Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þar segir að áfram verði fylgst náið með þróun veikleikans og mögulegum áhrifum. Rekstraraðilar bregðist við nýjum upplýsingum eftir því sem þær berast og miðað við tilefni.
Allir ómissandi innviðir og þjónusta starfa eðlilega og eru ekki skert eða takmörkuð á þessum tímapunkti. Ekkert atvik hefur verið tilkynnt þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleika.