Ógilda leyfi til stækkunar fiskeldis Laxa í Reyðarfirði Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2021 15:00 Laxar höfðu áður leyfi til sex þúsund tonna fiskeldis en sóttu síðar um 10 þúsund tonna stækkun. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi heimild til 10 þúsund tonna stækkunar á starfsemi Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Með úrskurðinum er felld úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um heimild til stækkunar og er það gert á þeim grundvelli að umhverfismat áætlana hafi ekki farið fram áður en ákvörðunin var tekin. Það voru Náttúruverndarsamtök Íslands, náttúruverndarfélagið Laxinn lifi, Veiðifélag Breiðdæla, Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélag Selár og Veiðifélag Vesturdalsá sem kærðu ákvörðun Umhverfisstofnunar til úrskurðarnefndarinnar. Laxar höfðu áður leyfi til sex þúsund tonna fiskeldis en sóttu síðar um 10 þúsund tonna stækkun, þar sem í áhættumati Hafró vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna í Reyðarfirði, var gert ráð fyrir 16 þúsund tonna eldi að hámarki. Í úrskurði nefndarinnar er takið að umhverfismat áætlana hafi ekki farið fram áður en Umhverfisstofnun tók ákvörðun um heimild til stækkunarinnar og hafi því verið ákveðið að ógilda hina kærðu ákvörðun um heimild til stækkunar. „Ekki liggur annað fyrir en að leyfishafi [Laxar] hafi verið í góðri trú þegar hann hóf eldi samkvæmt upphaflegu starfsleyfi, enda bar hann ekki ábyrgð á að umhverfismat áætlana færi fram. Hefur hann m.a. borið því við að ógilding hinnar kærðu ákvörðunar hefði í för með sér sóun verðmæta með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir hann. Hér verður í því sambandi að hafa í huga að sá lífmassi sem nú er í kvíum rúmast innan hins upphaflega leyfis sem ekki hefur verið kært og að leyfishafi hefur ekki nýtt sér þá umframheimild sem hin kærða breyting laut að. Verður því ekki séð að ógilding ákvörðunar um þá breytingu fæli í sér þá eyðileggingu verðmæta eða það fjárhagslega tjón sem leyfishafi heldur fram,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðinn má lesa hér. Fjarðabyggð Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Með úrskurðinum er felld úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um heimild til stækkunar og er það gert á þeim grundvelli að umhverfismat áætlana hafi ekki farið fram áður en ákvörðunin var tekin. Það voru Náttúruverndarsamtök Íslands, náttúruverndarfélagið Laxinn lifi, Veiðifélag Breiðdæla, Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélag Selár og Veiðifélag Vesturdalsá sem kærðu ákvörðun Umhverfisstofnunar til úrskurðarnefndarinnar. Laxar höfðu áður leyfi til sex þúsund tonna fiskeldis en sóttu síðar um 10 þúsund tonna stækkun, þar sem í áhættumati Hafró vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna í Reyðarfirði, var gert ráð fyrir 16 þúsund tonna eldi að hámarki. Í úrskurði nefndarinnar er takið að umhverfismat áætlana hafi ekki farið fram áður en Umhverfisstofnun tók ákvörðun um heimild til stækkunarinnar og hafi því verið ákveðið að ógilda hina kærðu ákvörðun um heimild til stækkunar. „Ekki liggur annað fyrir en að leyfishafi [Laxar] hafi verið í góðri trú þegar hann hóf eldi samkvæmt upphaflegu starfsleyfi, enda bar hann ekki ábyrgð á að umhverfismat áætlana færi fram. Hefur hann m.a. borið því við að ógilding hinnar kærðu ákvörðunar hefði í för með sér sóun verðmæta með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir hann. Hér verður í því sambandi að hafa í huga að sá lífmassi sem nú er í kvíum rúmast innan hins upphaflega leyfis sem ekki hefur verið kært og að leyfishafi hefur ekki nýtt sér þá umframheimild sem hin kærða breyting laut að. Verður því ekki séð að ógilding ákvörðunar um þá breytingu fæli í sér þá eyðileggingu verðmæta eða það fjárhagslega tjón sem leyfishafi heldur fram,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðinn má lesa hér.
Fjarðabyggð Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur