„Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. desember 2021 10:01 Jóhann K. Jóhannsson fyrrum fréttamaður á Stöð 2 söðlaði heldur betur um á árinu sem er að líða, því þá réði hann sig sem slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. Hann segir lífið fyrir norðan einstaklega ljúft. Fleiri gæðastundir með fjölskyldunni og umhverfið svo fallegt að alla daga upplifir hann það eins og fallegt málverk að horfa á út um gluggann. Vísir/Vilhelm Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. Jóhann mælir með því að fólk prófi að búa úti á landi. Hann segir rekstrarkostnaðinn lægri fyrir heimilið á Siglufirði í samanburði við höfuðborgarsvæðið og gæðastundirnar mun fleiri. Jóhann hvetur fólk til að huga að eldvörnum yfir hátíðirnar. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan er alltaf stillt á 07:25. Konan mín hefur barist fyrir því að ég sleppi því um helgar. Ég get ekki sagt að ég sé sá fyrsti á fætur þegar klukkan hringir.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það er yfirleitt þannig að fjölskyldan er að mæta í vinnu og skóla á sama tíma þannig að það er að koma yngsta syninum í föt og svo förum við öll saman af stað út í daginn. Fyrsti morgunkaffibollinn er yfirleitt ekki tekinn fyrr en maður hittir vinnufélaga og samstarfsmenn.“ Að fara úr fréttamennsku, flytja út á land og koma sér fyrir á Siglufirði: Hvernig myndir þú lýsa því að flytja úr borginni og út á land? „Það var mikil breyting að færa sig úr borginni og út á land. Það var hins vegar lítið sem kom okkur hjónunum á óvart því við höfum gert þetta áður. Það er ofboðslega gott að komast aðeins út úr hraðanum í borginni og gera eitthvað nýtt. Það eru mikil lífsgæði sem fylgja því að búa á landsbyggðinni. Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri. Það kemur til vegna þess að fjarlægðir innanbæjar eru svo miklu minni heldur en í borginni. Það er stutt heim úr vinnunni, það er stutt í leikskólann og það er stutt í búðina og svo framvegis. Í Reykjavík er umferðinn orðin svo þung öllu jafna og mikill tími sem fer í að ferðast á milli staða. Með því að hafa flutt út á land erum við búin að umbreyta þessum tíma í gæðastundir. Við sjáum líka mun í veskinu. Til að mynda er húsnæðiskostnaður er lægri og það skilar sér. Ég hvet alla sem eru að pæla að bara prófa að búa á landsbyggðinni. Staðsetningin sem við fjölskyldan völdum okkur er einstök. Fjallabyggð er ótrúlega fallegur staður. Þar höfum við Ólafsfjörð, Héðinsfjörð og Siglufjörð og hver fjörður hefur sína einstöku ásýnd. Samfélagið tók ótrúlega vel á móti okkur og við fjölskyldan erum búin að koma okkur fyrir á Siglufirði. Við erum umvafin einum fegursta fjallasal í heimi, „Siglfirsku ölpunum“ og maður er með nýtt málverk fyrir utan gluggann hjá sér á hverjum einasta degi. Jafnvel oft á dag. Það merkilega við það að hafa flutt úr borginni og norður er að við höfum, ef eitthvað er, hitt fólkið okkar, meira frá því við komum hingað. Það er að segja stundirnar eru lengri og skemmtilegri. Fjölskyldan og vinir hafa frá því í sumar verið dugleg að koma til okkar.“ Jóhann segir mikinn mun á því að búa á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi og mælir með því að fólk prófi að flytjast á landsbyggðina. Þessa dagana er mikið að gera hjá slökkviliðsstjóranum enda verið að brýna fyrir fólki að huga að eldvörnum yfir hátíðirnar. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Síðustu mánuði og vikur frá því ég tók við starfi slökkviliðsstjóra í Fjallabyggð hafa verkefnin snúið að endurskipulagningu og stefnumótun. Það hefur gengið vel. Þetta er ábyrgðarmikið og mikilvægt starf, að halda úti virku slökkviliði og vinna að eldvarnareftirliti í sveitarfélaginu. Líkt og annarsstaðar hefur Covid-19 haft mikil áhrif á starfið og starfsemina eins og maður á að venjast. Síðustu dagar hafa farið í forvarnarstarf; Jólin eru fram undan og eldvarnir heimilisins eru ofarlega á baugi. Það er að gera fólki grein fyrir þeim hættum sem eru á heimilum en þar hefur eldhætta breyst og aukist á fáum árum með tilkomu til dæmis fleiri rafmagnstækja. Nú hvetjum við fólk til þess að hafa reykskynjara í hverju rými á heimili ekki bara í eldhúsi, stofu og þvottahúsi. Slökkvitæki við útganga og flóttaleiðir og eldvarnarteppi í eldhúsinu. Í desember heimsótti slökkviliðið þriðja bekk grunnskólans í Fjallabyggð og kynnti fyrir börnunum eldvarnir heimilisins. Börnin hafa svo farið heim með skilaboðin og haldið foreldrum sínum við efnið um hvað þurfi að vera í lagi fyrir jólin. Þetta forvarnarstarf er unnið í góðri samvinnu við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Brunabótafélag Íslands og aðra slökkviliðsstjóra í landinu. Forvarnarstarfið breytist svo á milli jóla og nýárs. Þá snúum við okkur að því að hvetja til varkárni og aðgæslu í kringum flugelda og brennur. Upplýsingamiðlun er einn mikilvægasti þátturinn í þessu starfi sem öðrum. Með því að halda úti virkri upplýsingamiðlun, eins og í okkar starfi, eykur þú öryggistilfinningu íbúa og gesta í sveitarfélaginu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er mjög skipulagður að eðlisfari. Hugsa alla hluti í lausnum. Ég held dagbók um verkefnin og þannig næ ég yfirsýn yfir það sem ég er að gera og þarf að gera. Starf slökkviliðsstjóra í hlutastarfandi liði er margþætt. Undirbúningur fyrir að slökkvilið sé tilbúið í útkall hvar og hvenær sem er, skipulag og undirbúningur fyrir og vegna æfinga slökkviliðsmanna. Umsjón með öllum tækjabúnaði og að hann sé klár í öll verkefni. Það er eldvarnareftirlit í fyrirtæki og stofnanir og slökkvitækjaþjónusta. Samskipti við íbúa, stjórnsýsluna og pólitíkina. Þetta er svona brot af því sem felst í starfinu.„ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Alltof seint að allra mati. Hins vegar finnst mér tíminn þegar liðið er á kvöldið oft góður til þess að setjast niður og njóta þess að vera til. Hvort sem það sé á spjalli við eiginkonuna, horfa á góða mynd eða vinna í tölvunni.“ Kaffispjallið Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01 Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00 Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01 Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Jóhann mælir með því að fólk prófi að búa úti á landi. Hann segir rekstrarkostnaðinn lægri fyrir heimilið á Siglufirði í samanburði við höfuðborgarsvæðið og gæðastundirnar mun fleiri. Jóhann hvetur fólk til að huga að eldvörnum yfir hátíðirnar. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan er alltaf stillt á 07:25. Konan mín hefur barist fyrir því að ég sleppi því um helgar. Ég get ekki sagt að ég sé sá fyrsti á fætur þegar klukkan hringir.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það er yfirleitt þannig að fjölskyldan er að mæta í vinnu og skóla á sama tíma þannig að það er að koma yngsta syninum í föt og svo förum við öll saman af stað út í daginn. Fyrsti morgunkaffibollinn er yfirleitt ekki tekinn fyrr en maður hittir vinnufélaga og samstarfsmenn.“ Að fara úr fréttamennsku, flytja út á land og koma sér fyrir á Siglufirði: Hvernig myndir þú lýsa því að flytja úr borginni og út á land? „Það var mikil breyting að færa sig úr borginni og út á land. Það var hins vegar lítið sem kom okkur hjónunum á óvart því við höfum gert þetta áður. Það er ofboðslega gott að komast aðeins út úr hraðanum í borginni og gera eitthvað nýtt. Það eru mikil lífsgæði sem fylgja því að búa á landsbyggðinni. Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri. Það kemur til vegna þess að fjarlægðir innanbæjar eru svo miklu minni heldur en í borginni. Það er stutt heim úr vinnunni, það er stutt í leikskólann og það er stutt í búðina og svo framvegis. Í Reykjavík er umferðinn orðin svo þung öllu jafna og mikill tími sem fer í að ferðast á milli staða. Með því að hafa flutt út á land erum við búin að umbreyta þessum tíma í gæðastundir. Við sjáum líka mun í veskinu. Til að mynda er húsnæðiskostnaður er lægri og það skilar sér. Ég hvet alla sem eru að pæla að bara prófa að búa á landsbyggðinni. Staðsetningin sem við fjölskyldan völdum okkur er einstök. Fjallabyggð er ótrúlega fallegur staður. Þar höfum við Ólafsfjörð, Héðinsfjörð og Siglufjörð og hver fjörður hefur sína einstöku ásýnd. Samfélagið tók ótrúlega vel á móti okkur og við fjölskyldan erum búin að koma okkur fyrir á Siglufirði. Við erum umvafin einum fegursta fjallasal í heimi, „Siglfirsku ölpunum“ og maður er með nýtt málverk fyrir utan gluggann hjá sér á hverjum einasta degi. Jafnvel oft á dag. Það merkilega við það að hafa flutt úr borginni og norður er að við höfum, ef eitthvað er, hitt fólkið okkar, meira frá því við komum hingað. Það er að segja stundirnar eru lengri og skemmtilegri. Fjölskyldan og vinir hafa frá því í sumar verið dugleg að koma til okkar.“ Jóhann segir mikinn mun á því að búa á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi og mælir með því að fólk prófi að flytjast á landsbyggðina. Þessa dagana er mikið að gera hjá slökkviliðsstjóranum enda verið að brýna fyrir fólki að huga að eldvörnum yfir hátíðirnar. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Síðustu mánuði og vikur frá því ég tók við starfi slökkviliðsstjóra í Fjallabyggð hafa verkefnin snúið að endurskipulagningu og stefnumótun. Það hefur gengið vel. Þetta er ábyrgðarmikið og mikilvægt starf, að halda úti virku slökkviliði og vinna að eldvarnareftirliti í sveitarfélaginu. Líkt og annarsstaðar hefur Covid-19 haft mikil áhrif á starfið og starfsemina eins og maður á að venjast. Síðustu dagar hafa farið í forvarnarstarf; Jólin eru fram undan og eldvarnir heimilisins eru ofarlega á baugi. Það er að gera fólki grein fyrir þeim hættum sem eru á heimilum en þar hefur eldhætta breyst og aukist á fáum árum með tilkomu til dæmis fleiri rafmagnstækja. Nú hvetjum við fólk til þess að hafa reykskynjara í hverju rými á heimili ekki bara í eldhúsi, stofu og þvottahúsi. Slökkvitæki við útganga og flóttaleiðir og eldvarnarteppi í eldhúsinu. Í desember heimsótti slökkviliðið þriðja bekk grunnskólans í Fjallabyggð og kynnti fyrir börnunum eldvarnir heimilisins. Börnin hafa svo farið heim með skilaboðin og haldið foreldrum sínum við efnið um hvað þurfi að vera í lagi fyrir jólin. Þetta forvarnarstarf er unnið í góðri samvinnu við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Brunabótafélag Íslands og aðra slökkviliðsstjóra í landinu. Forvarnarstarfið breytist svo á milli jóla og nýárs. Þá snúum við okkur að því að hvetja til varkárni og aðgæslu í kringum flugelda og brennur. Upplýsingamiðlun er einn mikilvægasti þátturinn í þessu starfi sem öðrum. Með því að halda úti virkri upplýsingamiðlun, eins og í okkar starfi, eykur þú öryggistilfinningu íbúa og gesta í sveitarfélaginu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er mjög skipulagður að eðlisfari. Hugsa alla hluti í lausnum. Ég held dagbók um verkefnin og þannig næ ég yfirsýn yfir það sem ég er að gera og þarf að gera. Starf slökkviliðsstjóra í hlutastarfandi liði er margþætt. Undirbúningur fyrir að slökkvilið sé tilbúið í útkall hvar og hvenær sem er, skipulag og undirbúningur fyrir og vegna æfinga slökkviliðsmanna. Umsjón með öllum tækjabúnaði og að hann sé klár í öll verkefni. Það er eldvarnareftirlit í fyrirtæki og stofnanir og slökkvitækjaþjónusta. Samskipti við íbúa, stjórnsýsluna og pólitíkina. Þetta er svona brot af því sem felst í starfinu.„ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Alltof seint að allra mati. Hins vegar finnst mér tíminn þegar liðið er á kvöldið oft góður til þess að setjast niður og njóta þess að vera til. Hvort sem það sé á spjalli við eiginkonuna, horfa á góða mynd eða vinna í tölvunni.“
Kaffispjallið Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01 Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00 Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01 Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01
Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01
Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00
Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01
Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00