöku í morgun þar sem fólk þurfti að bíða í vel á annan tíma eftir að komast í PCR-próf. 463 greindust í gær með veiruna á jóladag, en ekki er gefið upp af hve mörgum sýnum. Um 8.600 manns eru í einangrun eða sóttkví, um 2,5 prósent þjóðarinnar. Álagið á Landspítala er þó á þessari stundu viðráðanlegt. „En ef að líkum lætur myndum við fara að sjá frá þessum degi og fram næstu viku mikla aukningu í innlögnum ef okkar reynsla verður sú sama og erlendis. En það hefur ekki raungerst enn þá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.Vísir/Sigurjón Um 100 starfsmenn á spítalanum eru í einangrun eða sóttkví, sem þyngir róðurinn töluvert að sögn Más. 10 liggja á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og þar af eru fimm á gjörgæslu. Allir á gjörgæslu eru í öndunarvél, nema einn. „Við erum með skilgreind fjórtán, fimmtán gjörgæslupláss og fimm þeirra eru tekin af þessu. Þannig að það eru mestu þyngslin og bítur mest í. En svo er það bara óvissan um það hvað verður mikil þörf fyrir innlagnir að öðru leyti,“ segir Már. Nú eru ýmsar raddir í samfélaginu, sem eru að segja, nú eru jól hérna, við erum í takmörkunum þegar það er ekkert raunverulegt neyðarástand svo að segja, við ættum að aflétta þessu öllu, fyrir þig sem ert þarna inni, hvað myndir þú segja við slíku? „Ég held að það væri óráðlegt að aflétta þessu öllu strax. Það er fólk sem hefur unnið baki brotnu núna yfir jól, til þess að samborgarar geti þó allavega notið heilbrigðis. Þannig að ég held að það væri mjög misráðið, því þá myndi þetta væntanlega fara algerlega óheft um og það er held ég bara enn of stór biti fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira