Segja reglurnar allt of harkalegar og að starfsfólk óttist að verða gert að blórabögglum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2021 19:30 Gunnar Carl og Birgir segja að hægt hefði verið að fara mildari leið. Vísir/Sigurjón Ólason Framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar segir nýjar reglur um ástandsskoðun ökutækja ganga allt of langt. Starfsfólk óttist að verða gert að blórabögglum og kvíði breytingunum. „Það eru einhverjir sérfræðingar í Evrópusambandinu sem ákváðu að hafa þetta svona. Það hefur verið í umræðunni dæmi um olíuleka á bíl eða gírkassa, ef það er þannig að hann er í dropatali þá þýðir það akstursbann,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar. Við höfum fram að þessu dæmt slíka bíla til endurskoðunar og menn fá ákveðinn frest. Við teljum að þetta sé ekkert sérstakt umferðaröryggisatriði hvort að bíllinn leki olíu eða ekki. Þetta er umhverfissjónarmið en bíllinn er klárlega ekkert hættulegur umferðinni þó það leki olía.“ Fréttastofa greindi frá breytingunum í gær en þegar þær taka gildi verður mun erfiðara að koma bílnum í gegnum skoðun. Til dæmis verður akstursbann sett á ef olía eða eldsneyti lekur, líkt og Birgir bendir á, ef hemlaljós eru biluð, ef handbremsa er í ólagi eða loftpúðar óvirkir - svo dæmi séu tekin. Enn fremur mega viðvörunarljós ekki vera í mælaborði og bremsur þurfa að vera í fullkomnu standi. Birgir bendir á að verið sé að fylgja Evróputilskipun, ekki sé um heimatilbúnar reglur að ræða. Hins vegar gangi þær of langt. „Við teljum að það hefði verið hægt að fara mildari leið heldur en að dæma bíl í akstursbann. Tilskipun Evrópusambandsins gefur svigrúm fyrir aðildarlöndin til að milda þessa niðurstöðu en íslensk stjórnvöld ákváðu að gera það ekki.“ Þá kvíði starfsfólk þessum breytingum. „Já að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Carl Zebitz, skoðunarmaður hjá Tékklandi. „Það er enginn vafi á því að það mun ekki bregðast vel við þessum dæmingum, þær eru harkalegar,“ segir hann. Birgir tekur undir þetta og segir allt of mörg dæmi um að viðskiptavinir helli sér yfir starfsfólk skoðanastöðva. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í starfsfólkið. Þess vegna er gott að þetta sé vel kynnt þannig að fólk viti hvaðan þessar reglur eru að koma, þetta er ekki frá skoðanafyrirtækjunum.“ Rætt var við Samgöngustofu vegna málsins í gær en stefnt er að því að kynna breytingarnar á nýju ári. Samgöngur Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Það eru einhverjir sérfræðingar í Evrópusambandinu sem ákváðu að hafa þetta svona. Það hefur verið í umræðunni dæmi um olíuleka á bíl eða gírkassa, ef það er þannig að hann er í dropatali þá þýðir það akstursbann,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar. Við höfum fram að þessu dæmt slíka bíla til endurskoðunar og menn fá ákveðinn frest. Við teljum að þetta sé ekkert sérstakt umferðaröryggisatriði hvort að bíllinn leki olíu eða ekki. Þetta er umhverfissjónarmið en bíllinn er klárlega ekkert hættulegur umferðinni þó það leki olía.“ Fréttastofa greindi frá breytingunum í gær en þegar þær taka gildi verður mun erfiðara að koma bílnum í gegnum skoðun. Til dæmis verður akstursbann sett á ef olía eða eldsneyti lekur, líkt og Birgir bendir á, ef hemlaljós eru biluð, ef handbremsa er í ólagi eða loftpúðar óvirkir - svo dæmi séu tekin. Enn fremur mega viðvörunarljós ekki vera í mælaborði og bremsur þurfa að vera í fullkomnu standi. Birgir bendir á að verið sé að fylgja Evróputilskipun, ekki sé um heimatilbúnar reglur að ræða. Hins vegar gangi þær of langt. „Við teljum að það hefði verið hægt að fara mildari leið heldur en að dæma bíl í akstursbann. Tilskipun Evrópusambandsins gefur svigrúm fyrir aðildarlöndin til að milda þessa niðurstöðu en íslensk stjórnvöld ákváðu að gera það ekki.“ Þá kvíði starfsfólk þessum breytingum. „Já að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Carl Zebitz, skoðunarmaður hjá Tékklandi. „Það er enginn vafi á því að það mun ekki bregðast vel við þessum dæmingum, þær eru harkalegar,“ segir hann. Birgir tekur undir þetta og segir allt of mörg dæmi um að viðskiptavinir helli sér yfir starfsfólk skoðanastöðva. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í starfsfólkið. Þess vegna er gott að þetta sé vel kynnt þannig að fólk viti hvaðan þessar reglur eru að koma, þetta er ekki frá skoðanafyrirtækjunum.“ Rætt var við Samgöngustofu vegna málsins í gær en stefnt er að því að kynna breytingarnar á nýju ári.
Samgöngur Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira