„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2021 11:56 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. Þríeykið sneri aftur á skjái landsmanna á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma yfir stöðuna vegna Covid-19, en metfjöldi smita greindist í gær. Omíkron-afbrigðið er að taka yfir. Alma fór yfir sviðið hvað varðar Landspítalann og sagði hún að tölur frá Danmörku gæfu til kynna að veikindi vegna omíkron væru minni, og innlagningarhlutfall á heilbrigðisstofnanir þar í landi væru lægri, sem stendur. Allar legudeildir nema Covid-legudeildin fullar, og vel það Álagið á Landspítalann væri hins vegar mikið sem ekki væri hægt að kenna Covid eingöngu um. „Allar legudeildir nema Covid-legudeildin eru fullar og vel það. Mikið hefur verið að gera á gjörgæsludeildunum síðustu vikurnar þrátt fyrir að álag af völdum Covid verið viðráðanlegt. Þá hefur staðan á bráðamóttökunni verið óásættanleg til lengri tíma,“ sagði Alma. Ýmislegt hafi verið gert til að bæta stöðuna, verið væri að fjölga legurýmum og hjúkrunarrýmum svo dæmmi séu tekin. Engu að síður væri staðan þung á Landspítalanum. „Þessi þunga staða á Landspítalanum er uppi þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. Þess vegna höfum við áhyggjur af þessari stóru bylgju af omíkron-smitum. Ef smitin verða mörg má búast við auknum fjölda innlagna,“ sagði Alma. Verið væri að leita allra leiða til að undirbúa kerfið undir slíka stöðu. Þar væri lykilatriði að styrkja Covid-göngudeildina, meðal annars með sjálfvirknivæðingu til að létta á álagi á starfsfólki. Þá væri verið að skoða aukna aðkomu annarra heilbrigðisstofnaa við að taka við sjúklingum frá Landspítalanum. Alma var einnig spurð út í mönnunarstöðu Landspítalans, í ljósi mikillar fjölgunar þeirra sem greinst hafa með Covid-19 að undanförnu. „Auðvitað þegar samfélagslegt smit er svona útbreitt þá kemur það niður á starfsfólki Landspítalans eins og annars staðar. Núna eru tæplega 40 í einangrun af starfsfólkinu og eitthvað álíka í sóttkví en gæti átt eftir að fjölga,“ sagði Alma. „Mönnunin er Akkilesar-hællinn. Þess vegna er verið að leita allra leiða til að létta álagi af Landspítalanum til að sjálfvirknivæða vinnuna á Covid-göngudeildinna. Síðan kemur til álita að flytja sjúklinga annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58 Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Þríeykið sneri aftur á skjái landsmanna á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma yfir stöðuna vegna Covid-19, en metfjöldi smita greindist í gær. Omíkron-afbrigðið er að taka yfir. Alma fór yfir sviðið hvað varðar Landspítalann og sagði hún að tölur frá Danmörku gæfu til kynna að veikindi vegna omíkron væru minni, og innlagningarhlutfall á heilbrigðisstofnanir þar í landi væru lægri, sem stendur. Allar legudeildir nema Covid-legudeildin fullar, og vel það Álagið á Landspítalann væri hins vegar mikið sem ekki væri hægt að kenna Covid eingöngu um. „Allar legudeildir nema Covid-legudeildin eru fullar og vel það. Mikið hefur verið að gera á gjörgæsludeildunum síðustu vikurnar þrátt fyrir að álag af völdum Covid verið viðráðanlegt. Þá hefur staðan á bráðamóttökunni verið óásættanleg til lengri tíma,“ sagði Alma. Ýmislegt hafi verið gert til að bæta stöðuna, verið væri að fjölga legurýmum og hjúkrunarrýmum svo dæmmi séu tekin. Engu að síður væri staðan þung á Landspítalanum. „Þessi þunga staða á Landspítalanum er uppi þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. Þess vegna höfum við áhyggjur af þessari stóru bylgju af omíkron-smitum. Ef smitin verða mörg má búast við auknum fjölda innlagna,“ sagði Alma. Verið væri að leita allra leiða til að undirbúa kerfið undir slíka stöðu. Þar væri lykilatriði að styrkja Covid-göngudeildina, meðal annars með sjálfvirknivæðingu til að létta á álagi á starfsfólki. Þá væri verið að skoða aukna aðkomu annarra heilbrigðisstofnaa við að taka við sjúklingum frá Landspítalanum. Alma var einnig spurð út í mönnunarstöðu Landspítalans, í ljósi mikillar fjölgunar þeirra sem greinst hafa með Covid-19 að undanförnu. „Auðvitað þegar samfélagslegt smit er svona útbreitt þá kemur það niður á starfsfólki Landspítalans eins og annars staðar. Núna eru tæplega 40 í einangrun af starfsfólkinu og eitthvað álíka í sóttkví en gæti átt eftir að fjölga,“ sagði Alma. „Mönnunin er Akkilesar-hællinn. Þess vegna er verið að leita allra leiða til að létta álagi af Landspítalanum til að sjálfvirknivæða vinnuna á Covid-göngudeildinna. Síðan kemur til álita að flytja sjúklinga annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58 Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27
443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58
Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01