Túristarnir borða heima hjá íslenskum fjölskyldum Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. desember 2021 07:00 Helga Kristín Friðjónsdóttir stofnaði ferðaráðgjafaþjónustuna Iceland Unwrapped í Hollandi árið 2015 og hefur síðan þá þjónustað um 1500 erlenda ferðamenn sem vilja upplifa Ísland á annan hátt en þekktast er í ferðum og þá ekki síst líka að kynnast Íslendingum. Það gera ferðamenn til dæmis með því að borða heima hjá íslenskum fjölskyldum eða hitta Íslendinga og hlusta saman á tónlist. Vísir/Vilhelm Helga Kristín Friðjónsdóttir var með heimþrá til Íslands þegar að hún fékk hugmynd að fyrirtæki sem hún hefur starfrækt frá árinu 2015 og er að auka við sig. „Ég flutti til Delft í Hollandi frá Danmörku árið 2014 vegna vinnu mannsins míns og ákvað að stofna sameiginlegt „work space“ með fjölþjóðlegum hópi magnaðra kvenna. Við vorum allar að skoða hvernig við gætum haft áhrif, nýtt menntun og fyrri störf í nýju landi og ég var með mikla heimþrá til Íslands á þessum tímapunkti,“ segir Helga Kristín Friðjónsdóttir stofnandi Iceland Unwrapped. „Eftir að hafa setið námskeið sem heitir Career in your suitcase, þar sem áhersla var lögð á að skapa sér atvinnutækifæri sem hægt væri að færa á milli landa, fékk ég hugmyndina að Iceland Unwrapped.“ Iceland Unwrappred er sérsniðin ferðaráðgjafaþjónusta fyrir fólk sem sækir Ísland heim. Helga Kristín, sem alltaf er kölluð Helga Stína, stofnaði fyrirtækið sitt í Hollandi árið 2015 og hefur síðan þá skipulagt ferðir til Íslands fyrir um 1500 manns. Ævintýraþráin jókst eftir ár í Brasilíu Helga Stína er fædd árið 1972 og alin upp í Reykjavík. Hún hefur búið í Danmörku, Austurríki, Portúgal og Hollandi. „Ég fór sem skiptinemi þegar ég var 17 ára til Brasilíu og eftir það var ekki aftur snúið með ævintýraþránna.“ Helga Stína er gift Mike Klein samskiptaráðgjafa frá Chicago. Þau bjuggu í Hollandi en fluttu til Íslands haustið 2020 vegna heimsfaraldurs. Þá hafði Helga Stína verið búsett erlendis í sextán ár samfleytt en samtals hefur hún búið erlendis í nítján ár. Helga Stína starfaði lengi hjá ÍTR, lauk kennaraprófi, prófi í verkefnastjórnun og Meistaragráðu í Alþjóðafræðum frá Háskólanum í Hróaskeldu í Danmörku. Helga segir störfin hafa verið mörg og ólík í gegnum tíðina þar sem hún hefur unnið að markaðssetningu, starfað sem farastjóri, verið verkefnastjóri markaðsmála hjá banka í Danmörku, kennt íslensku sem annað tungumál, starfað sem túlkur í portúgölsku og dönsku og fleira. Dining with Icelanders er vinsæl þjónusta hjá ferðaráðgjafaþjónustunni Iceland Unwrapped en í dag taka rúmlega tuttugu íslensk heimili á móti erlendum ferðamönnum í matarboð. Helga Stína segir að gestgjafarnir séu þá líka hópur fólks sem hafi áhuga á að kynnast og tengjast erlendum ferðamönnum og sjálf vandar hún sig við að reyna að tengja saman fólk sem er líklegt til að passa vel saman. Fylgdist með ferðum fræga fólksins til Íslands Helga Stína segir þjónustu Iceland Unwrapped byggja á að ferðalangar sem hingað komi, tengist betur landinu. Því markmiði nær Helga Stína með því að tengja ferðamennina betur við fólk á Íslandi og með skemmtilegri dagskrá á Íslandi þar sem áhersla er lögð á upplifun og að hægja á og njóta, frekar en að þeysast með rútu hringinn í kringum landið. Ísland er pakkinn fallegi sem ég er að opna fyrir ferðamenn. Þannig kom nafnið til. Ég hafði verið að fylgjast með frægu fólki sem hafði farið í ferðir til Íslands sem voru einstakar og datt í hug að bjóða upp á svoleiðis nálgun fyrir hinn almenna borgara líka.“ Hugmyndin um að tengja ferðamenn betur við fólk á Íslandi kom síðan til þegar Helga Stína hitti tvo Bandaríkjamenn í Hollandi sem sögðust hafa ferðast fjórum sinnum til Íslands. En aldrei kynnst Íslendingum. „Þá datt mér í hug að finna leið til að tengja fólk við Íslendinga í gegnum mat og upplifun. Dining with the Icelanders og Tunes in the afternoon hafa þróast í kjölfarið.“ Helga Stína segir þjónustuna líka gefandi starf fyrir sig því það að vinna með verktökum, leiðsögumönnum og öllum þeim sem að ferðaþjónustunni á Íslandi komi sé hreinlega frábært. Sjálf leggur hún áherslu á að kynnast þeim sem taka á móti ferðalöngum á Íslandi og efla persónuleg tengsl og áhuga fólks á hvort öðru. Hún segir íslenska nýsköpun í ferðaþjónustunni líka smitandi kraft. „Litlu fyrirtækin og sú orka sem býr í frumkvöðlum er smitandi og eitthvað sem ég legg mikla áherslu á að styrkja og kynna fyrir ferðamönnum. Það skiptir mig miklu máli að fólk upplifi það sem tengir það saman frekar en það sem aðskilur. Að auki get blandað saman áhuga mínum á fólki, fjölmenningu og ferðalögum sem er frábært og veitir mikinn innblástur,“ segir Helga Stína. Borða heima hjá íslenskum fjölskyldum og hlusta á tónlist Ferðaráðgjafaþjónusta sem þessi hefur löngum verið þekkt erlendis og án efa kannast ýmsir Íslendingar við að hafa fengið leiðsögn eða keypt ferðapakka til framandi staða, í gegnum erlenda ferðaráðgjafaþjónustu. En hvað einkennir þá viðskiptavini sem leita til Helgu Stínu og vilja ferðast til Íslands? Hópur fólks sem hefur samband við mig og er að leita eftir því að upplifa Ísland á öðruvísi hátt, ekki tikka í boxið upplifa Ísland heldur vill kynnast landi og þjóð á einstakan hátt. Sumt af þessu fólki hefur oft á tíðum ferðast víða eða búið erlendis og langar að kynnast Íslendingum og fá öðruvísi upplifun en allir aðrir.“ Hún segir þó annan viðskiptavinahóp einnig vera fyrirtæki og stofnanir, háskóla og sérhæfða hópa sem vilja tengjast íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. „Þessi hópur vill tengjast öðrum hópum á Íslandi til að skiptast á hugmyndum, fræðast og hugsanlega þróa verkefni í sameiningu, Auk þess vill þessi hópur kynnast Íslendingum, menningu og siðum og það býð ég upp á í gegnum þjónustuliðina Dining with the Icelanders eða Tunes in the afternoon, sem eru tónleikar heima í stofu. Þessa þjónustu hef ég þróað í samstarfi við dásamlegt fólk og nú er hægt að borða heima hjá rúmlega tuttugu fjölskyldum og einstaklingum út um allt land og eins hægt að njóta tónlistar með flottu tónlistarfólki.“ Þá segir Helga Stína að auðvitað gildi það einnig um þær fjölskyldur sem bjóða í mat í Dining with the Icelanders að það er fólk sem nýtur þess að fá gestina til sín og tengjast. Áherslan hennar sé líka sú að tengja fólk saman í þessum boðum, sem er líklegt til að passa vel saman. Helga Stína segir marga vilja koma aftur og aftur. Oft gerist það að upplifunin sé svo skemmtileg að það vilji strax skipuleggja ferð að ári. Mesta áskorunin að hennar mati felist oft í að ferðamennirnir vilja upplifa Ísland og gera sem mest á skemmstum tíma, á meðan hún er sjálf að reyna að fá fólk til að slaka meira á og njóta. Undirbúningstími ferðanna er mikilvægur og þar leggur Helga Stína áherslu á að kynnast ferðamönnunum vel fyrir komu þeirra. Þess vegna fer oft tími í að spjalla á Zoom eða Skype, lesa í óskir þeirra og skipuleggja síðan fer sem endurspeglar væntingarnar. Það hvað fólk sækist í er síðan afar misjafnt. Allt frá jöklaferðum og jeppaferðum yfir í göngur, matarferðir, græna orku eða að kynnast íslensku frumkvöðlastarfi. Tunes in the afternoon er þjónusta sem Iceland Unwrappred býður upp á og gengur út á það að erlendir ferðamenn hitta Íslendinga heima fyrir og hlusta á tónlist saman. Er að opna pakka í fleiri löndum Þar sem Helga Stína bjó í Delft í Hollandi í sex ár, endurskapaði hún sambærilega þjónustu fyrir ferðamenn sem vilja heimsækja Delft; Delft Unwrapped. Þótt þessir áfangastaðir séu ólíkir, er rauði þráður þjónustunnar sá sami; Að tengja fólk saman og skapa ferð sem er öðruvísi en aðrar ferðir, með tengingu við menningu og þjóð. „Til Delft hafa komið skólar, kórar og þjóðdansahópur svo eitthvað sé nefnt og tengst samskonar hópum í Delft. Fólk vill tengjast öðrum, fá innblástur og njóta lífsins á fallegum stað,“ segir Helga Stína. En hvernig markaðssetur þú þjónustuna þína? „Ég nota samfélagsmiðla og LinkedIn og persónulegt tengslanet. Meira að segja Íslendingar í útlöndum hafa sent á mig kúnna í stað þess að gefa ferðaráð sjálf. Núorðið er það orðið algengt að fólk sem hefur nýtt sér þjónustuna áður bendi öðrum á og það eru auðvitað bestu meðmælin fyrir mig.“ Þá hefur Helga Stína tekið þátt í nokkrum ferðaráðstefnum erlendis og staðið fyrir kynningarfundum. „Ég hef verið sýnileg á ráðstefnum um málefni Norðurslóða og er þátttakandi í tengslaneti fólks sem vinnur að nýsköpun á Norðurslóðum. Maður þekkir mann er það sem er svo mikilvægt í þessu og maðurinn minn sem er algjör snillingur í að vinna með tengslanet hefur verið mjög hjálplegur í að styðja mig í þessu.“ Helga Stína segir lykilatriði í þjónustu sem þessari alltaf það að veita persónulega þjónustu og tryggja að ferðirnar verði öðruvísi en aðrar. „Fólk sem er vant því að ferðast og hefur áhuga á að fá það besta út úr heimsókninni,“ segir Helga Stína og bætir við: „Það sem ég býð upp á er upp á skipulag ferða og svo þjónustu þegar fólk er á Íslandi ef spurningar vakna eða ef eitthvað kemur uppá, veður breytist til hins verra eða annað slíkt, Hugmyndin er að fólk sem er á Íslandi eða í Delft þurfi ekki að eyða dýrmætum tíma sínum í að breyta ferð þegar eitthvað kemur uppá heldur sé ég um að græja það þannig að fólk geti notið áfram.“ Helga Stína stefnir á að útfæra „Unwrapped“ hugmyndina til fleiri landa. Ítalía og Portúgal eru þar efst á blaði. Helga Stína hefur búið víða erlendis í um nítján ár en er staðsett á Íslandi í dag í kjölfar Covid. Hún stækkaði við sig og opnaði Delft Unwrapped ferðaráðgjafaþjónustu fyrir ferðamenn sem vilja heimsækja Delft í Hollandi þar sem hún bjó í sex ár en stefnir líka á fleiri lönd. Portúgal og Ítalía eru þar efst á blaði.Vísir/Vilhelm Áhrif Covid Covid faraldurinn hefur hins vegar verið hinn stóri skellur og ferðaþjónustan víðast hvar legið í dvala. Það var einmitt vegna Covid sem þau hjónin ákváðu að flytjast til Íslands, á meðan ferðaþjónustan væri í dvala. Úr fyrra sambandi á Helga Stína 14 ára son sem heitir Gabríel Noor. „Okkur langaði til að tengjast fjölskyldu og vinum betur og prófa að búa á Íslandi með unglinginn okkar. Ég fékk tilboð um að kenna og vera teymisstjóri i innleiðingu á nýrri stefnu í Hafnarfirði og við ákváðum að kýla á það. Ég hef verið að kenna og sinna fyrirtækinu samhliða síðan við komum heim.“ Samhliða þessum verkefnum hefur Helga Stína þjónustað viðskiptavini ferðaráðgjafarinnar fyrir bæði Íslandsheimsóknir og til Delft. En tíminn undanfarið hefur líka verið nýttur til að þróa og prófa nýjar hugmyndir. Til dæmis hugmyndir sem henta sérstaklega vel í heimsfaraldri. „Ég er að þróa hugmynd í samstarfi við eigendur lúxus sumarhúsa í kringum landið þar sem hugmyndin að njóta og slaka á er í hávegum höfð. Í Covid er mun meiri eftirspurn eftir svoleiðis lausnum þar sem fólk vill vera meira sér,“ segir Helga Stína. Þótt það hafi ekki verið planað fyrir Covid að flytja til Íslands, finnst Helgu Stínu frábært að vera heima á þessum tíma. „Það er frábært að geta unnið þetta núna hér á Íslandi í meiri tengingu við samstarfsaðila, náttúruna og fólkið sitt.“ Helga Stína segir áhuga erlendra ferðamanna á að heimsækja Ísland mjög mikinn. Og það þrátt fyrir Covid og sóttvarnarreglur. Eftirspurnin er mikil núna á að koma til Íslands og nýta sér þá þjónustu sem ég býð upp á. Ég bý að því núna að geta valið mér kúnna sem ég get aðstoðað sem best og sem geta fengið sem mest út úr þessari nálgun. Það eru forréttindi.“ Þá segir hún mikla ábyrgð fylgja því að þjónusta ferðamenn á tímum heimsfaraldurs. „Ég legg mikinn metnað í að aðstoða fólk við að fylgjast með breytingum vegna Covid sem er mikilvægt nú á tímum vegna ástands sem getir haft áhrif á ferðir fólks, vegna takmarkana eða breytingum á Covid prófunum eða reglum um sóttkví. Maður þarf að vera meira á tánum vegna þessa og gefa réttar upplýsingar til kúnnana. Það er mikilvæg ábyrgð.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslendingar erlendis Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Karlarnir kvörtuðu en vilja helst vera með konunum en ekki einir „Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í yfir tuttugu ár en fyrir tæpum tíu árum fórum við að bjóða upp á kvennahelgar sem slógu svo rækilega í gegn,“ segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir eigandi hótels Ísafjarðar. 13. desember 2021 07:01 Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid. 6. desember 2021 07:00 Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00 „Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01 „What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Ég flutti til Delft í Hollandi frá Danmörku árið 2014 vegna vinnu mannsins míns og ákvað að stofna sameiginlegt „work space“ með fjölþjóðlegum hópi magnaðra kvenna. Við vorum allar að skoða hvernig við gætum haft áhrif, nýtt menntun og fyrri störf í nýju landi og ég var með mikla heimþrá til Íslands á þessum tímapunkti,“ segir Helga Kristín Friðjónsdóttir stofnandi Iceland Unwrapped. „Eftir að hafa setið námskeið sem heitir Career in your suitcase, þar sem áhersla var lögð á að skapa sér atvinnutækifæri sem hægt væri að færa á milli landa, fékk ég hugmyndina að Iceland Unwrapped.“ Iceland Unwrappred er sérsniðin ferðaráðgjafaþjónusta fyrir fólk sem sækir Ísland heim. Helga Kristín, sem alltaf er kölluð Helga Stína, stofnaði fyrirtækið sitt í Hollandi árið 2015 og hefur síðan þá skipulagt ferðir til Íslands fyrir um 1500 manns. Ævintýraþráin jókst eftir ár í Brasilíu Helga Stína er fædd árið 1972 og alin upp í Reykjavík. Hún hefur búið í Danmörku, Austurríki, Portúgal og Hollandi. „Ég fór sem skiptinemi þegar ég var 17 ára til Brasilíu og eftir það var ekki aftur snúið með ævintýraþránna.“ Helga Stína er gift Mike Klein samskiptaráðgjafa frá Chicago. Þau bjuggu í Hollandi en fluttu til Íslands haustið 2020 vegna heimsfaraldurs. Þá hafði Helga Stína verið búsett erlendis í sextán ár samfleytt en samtals hefur hún búið erlendis í nítján ár. Helga Stína starfaði lengi hjá ÍTR, lauk kennaraprófi, prófi í verkefnastjórnun og Meistaragráðu í Alþjóðafræðum frá Háskólanum í Hróaskeldu í Danmörku. Helga segir störfin hafa verið mörg og ólík í gegnum tíðina þar sem hún hefur unnið að markaðssetningu, starfað sem farastjóri, verið verkefnastjóri markaðsmála hjá banka í Danmörku, kennt íslensku sem annað tungumál, starfað sem túlkur í portúgölsku og dönsku og fleira. Dining with Icelanders er vinsæl þjónusta hjá ferðaráðgjafaþjónustunni Iceland Unwrapped en í dag taka rúmlega tuttugu íslensk heimili á móti erlendum ferðamönnum í matarboð. Helga Stína segir að gestgjafarnir séu þá líka hópur fólks sem hafi áhuga á að kynnast og tengjast erlendum ferðamönnum og sjálf vandar hún sig við að reyna að tengja saman fólk sem er líklegt til að passa vel saman. Fylgdist með ferðum fræga fólksins til Íslands Helga Stína segir þjónustu Iceland Unwrapped byggja á að ferðalangar sem hingað komi, tengist betur landinu. Því markmiði nær Helga Stína með því að tengja ferðamennina betur við fólk á Íslandi og með skemmtilegri dagskrá á Íslandi þar sem áhersla er lögð á upplifun og að hægja á og njóta, frekar en að þeysast með rútu hringinn í kringum landið. Ísland er pakkinn fallegi sem ég er að opna fyrir ferðamenn. Þannig kom nafnið til. Ég hafði verið að fylgjast með frægu fólki sem hafði farið í ferðir til Íslands sem voru einstakar og datt í hug að bjóða upp á svoleiðis nálgun fyrir hinn almenna borgara líka.“ Hugmyndin um að tengja ferðamenn betur við fólk á Íslandi kom síðan til þegar Helga Stína hitti tvo Bandaríkjamenn í Hollandi sem sögðust hafa ferðast fjórum sinnum til Íslands. En aldrei kynnst Íslendingum. „Þá datt mér í hug að finna leið til að tengja fólk við Íslendinga í gegnum mat og upplifun. Dining with the Icelanders og Tunes in the afternoon hafa þróast í kjölfarið.“ Helga Stína segir þjónustuna líka gefandi starf fyrir sig því það að vinna með verktökum, leiðsögumönnum og öllum þeim sem að ferðaþjónustunni á Íslandi komi sé hreinlega frábært. Sjálf leggur hún áherslu á að kynnast þeim sem taka á móti ferðalöngum á Íslandi og efla persónuleg tengsl og áhuga fólks á hvort öðru. Hún segir íslenska nýsköpun í ferðaþjónustunni líka smitandi kraft. „Litlu fyrirtækin og sú orka sem býr í frumkvöðlum er smitandi og eitthvað sem ég legg mikla áherslu á að styrkja og kynna fyrir ferðamönnum. Það skiptir mig miklu máli að fólk upplifi það sem tengir það saman frekar en það sem aðskilur. Að auki get blandað saman áhuga mínum á fólki, fjölmenningu og ferðalögum sem er frábært og veitir mikinn innblástur,“ segir Helga Stína. Borða heima hjá íslenskum fjölskyldum og hlusta á tónlist Ferðaráðgjafaþjónusta sem þessi hefur löngum verið þekkt erlendis og án efa kannast ýmsir Íslendingar við að hafa fengið leiðsögn eða keypt ferðapakka til framandi staða, í gegnum erlenda ferðaráðgjafaþjónustu. En hvað einkennir þá viðskiptavini sem leita til Helgu Stínu og vilja ferðast til Íslands? Hópur fólks sem hefur samband við mig og er að leita eftir því að upplifa Ísland á öðruvísi hátt, ekki tikka í boxið upplifa Ísland heldur vill kynnast landi og þjóð á einstakan hátt. Sumt af þessu fólki hefur oft á tíðum ferðast víða eða búið erlendis og langar að kynnast Íslendingum og fá öðruvísi upplifun en allir aðrir.“ Hún segir þó annan viðskiptavinahóp einnig vera fyrirtæki og stofnanir, háskóla og sérhæfða hópa sem vilja tengjast íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. „Þessi hópur vill tengjast öðrum hópum á Íslandi til að skiptast á hugmyndum, fræðast og hugsanlega þróa verkefni í sameiningu, Auk þess vill þessi hópur kynnast Íslendingum, menningu og siðum og það býð ég upp á í gegnum þjónustuliðina Dining with the Icelanders eða Tunes in the afternoon, sem eru tónleikar heima í stofu. Þessa þjónustu hef ég þróað í samstarfi við dásamlegt fólk og nú er hægt að borða heima hjá rúmlega tuttugu fjölskyldum og einstaklingum út um allt land og eins hægt að njóta tónlistar með flottu tónlistarfólki.“ Þá segir Helga Stína að auðvitað gildi það einnig um þær fjölskyldur sem bjóða í mat í Dining with the Icelanders að það er fólk sem nýtur þess að fá gestina til sín og tengjast. Áherslan hennar sé líka sú að tengja fólk saman í þessum boðum, sem er líklegt til að passa vel saman. Helga Stína segir marga vilja koma aftur og aftur. Oft gerist það að upplifunin sé svo skemmtileg að það vilji strax skipuleggja ferð að ári. Mesta áskorunin að hennar mati felist oft í að ferðamennirnir vilja upplifa Ísland og gera sem mest á skemmstum tíma, á meðan hún er sjálf að reyna að fá fólk til að slaka meira á og njóta. Undirbúningstími ferðanna er mikilvægur og þar leggur Helga Stína áherslu á að kynnast ferðamönnunum vel fyrir komu þeirra. Þess vegna fer oft tími í að spjalla á Zoom eða Skype, lesa í óskir þeirra og skipuleggja síðan fer sem endurspeglar væntingarnar. Það hvað fólk sækist í er síðan afar misjafnt. Allt frá jöklaferðum og jeppaferðum yfir í göngur, matarferðir, græna orku eða að kynnast íslensku frumkvöðlastarfi. Tunes in the afternoon er þjónusta sem Iceland Unwrappred býður upp á og gengur út á það að erlendir ferðamenn hitta Íslendinga heima fyrir og hlusta á tónlist saman. Er að opna pakka í fleiri löndum Þar sem Helga Stína bjó í Delft í Hollandi í sex ár, endurskapaði hún sambærilega þjónustu fyrir ferðamenn sem vilja heimsækja Delft; Delft Unwrapped. Þótt þessir áfangastaðir séu ólíkir, er rauði þráður þjónustunnar sá sami; Að tengja fólk saman og skapa ferð sem er öðruvísi en aðrar ferðir, með tengingu við menningu og þjóð. „Til Delft hafa komið skólar, kórar og þjóðdansahópur svo eitthvað sé nefnt og tengst samskonar hópum í Delft. Fólk vill tengjast öðrum, fá innblástur og njóta lífsins á fallegum stað,“ segir Helga Stína. En hvernig markaðssetur þú þjónustuna þína? „Ég nota samfélagsmiðla og LinkedIn og persónulegt tengslanet. Meira að segja Íslendingar í útlöndum hafa sent á mig kúnna í stað þess að gefa ferðaráð sjálf. Núorðið er það orðið algengt að fólk sem hefur nýtt sér þjónustuna áður bendi öðrum á og það eru auðvitað bestu meðmælin fyrir mig.“ Þá hefur Helga Stína tekið þátt í nokkrum ferðaráðstefnum erlendis og staðið fyrir kynningarfundum. „Ég hef verið sýnileg á ráðstefnum um málefni Norðurslóða og er þátttakandi í tengslaneti fólks sem vinnur að nýsköpun á Norðurslóðum. Maður þekkir mann er það sem er svo mikilvægt í þessu og maðurinn minn sem er algjör snillingur í að vinna með tengslanet hefur verið mjög hjálplegur í að styðja mig í þessu.“ Helga Stína segir lykilatriði í þjónustu sem þessari alltaf það að veita persónulega þjónustu og tryggja að ferðirnar verði öðruvísi en aðrar. „Fólk sem er vant því að ferðast og hefur áhuga á að fá það besta út úr heimsókninni,“ segir Helga Stína og bætir við: „Það sem ég býð upp á er upp á skipulag ferða og svo þjónustu þegar fólk er á Íslandi ef spurningar vakna eða ef eitthvað kemur uppá, veður breytist til hins verra eða annað slíkt, Hugmyndin er að fólk sem er á Íslandi eða í Delft þurfi ekki að eyða dýrmætum tíma sínum í að breyta ferð þegar eitthvað kemur uppá heldur sé ég um að græja það þannig að fólk geti notið áfram.“ Helga Stína stefnir á að útfæra „Unwrapped“ hugmyndina til fleiri landa. Ítalía og Portúgal eru þar efst á blaði. Helga Stína hefur búið víða erlendis í um nítján ár en er staðsett á Íslandi í dag í kjölfar Covid. Hún stækkaði við sig og opnaði Delft Unwrapped ferðaráðgjafaþjónustu fyrir ferðamenn sem vilja heimsækja Delft í Hollandi þar sem hún bjó í sex ár en stefnir líka á fleiri lönd. Portúgal og Ítalía eru þar efst á blaði.Vísir/Vilhelm Áhrif Covid Covid faraldurinn hefur hins vegar verið hinn stóri skellur og ferðaþjónustan víðast hvar legið í dvala. Það var einmitt vegna Covid sem þau hjónin ákváðu að flytjast til Íslands, á meðan ferðaþjónustan væri í dvala. Úr fyrra sambandi á Helga Stína 14 ára son sem heitir Gabríel Noor. „Okkur langaði til að tengjast fjölskyldu og vinum betur og prófa að búa á Íslandi með unglinginn okkar. Ég fékk tilboð um að kenna og vera teymisstjóri i innleiðingu á nýrri stefnu í Hafnarfirði og við ákváðum að kýla á það. Ég hef verið að kenna og sinna fyrirtækinu samhliða síðan við komum heim.“ Samhliða þessum verkefnum hefur Helga Stína þjónustað viðskiptavini ferðaráðgjafarinnar fyrir bæði Íslandsheimsóknir og til Delft. En tíminn undanfarið hefur líka verið nýttur til að þróa og prófa nýjar hugmyndir. Til dæmis hugmyndir sem henta sérstaklega vel í heimsfaraldri. „Ég er að þróa hugmynd í samstarfi við eigendur lúxus sumarhúsa í kringum landið þar sem hugmyndin að njóta og slaka á er í hávegum höfð. Í Covid er mun meiri eftirspurn eftir svoleiðis lausnum þar sem fólk vill vera meira sér,“ segir Helga Stína. Þótt það hafi ekki verið planað fyrir Covid að flytja til Íslands, finnst Helgu Stínu frábært að vera heima á þessum tíma. „Það er frábært að geta unnið þetta núna hér á Íslandi í meiri tengingu við samstarfsaðila, náttúruna og fólkið sitt.“ Helga Stína segir áhuga erlendra ferðamanna á að heimsækja Ísland mjög mikinn. Og það þrátt fyrir Covid og sóttvarnarreglur. Eftirspurnin er mikil núna á að koma til Íslands og nýta sér þá þjónustu sem ég býð upp á. Ég bý að því núna að geta valið mér kúnna sem ég get aðstoðað sem best og sem geta fengið sem mest út úr þessari nálgun. Það eru forréttindi.“ Þá segir hún mikla ábyrgð fylgja því að þjónusta ferðamenn á tímum heimsfaraldurs. „Ég legg mikinn metnað í að aðstoða fólk við að fylgjast með breytingum vegna Covid sem er mikilvægt nú á tímum vegna ástands sem getir haft áhrif á ferðir fólks, vegna takmarkana eða breytingum á Covid prófunum eða reglum um sóttkví. Maður þarf að vera meira á tánum vegna þessa og gefa réttar upplýsingar til kúnnana. Það er mikilvæg ábyrgð.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslendingar erlendis Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Karlarnir kvörtuðu en vilja helst vera með konunum en ekki einir „Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í yfir tuttugu ár en fyrir tæpum tíu árum fórum við að bjóða upp á kvennahelgar sem slógu svo rækilega í gegn,“ segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir eigandi hótels Ísafjarðar. 13. desember 2021 07:01 Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid. 6. desember 2021 07:00 Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00 „Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01 „What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Karlarnir kvörtuðu en vilja helst vera með konunum en ekki einir „Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í yfir tuttugu ár en fyrir tæpum tíu árum fórum við að bjóða upp á kvennahelgar sem slógu svo rækilega í gegn,“ segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir eigandi hótels Ísafjarðar. 13. desember 2021 07:01
Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid. 6. desember 2021 07:00
Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00
„Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01
„What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00