Samuel Eto'o kom ríkjandi forseta úr embætti og er tekinn sjálfur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 16:30 Samuel Etoo á tíma sínum sem leikmaður Internazionale. EPA/ALI HAIDER Kamerúnska knattspyrnugoðsögnin Samuel Eto'o er kominn í valdastöðu í heimalandinu. Eto'o er einn allra besti knattspyrnumaðurinn í sögu Kamerún og nú um helgina var hann kjörinn nýr forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins. I ll be remembering today as one of the proudest moments of my life. I m deeply grateful for to be elected as the new president of @FecafootOfficie. Every vote represents the energy and ambition of our football family to take our beloved sport to a level we ve never seen before. pic.twitter.com/2z8fjLBMLA— Samuel Eto'o (@SamuelEtoo) December 11, 2021 Eto'o fékk 43 atkvæði á móti 31 hjá andstæðingi sínum. Sá heitir Seidou Mbombo Njoya og var ríkjandi forseti sambandsins. Njoya er einnig varaforseti afríska knattspyrnusambandsins. Eto'o talaði um mikilvægi þess að fá fótboltamenn inn í pólitíkina í kamerúnskum fótbolta. Það stendur mikið til hjá sambandinu því Kamerún heldur Afríkukeppni landsliða eftir aðeins einn mánuð. Hinn fertugi Eto'o fær mjög krefjandi starf í fangið en í gegnum tíðina hefur verið mikið um innbyrðis deilur, óstjórn og ásakanir um spillingu hjá kamerúnska sambandinu. Cameroonian soccer legend Samuel Eto'o was elected president of the Cameroon Football Federation on Saturday pic.twitter.com/ey2HoB2wlT— Reuters (@Reuters) December 13, 2021 Eto'o hafði reyndar verið lýstur vanhæfur fyrir kjörið af því að hann er einnig spænskur ríkisborgari en þeirri reglu var síðan hent út fyrir kosningarnar. Margir fyrrum leikmenn lýstu yfir stuðningi við hann og Eto'o lofaði því að koma spillingunni út úr kamerúnskum fótbolta. Afríkukeppnin fer fram í Kamerún frá 9. janúar til 6. febrúar næstkomandi. Kamerún átti að halda hana 2019 en missti hana þá vegna áhyggja af öryggismálum og óstjórnunnar í undirbúningi keppninnar. Samuel Eto'o var á sínum tíma einn besti framherji heims og átti mörg góð ár hjá liðum eins og Barcelona og Internazionale Milan. Hann vann þrennuna meðal annars tvö tímabil í röð, fyrst 20009 með Barcelona og svo 2009-10 með Internazionale. Eto'o varð fjórum sinnum kosinn besti knattspyrnumaður Afríku og hann varð tvisvar Afríkumeistari og einu sinni Ólympíumeistari með kamerúnska landsliðið. Fótbolti Kamerún Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Eto'o er einn allra besti knattspyrnumaðurinn í sögu Kamerún og nú um helgina var hann kjörinn nýr forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins. I ll be remembering today as one of the proudest moments of my life. I m deeply grateful for to be elected as the new president of @FecafootOfficie. Every vote represents the energy and ambition of our football family to take our beloved sport to a level we ve never seen before. pic.twitter.com/2z8fjLBMLA— Samuel Eto'o (@SamuelEtoo) December 11, 2021 Eto'o fékk 43 atkvæði á móti 31 hjá andstæðingi sínum. Sá heitir Seidou Mbombo Njoya og var ríkjandi forseti sambandsins. Njoya er einnig varaforseti afríska knattspyrnusambandsins. Eto'o talaði um mikilvægi þess að fá fótboltamenn inn í pólitíkina í kamerúnskum fótbolta. Það stendur mikið til hjá sambandinu því Kamerún heldur Afríkukeppni landsliða eftir aðeins einn mánuð. Hinn fertugi Eto'o fær mjög krefjandi starf í fangið en í gegnum tíðina hefur verið mikið um innbyrðis deilur, óstjórn og ásakanir um spillingu hjá kamerúnska sambandinu. Cameroonian soccer legend Samuel Eto'o was elected president of the Cameroon Football Federation on Saturday pic.twitter.com/ey2HoB2wlT— Reuters (@Reuters) December 13, 2021 Eto'o hafði reyndar verið lýstur vanhæfur fyrir kjörið af því að hann er einnig spænskur ríkisborgari en þeirri reglu var síðan hent út fyrir kosningarnar. Margir fyrrum leikmenn lýstu yfir stuðningi við hann og Eto'o lofaði því að koma spillingunni út úr kamerúnskum fótbolta. Afríkukeppnin fer fram í Kamerún frá 9. janúar til 6. febrúar næstkomandi. Kamerún átti að halda hana 2019 en missti hana þá vegna áhyggja af öryggismálum og óstjórnunnar í undirbúningi keppninnar. Samuel Eto'o var á sínum tíma einn besti framherji heims og átti mörg góð ár hjá liðum eins og Barcelona og Internazionale Milan. Hann vann þrennuna meðal annars tvö tímabil í röð, fyrst 20009 með Barcelona og svo 2009-10 með Internazionale. Eto'o varð fjórum sinnum kosinn besti knattspyrnumaður Afríku og hann varð tvisvar Afríkumeistari og einu sinni Ólympíumeistari með kamerúnska landsliðið.
Fótbolti Kamerún Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira