Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. desember 2021 19:00 Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir hið opinbera þurfa að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt. Vísir Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af. Um þrettán hundruð fjölskyldur sóttu um aðstoð fyrir jólin hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í ár. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi þar segir jólin vera þungur baggi fyrir fátækasta fólkið í samfélaginu. „Ég get farið með sömu rulluna og fyrir tíu árum. Það er óskaplega lítið verið að gera fyrir þennan hóp fólks sem hefur búið við fátækt mjög lengi. Það þarf að breyta því algjörlega hvernig við nálgumst þann hóp og vinnum með hann. Greiðsla til fólks sem býr við fátækt og hefur lægstu launin heldur ekki í við hækkandi húsaleigu eða matarverð,“ segir Vilborg. Vilborg hefur unnið í þessum málaflokki í næstum 20 ár og segir lítið hafa breyst þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna. „Ég get ekki neitað því að ég finn fyrir pirringi út í kerfið og ráðamenn vegna þess að það breytist ekki neitt. Á sama tíma ber ég ótrúlega virðing fyrir þessu fólki sem hefur búið ár eftir ár við fátækt. Það þarf ótrúlega seiglu til að geta lifað á nánast engum launum,“ segir hún. Það þurfi að ráðast í markvissar aðgerðir. „Við erum farin að viðurkenna að það sé til fátækt við þorum því, það var ekki þegar ég hóf störf í málaflokknum. Nú er komið að því að gera marvissar breytingar þannig að það sé ekki alltaf ákveðinn hópur sem sitji eftir,“ segir hún. Hjálparstarf kirkjunnar er rekið með frjálsum framlögum en með því fá fjölskyldur inneignarkort fyrir jól, jólagjafir og jólaföt. „Við þiggjum allan stuðning og endilega ef fólk vill koma með jólagjafir handa börnum þá getum við komið þeim áfram en endilega bara að styrkja starfið okkar,“ segir Vilborg að lokum. Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
Um þrettán hundruð fjölskyldur sóttu um aðstoð fyrir jólin hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í ár. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi þar segir jólin vera þungur baggi fyrir fátækasta fólkið í samfélaginu. „Ég get farið með sömu rulluna og fyrir tíu árum. Það er óskaplega lítið verið að gera fyrir þennan hóp fólks sem hefur búið við fátækt mjög lengi. Það þarf að breyta því algjörlega hvernig við nálgumst þann hóp og vinnum með hann. Greiðsla til fólks sem býr við fátækt og hefur lægstu launin heldur ekki í við hækkandi húsaleigu eða matarverð,“ segir Vilborg. Vilborg hefur unnið í þessum málaflokki í næstum 20 ár og segir lítið hafa breyst þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna. „Ég get ekki neitað því að ég finn fyrir pirringi út í kerfið og ráðamenn vegna þess að það breytist ekki neitt. Á sama tíma ber ég ótrúlega virðing fyrir þessu fólki sem hefur búið ár eftir ár við fátækt. Það þarf ótrúlega seiglu til að geta lifað á nánast engum launum,“ segir hún. Það þurfi að ráðast í markvissar aðgerðir. „Við erum farin að viðurkenna að það sé til fátækt við þorum því, það var ekki þegar ég hóf störf í málaflokknum. Nú er komið að því að gera marvissar breytingar þannig að það sé ekki alltaf ákveðinn hópur sem sitji eftir,“ segir hún. Hjálparstarf kirkjunnar er rekið með frjálsum framlögum en með því fá fjölskyldur inneignarkort fyrir jól, jólagjafir og jólaföt. „Við þiggjum allan stuðning og endilega ef fólk vill koma með jólagjafir handa börnum þá getum við komið þeim áfram en endilega bara að styrkja starfið okkar,“ segir Vilborg að lokum.
Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent