Heimilið undirlagt eftir tíu daga bakstur á piparkökum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2014 09:00 Vigdís gerði vinkonu greiða og skreytti 150 piparkökuhjörtu Vigdís Sigurðardóttir býr á Ítalíu og vinkonu hennar, sem rekur eigið fyrirtæki í bænum, langaði að gefa viðskiptavinum sínum íslenskar piparkökur fyrir jólin. Kökurnar áttu að vera ætar og fallegar. Vigdís tók að sér verkið en segir að við undirbúninginn hafi nánast allt farið úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Vigdís reyndi að passa að ekkert hjarta væri eins skreytt. „Upphaflega ætlaði ég að hafa fjögur mismunandi form og kökurnar áttu að vera hvítar og rauðar. Eftir mikla leit að nógu stórum formum gafst ég upp og ákvað að gera bara hjörtu. Eftir að hafa prófað nokkra mismunandi matarliti og endað með allavega fjórar skálar af bleikri leðju gafst ég upp.“ Baksturinn og skreytingarnar tóku tíu daga og á þeim tíma var heimilið gjörsamlega undirlagt. „Við borðuðum í stofunni því það var ekki pláss fyrir okkur í eldhúsinu, það voru box og bökunarplötur úti um allt,“ segir Vigdís en segist vera ánægð með útkomuna þótt hún hafi verið langt frá upphaflegu hugmyndinni. „Þetta var frumraun og tókst vel. Þetta snerist aðallega um mikla þolinmæði. Ég elska snjókorn og var með svoleiðis þema, en reyndi að hafa kökurnar ekki einhæfar. Mesta áskorunin fólst í að hafa engar tvær kökur eins en þær voru rúmlega 150 talsins. Skreytt hjörtu Sérstaklega þykkur glassúr úr flórsykri, eggjahvítu og pínulitlu vatni notaður til að gera útlínur á hjörtun. Leyft að þorna yfir nótt. Fyllt upp í eyðurnar með þynnri glassúr. Þegar kökurnar eru þornaðar er notaður örmjór sprautupokastútur, númer eitt, til að skreyta kökurnar ásamt kökuglimmeri og sykurkúlum. Jólamatur Smákökur Íslendingar erlendis Uppskriftir Mest lesið Ómissandi hefðir listamanna á aðventunni Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Svona er hægt að eyða fullkomnum degi í jólaskapi í miðbænum Jól Kertasníkir kom til byggða í nótt Jól Einfalt föndur: Skemmtilegt jóladagatal Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Askasleikir kom til byggða í nótt Jól Íslensku jólasveinarnir þrettán Jól Hélt fyrst upp á jólin á Íslandi Jól Fimm góð ráð til þess að draga úr jólastressi og kvíða hjá börnum Jól
Vigdís Sigurðardóttir býr á Ítalíu og vinkonu hennar, sem rekur eigið fyrirtæki í bænum, langaði að gefa viðskiptavinum sínum íslenskar piparkökur fyrir jólin. Kökurnar áttu að vera ætar og fallegar. Vigdís tók að sér verkið en segir að við undirbúninginn hafi nánast allt farið úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Vigdís reyndi að passa að ekkert hjarta væri eins skreytt. „Upphaflega ætlaði ég að hafa fjögur mismunandi form og kökurnar áttu að vera hvítar og rauðar. Eftir mikla leit að nógu stórum formum gafst ég upp og ákvað að gera bara hjörtu. Eftir að hafa prófað nokkra mismunandi matarliti og endað með allavega fjórar skálar af bleikri leðju gafst ég upp.“ Baksturinn og skreytingarnar tóku tíu daga og á þeim tíma var heimilið gjörsamlega undirlagt. „Við borðuðum í stofunni því það var ekki pláss fyrir okkur í eldhúsinu, það voru box og bökunarplötur úti um allt,“ segir Vigdís en segist vera ánægð með útkomuna þótt hún hafi verið langt frá upphaflegu hugmyndinni. „Þetta var frumraun og tókst vel. Þetta snerist aðallega um mikla þolinmæði. Ég elska snjókorn og var með svoleiðis þema, en reyndi að hafa kökurnar ekki einhæfar. Mesta áskorunin fólst í að hafa engar tvær kökur eins en þær voru rúmlega 150 talsins. Skreytt hjörtu Sérstaklega þykkur glassúr úr flórsykri, eggjahvítu og pínulitlu vatni notaður til að gera útlínur á hjörtun. Leyft að þorna yfir nótt. Fyllt upp í eyðurnar með þynnri glassúr. Þegar kökurnar eru þornaðar er notaður örmjór sprautupokastútur, númer eitt, til að skreyta kökurnar ásamt kökuglimmeri og sykurkúlum.
Jólamatur Smákökur Íslendingar erlendis Uppskriftir Mest lesið Ómissandi hefðir listamanna á aðventunni Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Svona er hægt að eyða fullkomnum degi í jólaskapi í miðbænum Jól Kertasníkir kom til byggða í nótt Jól Einfalt föndur: Skemmtilegt jóladagatal Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Askasleikir kom til byggða í nótt Jól Íslensku jólasveinarnir þrettán Jól Hélt fyrst upp á jólin á Íslandi Jól Fimm góð ráð til þess að draga úr jólastressi og kvíða hjá börnum Jól