Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri segir að svo virðist sem fimm daga sóttkví dugi ekki til þar sem þau í skólanum hafi ítrekað lent í því að nemendur greinist á sjötta eða sjöunda degi - og þá þurfi aftur að senda fólk í sóttkví, sem sé íþyngjandi.
Hún viti til dæmis af kennara sem hafi farið þrisvar í sóttkví á þremur vikum. Því hafi verið ákveðið að slíta skólahaldi viku fyrr en ella.
96 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Ellefu greindust á landamærum. Rúmlega helmingur smitaðra, 55 manns, voru í sóttkví við greiningu.