Losað um spennitreyjuna Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir skrifa 15. desember 2021 13:00 Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu. Á kjörtímabilinu hefur rekstur Seltjarnarnessbæjar verið í spennitreyju peningaleysis. Uppsafnaður halli af rekstri bæjarsjóðs á tímabilinu er yfir 700 milljónir. Gífurleg orka kjörinna fulltrúa, stjórnenda og starfsfólks hefur farið í að skera niður kostnað og orðið vel ágengt. Á sama tíma hefur ánægja bæjarbúa með þjónustu bæjarins hrapað. Fjárhagsáætlanir bæjarins á árabilinu 2015-2020 hafa að jafnaði staðist illa. Frá 2015 hefur raunafkoman verið að meðaltali 204 milljónum lakari en ráð var fyrir gert í áætlunum. Ýmsar áskoranir standa fyrir dyrum. Órói á vinnumarkaði ber þar hæst, en einnig liggur fyrir að vextir muni hækka, og að veiran skæða sýnir engan bilbug. Það var því heldur ólíklegt að sá fimm milljón króna afgangur sem ráðgerður var myndi standast. Á samráðsfundi minnihlutans í bæjarstjórn ákváðum við þrjú að leggja fram tillögu um hækkun útsvars í bæjarfélaginu. Slíkt er ekki gert af neinni léttúð. En þegar við blasir að rekstur sveitarfélagsins hefur verið ósjálfbær í heilt kjörtímabil og skuldir hafa hlaðist upp þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir, er ekki margt annað í stöðunni en að íbúarnir axli sína ábyrgð. Nú fór svo að hinn reyndi sveitarstjórnarmaður Bjarni Torfi Álfþórsson komst að sömu niðurstöðu og við og því mun útsvar á Seltjarnarnesi hækka úr 13,7% í 14,09% um áramót. Þetta þýðir að mánaðarlegt útsvar einstaklings með meðallaun hækkar um tæp þrjú þúsund á mánuði. En þetta þýðir líka að tekjur bæjarins hækka um 96 milljónir á árinu 2022, sem losar ögn um fjárhagslega spennitreyju sveitarfélagsins. Það gerir nýrri bæjarstjórn, sem tekur við í maí næstkomandi aukið svigrúm til að snúa vörn í sókn í þjónustu bæjarins við íbúa. Af því erum við stolt. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu. Á kjörtímabilinu hefur rekstur Seltjarnarnessbæjar verið í spennitreyju peningaleysis. Uppsafnaður halli af rekstri bæjarsjóðs á tímabilinu er yfir 700 milljónir. Gífurleg orka kjörinna fulltrúa, stjórnenda og starfsfólks hefur farið í að skera niður kostnað og orðið vel ágengt. Á sama tíma hefur ánægja bæjarbúa með þjónustu bæjarins hrapað. Fjárhagsáætlanir bæjarins á árabilinu 2015-2020 hafa að jafnaði staðist illa. Frá 2015 hefur raunafkoman verið að meðaltali 204 milljónum lakari en ráð var fyrir gert í áætlunum. Ýmsar áskoranir standa fyrir dyrum. Órói á vinnumarkaði ber þar hæst, en einnig liggur fyrir að vextir muni hækka, og að veiran skæða sýnir engan bilbug. Það var því heldur ólíklegt að sá fimm milljón króna afgangur sem ráðgerður var myndi standast. Á samráðsfundi minnihlutans í bæjarstjórn ákváðum við þrjú að leggja fram tillögu um hækkun útsvars í bæjarfélaginu. Slíkt er ekki gert af neinni léttúð. En þegar við blasir að rekstur sveitarfélagsins hefur verið ósjálfbær í heilt kjörtímabil og skuldir hafa hlaðist upp þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir, er ekki margt annað í stöðunni en að íbúarnir axli sína ábyrgð. Nú fór svo að hinn reyndi sveitarstjórnarmaður Bjarni Torfi Álfþórsson komst að sömu niðurstöðu og við og því mun útsvar á Seltjarnarnesi hækka úr 13,7% í 14,09% um áramót. Þetta þýðir að mánaðarlegt útsvar einstaklings með meðallaun hækkar um tæp þrjú þúsund á mánuði. En þetta þýðir líka að tekjur bæjarins hækka um 96 milljónir á árinu 2022, sem losar ögn um fjárhagslega spennitreyju sveitarfélagsins. Það gerir nýrri bæjarstjórn, sem tekur við í maí næstkomandi aukið svigrúm til að snúa vörn í sókn í þjónustu bæjarins við íbúa. Af því erum við stolt. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar á Seltjarnarnesi.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun