Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 91-68 | Blikakonur ekki lengur stigalausar Dagur Lárusson skrifar 15. desember 2021 19:50 Breiaðblik lagði Keflavík í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Eftir að Skallagrímur dró sig úr keppni var Breiðablik án stiga í Subway-deild kvenna. Það virðist hafa kveikt í þeim en eftir jafnan leik framan af unnu þær sannfærandi sigur á Keflavík í kvöld. Breiðablik er aftur komið með stig á töfluna í Subway-deild kvenna í körfubolta eftir að liðið lagði Keflavík í kvöld. Fyrir leikinn var Breiðablik í næsta sæti deildarinnar, án stiga, en fyrstu stig liðsins voru tekin af af þeim eftir að Skallagrímur dró sig úr keppni. Keflavík var síðan í fimmta sætinu með átta stig. Það sást vel í byrjun leiks að stelpurnar í Breiðablik voru staðráðnar í að ná aftur í stigum á töfluna en þær spiluðu virkilega vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-15. Fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta héldu Blikar forskoti sínu í um það bil tíu stigum en Keflvíkingur fóru að láta að sér kveða þegar líða fór á leikhlutann. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 40-36. Leikurinn var í svipuðu jafnvægi í þriðja leikhluta. Blikar voru alltaf með forystuna en leikmenn Keflavíkur neituðu að láta forystuna verða mikið meira en það og voru leikmenn eins og Tunde Kelen virkilega öflugir í þessum leikhluta en hún setti ófá stigin niður. Það var níu stiga munur á liðunum fyrir síðasta leikhlutann en þá settu Blikar í fluggírinn. Leikmenn eins og Kelly, Anna Soffía og Ísabelli spiluðu óaðfinnanlega í þessum leikhluta og stækkuðu Blikar forskot sitt til muna áður en flautað var til leiksloka. Lokastaðan í þessum leik 91-68. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik einfaldlega spilaði virkilega vel. Nú þegar Ívar er kominn með Ísabellu aftur og Kelly er byrjuð að spila reglulega þá er hann kominn með tvo af sínum bestu leikmönnum til baka og það sýndi sig í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Kelly, Anna Soffía og Ísabella voru frábærar í kvöld. Kelly stjórnaði ferðinni í leiknum, Anna Soffía setti mjög margar þriggja stiga körfur niður og Ísabella steig upp í lokinn og setti niður mörg mjög mikilvæg stig. Hvað fór illa? Jón Halldór, þjálfari Keflavíkur, sagði í viðtali eftir leik að liðið hans hafi einfaldlega ekki haft trú á því að þær gætu unnið þennan leik og að margar þeirra hafi ekki mætt til leiks og það er klárlega eitthvað til í því. Hvað gerist næst? Við tekur smá jólafrí í deildinni og því er næstu leikur liðanna ekki fyrr en 29.desember en þá mætir Breiðablik Haukum og Keflavík mætir grönnum sínum í Njarðvík. Þessi verður ekki tekinn af okkur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks.VÍSIR/DANÍEL „Já ég er mjög sáttur og ég held að þessi sigur verði ekki tekinn af okkur,“ byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að segja í viðtali eftir leik. Fyrsti sigur liðsins kom gegn Skallagrím þann 6.des en sá sigur var tekinn af þeim þar sem Skallagrímur dró sig úr keppni stuttu síðar. „En ég er mjög ánægður með stelpurnar hérna í kvöld. Þær sýndu vilja, baráttu og virkilega góða spilamennsku allan leikinn,“ hélt Ívar áfram. „Ég sagði við stelpurnar eftir leik að ef þær spila svona alltaf að þá getum við unnið öll lið auðveldlega og ég stend við það.“ Ívar var mjög ánægður með sína leikmenn og er virkilega feginn að vera kominn aftur með lykilleikmenn eins og Ísabellu og Kelly. „Já ég meina við erum búin að vera án okkar tveggja bestu manna núna í marga leiki í vetur og það sést augljóslega hvað þær gera fyrir þetta lið. Kelly stjórnar leiknum algjörlega og Ísabella er að græða mikið á því með flottum sendingum frá henni. Svo er hún líka með sendingar út og það er einfaldlega bara mjög erfitt að ráða við hana.“ Anna Soffía setti ófáar þrigga stiga körfur niður í þessum leik en Ívar var þó ekki með nákvæma tölu. „Nei ég á nú eftir að líta á það en þeir voru heldur margir. En við sjáum líka hvað það gerir fyrir restina af liðinu að fá Kelly og Ísabellu til baka. Núna eru leikmenn eins og Anna og Þórdís að fá að spila í sínum réttu stöðum og þá fáum við svona frammistöðu eins og Anna sýndi í kvöld,“ endaði Ívar á að segja eftir leik. Við höfðum ekki trú á því að við gætum unnið Jón Halldór, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég er bara hundfúll,“ byrjaði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, að segja eftir leik. Jón Halldór var heldur ósáttur eftir leikinn og hafði ekki mikið að segja en vildi þó meina það að liðið hans hafi ekki haft trú á verkefninu. „Ég meina liðið mitt mætti ekki tilbúið í þennan leik. Við erum að mæta hérna liði sem er ekki búið að vinna leik í allan vetur og við höfðum aldrei trú á því að við gætum unnið.“ „Mér er slétt sama hvernig leikurinn fór og hvort að tapið hafi verið of stórt eða ekki. Mergur málsins er einfaldlega sá að við höfðum ekki trú á því að við gætum unnið og ég er virkilega ósáttur með það,“ endaði Jón Halldór á að segja. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Breiðablik Keflavík ÍF
Eftir að Skallagrímur dró sig úr keppni var Breiðablik án stiga í Subway-deild kvenna. Það virðist hafa kveikt í þeim en eftir jafnan leik framan af unnu þær sannfærandi sigur á Keflavík í kvöld. Breiðablik er aftur komið með stig á töfluna í Subway-deild kvenna í körfubolta eftir að liðið lagði Keflavík í kvöld. Fyrir leikinn var Breiðablik í næsta sæti deildarinnar, án stiga, en fyrstu stig liðsins voru tekin af af þeim eftir að Skallagrímur dró sig úr keppni. Keflavík var síðan í fimmta sætinu með átta stig. Það sást vel í byrjun leiks að stelpurnar í Breiðablik voru staðráðnar í að ná aftur í stigum á töfluna en þær spiluðu virkilega vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-15. Fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta héldu Blikar forskoti sínu í um það bil tíu stigum en Keflvíkingur fóru að láta að sér kveða þegar líða fór á leikhlutann. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 40-36. Leikurinn var í svipuðu jafnvægi í þriðja leikhluta. Blikar voru alltaf með forystuna en leikmenn Keflavíkur neituðu að láta forystuna verða mikið meira en það og voru leikmenn eins og Tunde Kelen virkilega öflugir í þessum leikhluta en hún setti ófá stigin niður. Það var níu stiga munur á liðunum fyrir síðasta leikhlutann en þá settu Blikar í fluggírinn. Leikmenn eins og Kelly, Anna Soffía og Ísabelli spiluðu óaðfinnanlega í þessum leikhluta og stækkuðu Blikar forskot sitt til muna áður en flautað var til leiksloka. Lokastaðan í þessum leik 91-68. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik einfaldlega spilaði virkilega vel. Nú þegar Ívar er kominn með Ísabellu aftur og Kelly er byrjuð að spila reglulega þá er hann kominn með tvo af sínum bestu leikmönnum til baka og það sýndi sig í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Kelly, Anna Soffía og Ísabella voru frábærar í kvöld. Kelly stjórnaði ferðinni í leiknum, Anna Soffía setti mjög margar þriggja stiga körfur niður og Ísabella steig upp í lokinn og setti niður mörg mjög mikilvæg stig. Hvað fór illa? Jón Halldór, þjálfari Keflavíkur, sagði í viðtali eftir leik að liðið hans hafi einfaldlega ekki haft trú á því að þær gætu unnið þennan leik og að margar þeirra hafi ekki mætt til leiks og það er klárlega eitthvað til í því. Hvað gerist næst? Við tekur smá jólafrí í deildinni og því er næstu leikur liðanna ekki fyrr en 29.desember en þá mætir Breiðablik Haukum og Keflavík mætir grönnum sínum í Njarðvík. Þessi verður ekki tekinn af okkur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks.VÍSIR/DANÍEL „Já ég er mjög sáttur og ég held að þessi sigur verði ekki tekinn af okkur,“ byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að segja í viðtali eftir leik. Fyrsti sigur liðsins kom gegn Skallagrím þann 6.des en sá sigur var tekinn af þeim þar sem Skallagrímur dró sig úr keppni stuttu síðar. „En ég er mjög ánægður með stelpurnar hérna í kvöld. Þær sýndu vilja, baráttu og virkilega góða spilamennsku allan leikinn,“ hélt Ívar áfram. „Ég sagði við stelpurnar eftir leik að ef þær spila svona alltaf að þá getum við unnið öll lið auðveldlega og ég stend við það.“ Ívar var mjög ánægður með sína leikmenn og er virkilega feginn að vera kominn aftur með lykilleikmenn eins og Ísabellu og Kelly. „Já ég meina við erum búin að vera án okkar tveggja bestu manna núna í marga leiki í vetur og það sést augljóslega hvað þær gera fyrir þetta lið. Kelly stjórnar leiknum algjörlega og Ísabella er að græða mikið á því með flottum sendingum frá henni. Svo er hún líka með sendingar út og það er einfaldlega bara mjög erfitt að ráða við hana.“ Anna Soffía setti ófáar þrigga stiga körfur niður í þessum leik en Ívar var þó ekki með nákvæma tölu. „Nei ég á nú eftir að líta á það en þeir voru heldur margir. En við sjáum líka hvað það gerir fyrir restina af liðinu að fá Kelly og Ísabellu til baka. Núna eru leikmenn eins og Anna og Þórdís að fá að spila í sínum réttu stöðum og þá fáum við svona frammistöðu eins og Anna sýndi í kvöld,“ endaði Ívar á að segja eftir leik. Við höfðum ekki trú á því að við gætum unnið Jón Halldór, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég er bara hundfúll,“ byrjaði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, að segja eftir leik. Jón Halldór var heldur ósáttur eftir leikinn og hafði ekki mikið að segja en vildi þó meina það að liðið hans hafi ekki haft trú á verkefninu. „Ég meina liðið mitt mætti ekki tilbúið í þennan leik. Við erum að mæta hérna liði sem er ekki búið að vinna leik í allan vetur og við höfðum aldrei trú á því að við gætum unnið.“ „Mér er slétt sama hvernig leikurinn fór og hvort að tapið hafi verið of stórt eða ekki. Mergur málsins er einfaldlega sá að við höfðum ekki trú á því að við gætum unnið og ég er virkilega ósáttur með það,“ endaði Jón Halldór á að segja. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti