Skorar á Alþingi að veita Magga Eiríks heiðurslaun listamanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 17:32 Mugison hefur skorað á allsherjar- og menntamálanefnd til að gefa Magga Eiríks heiðurslaun listamanna. Vísir Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, þrýstir á allsherjar- og menntamálanefnd að veita Magnúsi Eiríkssyni heiðurslaun listamanna. „Hæ hæ ef þú þekkir einhvern sem er í nefndinni sem úthlutar heiðurslaunum listamanna þá langar mig að biðja þig að sannfæra viðkomandi um að Maggi Eiríks verði valinn núna, hann er ekki bara besti laga- og textahöfundur Íslands heldur er hann líka geggjað fyndinn og töff gaur,“ skrifaði Mugison á Facebook í dag. Úthlutun heiðurslauna listamanna hefur verið talsvert til umræðu í dag eftir að Vísir greindi frá að skiptar skoðanir séu innan allsherjar- og menntamálanefndar hvað skuli gera varðandi Megas, sem er á lista fir þá sem þiggja heiðurslaun. Ástæða þessara skiptu skoðana er viðtal sem birtist í Stundinni á dögunum við konu sem sakar Megas um kynferðisofbeldi. En Mugison virðist fastur á því að Maggi Eiríks eigi heiðurslaunin sannarlega skilið og nefnir að Maggi sé enn á fullu að semja lög og texta, orðinn 76 ára gamall. „Hann á perlur eins og Einhversstaðar, einhverntíman aftur, Braggablús, Reyndu aftur, Kóngur einn dag, Samferða, Ómissandi fólk, Ég er á leiðinni, Ó þú, Gamli góði vinur, Einbúinn, Óbyggðirnar kalla... og svo mætti í alvörunni lengi telja,“ skrifar Mugison. Hann hvetur landsmenn til að senda stjórnmálamönnum póst og skora á þá að Maggi fái heiðurslaunin. „Ég veit ekki hvernig þetta ferli fer fram en mig langar að biðja þig/þjóðina að senda póst á þann stjórnmálamann sem þú fílar mest og saman getum beitt nefndina þrýstingi og heiðrað hann Magga og þannig þakkað fyrir perlurnar sem hann hefur gefið okkur.“ Sjálfur sé Mugison búinn að senda póst á menntamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið. 23 eru nú á heiðurslaunum en meðal þess sem allsherjar- og menntamálanefnd lítur á sem sitt verkefni er að finna til tvo sem setja má á listann en heiðurslaun listamanna eru veitt allt að 25 listamönnum árlega. Þeir sem voru á lista yfir heiðurslistamenn þjóðarinnar voru eftirfarandi en Jón Sigurbjörnsson og Vilborg Dagbjartsdóttir féllu frá á árinu. 1. Bubbi Morthens 2. Erró 3. Friðrik Þór Friðriksson 4. Guðbergur Bergsson 5. Guðrún Ásmundsdóttir 6. Guðrún Helgadóttir 7. Gunnar Þórðarson 8. Hannes Pétursson 9. Hreinn Friðfinnsson 10. Jón Ásgeirsson 11. Jón Nordal 12. Jón Sigurbjörnsson 13. Jónas Ingimundarson 14. Kristbjörg Kjeld 15. Kristín Jóhannesdóttir 16. Magnús Pálsson 17. Matthías Johannessen 18. Megas 19. Steina Vasulka 20. Vigdís Grímsdóttir 21. Vilborg Dagbjartsdóttir 22. Þorbjörg Höskuldsdóttir 23. Þorgerður Ingólfsdóttir 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir Alþingi Tónlist Listamannalaun Tengdar fréttir Steinunn Ólína segir viðbjóðsljóð Megasar Litla ljót ekki um Bergþóru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lýst því yfir að ljóðið Litla ljót, sem kemur við sögu í ásökunum Bergþóru Einarsdóttur á hendur Megasi og Gunnari Erni Jónssyni um kynferðislegt ofbeldi gegn henni, sé ekki um Bergljótu. 16. desember 2021 14:41 Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Hæ hæ ef þú þekkir einhvern sem er í nefndinni sem úthlutar heiðurslaunum listamanna þá langar mig að biðja þig að sannfæra viðkomandi um að Maggi Eiríks verði valinn núna, hann er ekki bara besti laga- og textahöfundur Íslands heldur er hann líka geggjað fyndinn og töff gaur,“ skrifaði Mugison á Facebook í dag. Úthlutun heiðurslauna listamanna hefur verið talsvert til umræðu í dag eftir að Vísir greindi frá að skiptar skoðanir séu innan allsherjar- og menntamálanefndar hvað skuli gera varðandi Megas, sem er á lista fir þá sem þiggja heiðurslaun. Ástæða þessara skiptu skoðana er viðtal sem birtist í Stundinni á dögunum við konu sem sakar Megas um kynferðisofbeldi. En Mugison virðist fastur á því að Maggi Eiríks eigi heiðurslaunin sannarlega skilið og nefnir að Maggi sé enn á fullu að semja lög og texta, orðinn 76 ára gamall. „Hann á perlur eins og Einhversstaðar, einhverntíman aftur, Braggablús, Reyndu aftur, Kóngur einn dag, Samferða, Ómissandi fólk, Ég er á leiðinni, Ó þú, Gamli góði vinur, Einbúinn, Óbyggðirnar kalla... og svo mætti í alvörunni lengi telja,“ skrifar Mugison. Hann hvetur landsmenn til að senda stjórnmálamönnum póst og skora á þá að Maggi fái heiðurslaunin. „Ég veit ekki hvernig þetta ferli fer fram en mig langar að biðja þig/þjóðina að senda póst á þann stjórnmálamann sem þú fílar mest og saman getum beitt nefndina þrýstingi og heiðrað hann Magga og þannig þakkað fyrir perlurnar sem hann hefur gefið okkur.“ Sjálfur sé Mugison búinn að senda póst á menntamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið. 23 eru nú á heiðurslaunum en meðal þess sem allsherjar- og menntamálanefnd lítur á sem sitt verkefni er að finna til tvo sem setja má á listann en heiðurslaun listamanna eru veitt allt að 25 listamönnum árlega. Þeir sem voru á lista yfir heiðurslistamenn þjóðarinnar voru eftirfarandi en Jón Sigurbjörnsson og Vilborg Dagbjartsdóttir féllu frá á árinu. 1. Bubbi Morthens 2. Erró 3. Friðrik Þór Friðriksson 4. Guðbergur Bergsson 5. Guðrún Ásmundsdóttir 6. Guðrún Helgadóttir 7. Gunnar Þórðarson 8. Hannes Pétursson 9. Hreinn Friðfinnsson 10. Jón Ásgeirsson 11. Jón Nordal 12. Jón Sigurbjörnsson 13. Jónas Ingimundarson 14. Kristbjörg Kjeld 15. Kristín Jóhannesdóttir 16. Magnús Pálsson 17. Matthías Johannessen 18. Megas 19. Steina Vasulka 20. Vigdís Grímsdóttir 21. Vilborg Dagbjartsdóttir 22. Þorbjörg Höskuldsdóttir 23. Þorgerður Ingólfsdóttir 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir
1. Bubbi Morthens 2. Erró 3. Friðrik Þór Friðriksson 4. Guðbergur Bergsson 5. Guðrún Ásmundsdóttir 6. Guðrún Helgadóttir 7. Gunnar Þórðarson 8. Hannes Pétursson 9. Hreinn Friðfinnsson 10. Jón Ásgeirsson 11. Jón Nordal 12. Jón Sigurbjörnsson 13. Jónas Ingimundarson 14. Kristbjörg Kjeld 15. Kristín Jóhannesdóttir 16. Magnús Pálsson 17. Matthías Johannessen 18. Megas 19. Steina Vasulka 20. Vigdís Grímsdóttir 21. Vilborg Dagbjartsdóttir 22. Þorbjörg Höskuldsdóttir 23. Þorgerður Ingólfsdóttir 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir
Alþingi Tónlist Listamannalaun Tengdar fréttir Steinunn Ólína segir viðbjóðsljóð Megasar Litla ljót ekki um Bergþóru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lýst því yfir að ljóðið Litla ljót, sem kemur við sögu í ásökunum Bergþóru Einarsdóttur á hendur Megasi og Gunnari Erni Jónssyni um kynferðislegt ofbeldi gegn henni, sé ekki um Bergljótu. 16. desember 2021 14:41 Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Steinunn Ólína segir viðbjóðsljóð Megasar Litla ljót ekki um Bergþóru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lýst því yfir að ljóðið Litla ljót, sem kemur við sögu í ásökunum Bergþóru Einarsdóttur á hendur Megasi og Gunnari Erni Jónssyni um kynferðislegt ofbeldi gegn henni, sé ekki um Bergljótu. 16. desember 2021 14:41
Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10