Yannick Agnel er nú orðinn 29 ára gamall en atvikið sem um ræðir gerðist þegar hann var á hátindi ferilsins. Hann hætti að keppa eftir Ólympíuleikana 2016.
Agnel, sem þá var 24 ára og ríkjandi Ólympíumeistari 200 metra skriðsundi, viðurkennir að sögn saksóknarans að hafa stunda kynmök með þrettán ára stúlku - dóttur þjálfara síns. Hann segir það hafa verið með samþykki stúlkunnar.
Prosecutor: Two-time Olympic swimming champion Yannick Agnel of France has admitted to having a relationship with an underage girl but denied coercion. Agnel was 24 when the alleged rape took place. The girl was reportedly 13. https://t.co/JIlC6LP4tB
— AP Sports (@AP_Sports) December 13, 2021
Agnel var handtekinn á dögunum eftir að meðlimur í æfingahópi hans kærði hann til lögreglunnar. L'Equipe hefur meðal annars fjallað um málið en í framhaldinu einnig aðrir erlendir miðlar.
Franska þingið samþykkti nýverið lög um að það sé litið á það sem nauðgun þegar fullorðið fólk hefur samræði með einstaklingi undir fimmtán ára.
Rætt hefur verið við fjölda sundmanna úr æfingahópnum en auk lögreglurannsóknarinnar þá hefur franska sundsambandið einnig hafið sína rannsókn.
L'ex-nageur français Yannick Agnel, poursuivi pour viol sur mineure, "reconnaît la matérialité des faits", annonce la procureure #AFP pic.twitter.com/GTfUMdEIYi
— Agence France-Presse (@afpfr) December 13, 2021
Agnel á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.
Stúlkan sem um ræðir var dóttir eins þjálfara Agnel. Þau flökkuðu saman um heiminn og segir saksóknari Agnel hafa haft samræði við stúlkuna meðal annars á Spáni, Tælandi og Brasilíu
Agnel á enn heimsmetið í 400 metra skriðsundi í 25 metra laug en það er 3.32.25 mín. og frá árinu 2012.