Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. desember 2021 19:00 Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir hið opinbera þurfa að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt. Vísir Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af. Um þrettán hundruð fjölskyldur sóttu um aðstoð fyrir jólin hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í ár. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi þar segir jólin vera þungur baggi fyrir fátækasta fólkið í samfélaginu. „Ég get farið með sömu rulluna og fyrir tíu árum. Það er óskaplega lítið verið að gera fyrir þennan hóp fólks sem hefur búið við fátækt mjög lengi. Það þarf að breyta því algjörlega hvernig við nálgumst þann hóp og vinnum með hann. Greiðsla til fólks sem býr við fátækt og hefur lægstu launin heldur ekki í við hækkandi húsaleigu eða matarverð,“ segir Vilborg. Vilborg hefur unnið í þessum málaflokki í næstum 20 ár og segir lítið hafa breyst þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna. „Ég get ekki neitað því að ég finn fyrir pirringi út í kerfið og ráðamenn vegna þess að það breytist ekki neitt. Á sama tíma ber ég ótrúlega virðing fyrir þessu fólki sem hefur búið ár eftir ár við fátækt. Það þarf ótrúlega seiglu til að geta lifað á nánast engum launum,“ segir hún. Það þurfi að ráðast í markvissar aðgerðir. „Við erum farin að viðurkenna að það sé til fátækt við þorum því, það var ekki þegar ég hóf störf í málaflokknum. Nú er komið að því að gera marvissar breytingar þannig að það sé ekki alltaf ákveðinn hópur sem sitji eftir,“ segir hún. Hjálparstarf kirkjunnar er rekið með frjálsum framlögum en með því fá fjölskyldur inneignarkort fyrir jól, jólagjafir og jólaföt. „Við þiggjum allan stuðning og endilega ef fólk vill koma með jólagjafir handa börnum þá getum við komið þeim áfram en endilega bara að styrkja starfið okkar,“ segir Vilborg að lokum. Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Um þrettán hundruð fjölskyldur sóttu um aðstoð fyrir jólin hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í ár. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi þar segir jólin vera þungur baggi fyrir fátækasta fólkið í samfélaginu. „Ég get farið með sömu rulluna og fyrir tíu árum. Það er óskaplega lítið verið að gera fyrir þennan hóp fólks sem hefur búið við fátækt mjög lengi. Það þarf að breyta því algjörlega hvernig við nálgumst þann hóp og vinnum með hann. Greiðsla til fólks sem býr við fátækt og hefur lægstu launin heldur ekki í við hækkandi húsaleigu eða matarverð,“ segir Vilborg. Vilborg hefur unnið í þessum málaflokki í næstum 20 ár og segir lítið hafa breyst þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna. „Ég get ekki neitað því að ég finn fyrir pirringi út í kerfið og ráðamenn vegna þess að það breytist ekki neitt. Á sama tíma ber ég ótrúlega virðing fyrir þessu fólki sem hefur búið ár eftir ár við fátækt. Það þarf ótrúlega seiglu til að geta lifað á nánast engum launum,“ segir hún. Það þurfi að ráðast í markvissar aðgerðir. „Við erum farin að viðurkenna að það sé til fátækt við þorum því, það var ekki þegar ég hóf störf í málaflokknum. Nú er komið að því að gera marvissar breytingar þannig að það sé ekki alltaf ákveðinn hópur sem sitji eftir,“ segir hún. Hjálparstarf kirkjunnar er rekið með frjálsum framlögum en með því fá fjölskyldur inneignarkort fyrir jól, jólagjafir og jólaföt. „Við þiggjum allan stuðning og endilega ef fólk vill koma með jólagjafir handa börnum þá getum við komið þeim áfram en endilega bara að styrkja starfið okkar,“ segir Vilborg að lokum.
Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58