Leiðtogi stjórnarandstöðunnar dæmdur í átján ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 13:47 Sergei Tikhanovsky bauð sig fram gegn Aleksandr Lúkasjenka í forsetakosningunum í ágúst 2020, en var handtekinn áður en til þeirra kom. EPA Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi í dag leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Sergei Tikhanovsky, í átján ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt óeirðir og mótmæli gegn forsetanum Alexandr Lúkasjenka. Tikhanovsky bauð sig fram gegn Lúkasjenka í forsetakosningunum 2020, en var handtekinn áður en til þeirra kom og meinað að bjóða sig fram áður en Hvít-Rússar gengu að kjörborðinu. Eiginkona hans, Svetlana Tikhanovskaya, bauð sig þá fram gegn Lúkasjenka, en forsetinn lýsti yfir sigri í kosningunum. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Tikhanovskaya lýsti einnig yfir sigri í kosningunum, en flúði land daginn eftir kosningarnar þar sem hún óttaðist um öryggi sitt og barnanna. Tikhanovskaya dró svo lögmæti dómstólsins sem réttaði yfir eiginmanni sínum í efa í dag og sagði á Twitter að dómurinn jafnaðist á við „hefnd“ forsetans Lúkasjenka. Today, the so-called court in Belarus will deliver the sentence to Siarhei Tsikhanouski. I can imagine these numbers. But be it one year, or 20, or 100, it is unacceptable. The only question I will ask myself is: what am I going to do with this? #StandWithBelarus pic.twitter.com/9BNLTLCquL— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) December 14, 2021 „Á meðan hann felur pólitíska fanga og réttar yfir þeim fyrir luktum dyrum, þá vonast hann til að halda kúguninni hljóðlátlega áfram. En heimurinn allur fylgist með. Við hættum ekki,“ sagði Tikhanovskaya. Í frétt BBC segir að dómurinn yfir Tikhanovsky hafi fallið í dómstól í bænum Gomel í suðausturhluta landsins. Auk Tikhanovsky voru fimm liðsmenn stjórnarandstöðunnar dæmdir í fjórtán til sextán ára fangelsisvistar. Lúkasjenka hefur stýrt Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Tikhanovsky bauð sig fram gegn Lúkasjenka í forsetakosningunum 2020, en var handtekinn áður en til þeirra kom og meinað að bjóða sig fram áður en Hvít-Rússar gengu að kjörborðinu. Eiginkona hans, Svetlana Tikhanovskaya, bauð sig þá fram gegn Lúkasjenka, en forsetinn lýsti yfir sigri í kosningunum. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Tikhanovskaya lýsti einnig yfir sigri í kosningunum, en flúði land daginn eftir kosningarnar þar sem hún óttaðist um öryggi sitt og barnanna. Tikhanovskaya dró svo lögmæti dómstólsins sem réttaði yfir eiginmanni sínum í efa í dag og sagði á Twitter að dómurinn jafnaðist á við „hefnd“ forsetans Lúkasjenka. Today, the so-called court in Belarus will deliver the sentence to Siarhei Tsikhanouski. I can imagine these numbers. But be it one year, or 20, or 100, it is unacceptable. The only question I will ask myself is: what am I going to do with this? #StandWithBelarus pic.twitter.com/9BNLTLCquL— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) December 14, 2021 „Á meðan hann felur pólitíska fanga og réttar yfir þeim fyrir luktum dyrum, þá vonast hann til að halda kúguninni hljóðlátlega áfram. En heimurinn allur fylgist með. Við hættum ekki,“ sagði Tikhanovskaya. Í frétt BBC segir að dómurinn yfir Tikhanovsky hafi fallið í dómstól í bænum Gomel í suðausturhluta landsins. Auk Tikhanovsky voru fimm liðsmenn stjórnarandstöðunnar dæmdir í fjórtán til sextán ára fangelsisvistar. Lúkasjenka hefur stýrt Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00