Ógilda leyfi til stækkunar fiskeldis Laxa í Reyðarfirði Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2021 15:00 Laxar höfðu áður leyfi til sex þúsund tonna fiskeldis en sóttu síðar um 10 þúsund tonna stækkun. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi heimild til 10 þúsund tonna stækkunar á starfsemi Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Með úrskurðinum er felld úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um heimild til stækkunar og er það gert á þeim grundvelli að umhverfismat áætlana hafi ekki farið fram áður en ákvörðunin var tekin. Það voru Náttúruverndarsamtök Íslands, náttúruverndarfélagið Laxinn lifi, Veiðifélag Breiðdæla, Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélag Selár og Veiðifélag Vesturdalsá sem kærðu ákvörðun Umhverfisstofnunar til úrskurðarnefndarinnar. Laxar höfðu áður leyfi til sex þúsund tonna fiskeldis en sóttu síðar um 10 þúsund tonna stækkun, þar sem í áhættumati Hafró vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna í Reyðarfirði, var gert ráð fyrir 16 þúsund tonna eldi að hámarki. Í úrskurði nefndarinnar er takið að umhverfismat áætlana hafi ekki farið fram áður en Umhverfisstofnun tók ákvörðun um heimild til stækkunarinnar og hafi því verið ákveðið að ógilda hina kærðu ákvörðun um heimild til stækkunar. „Ekki liggur annað fyrir en að leyfishafi [Laxar] hafi verið í góðri trú þegar hann hóf eldi samkvæmt upphaflegu starfsleyfi, enda bar hann ekki ábyrgð á að umhverfismat áætlana færi fram. Hefur hann m.a. borið því við að ógilding hinnar kærðu ákvörðunar hefði í för með sér sóun verðmæta með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir hann. Hér verður í því sambandi að hafa í huga að sá lífmassi sem nú er í kvíum rúmast innan hins upphaflega leyfis sem ekki hefur verið kært og að leyfishafi hefur ekki nýtt sér þá umframheimild sem hin kærða breyting laut að. Verður því ekki séð að ógilding ákvörðunar um þá breytingu fæli í sér þá eyðileggingu verðmæta eða það fjárhagslega tjón sem leyfishafi heldur fram,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðinn má lesa hér. Fjarðabyggð Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Með úrskurðinum er felld úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um heimild til stækkunar og er það gert á þeim grundvelli að umhverfismat áætlana hafi ekki farið fram áður en ákvörðunin var tekin. Það voru Náttúruverndarsamtök Íslands, náttúruverndarfélagið Laxinn lifi, Veiðifélag Breiðdæla, Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélag Selár og Veiðifélag Vesturdalsá sem kærðu ákvörðun Umhverfisstofnunar til úrskurðarnefndarinnar. Laxar höfðu áður leyfi til sex þúsund tonna fiskeldis en sóttu síðar um 10 þúsund tonna stækkun, þar sem í áhættumati Hafró vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna í Reyðarfirði, var gert ráð fyrir 16 þúsund tonna eldi að hámarki. Í úrskurði nefndarinnar er takið að umhverfismat áætlana hafi ekki farið fram áður en Umhverfisstofnun tók ákvörðun um heimild til stækkunarinnar og hafi því verið ákveðið að ógilda hina kærðu ákvörðun um heimild til stækkunar. „Ekki liggur annað fyrir en að leyfishafi [Laxar] hafi verið í góðri trú þegar hann hóf eldi samkvæmt upphaflegu starfsleyfi, enda bar hann ekki ábyrgð á að umhverfismat áætlana færi fram. Hefur hann m.a. borið því við að ógilding hinnar kærðu ákvörðunar hefði í för með sér sóun verðmæta með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir hann. Hér verður í því sambandi að hafa í huga að sá lífmassi sem nú er í kvíum rúmast innan hins upphaflega leyfis sem ekki hefur verið kært og að leyfishafi hefur ekki nýtt sér þá umframheimild sem hin kærða breyting laut að. Verður því ekki séð að ógilding ákvörðunar um þá breytingu fæli í sér þá eyðileggingu verðmæta eða það fjárhagslega tjón sem leyfishafi heldur fram,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðinn má lesa hér.
Fjarðabyggð Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira