Niðurstaðan hræðileg og nöturlegt að hana beri upp í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. desember 2021 17:13 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segist vongóður að réttlætið sigri að lokum. Vísir/Egill Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að framselja megi Julian Assange stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir niðurstöðuna hræðilega og hálf nöturlegt að hún skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Málinu verði mætt í héraði með nýrri áfrýjun og sé því alls ekki lokið. Á meðan niðurstaða dómstólsins var lesin upp söfnuðust stuðningsmenn Julian Assange saman fyrir utan. Áfrýjunardómstóllinn sneri við úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar hafði verið hafnað. Assange er því kominn einu skrefi nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna ásakana um njósnir. „Hún kemur nú ekki sérstaklega mikið á óvart þessi niðurstaða því miður en þetta er hræðileg niðurstaða og hálf nöturlegt að þetta skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama dag og tveir blaðamenn eru að taka við nóbelsverðlaunum, friðarverðlaunum Nóbels í Osló, sama dag og ráðstefnu Bandaríkjanna lýkur þar sem þeir eru að hampa sér fyrir það að vera forysturíki fyrir lýðræði í heiminum, þá skuli þessi niðurstaða koma þar sem er verið að senda málið aftur í hérað. Það verður því að sjálfsögðu mætt með nýrri áfrýjun þannig að þetta er alls ekki búið,“ segir Kristinn. Assange hefur nú setið í fangelsi í á þriðja ár en áður en fangelsisvist hans hófst hafði hann verið lokaður inni í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í sjö ár. „Hann er búinn að vera í einangrunarvist langmestan part af þeim tíma sem hann hefur verið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og það er í sjálfu sér mannréttindabrot að hann skuli hafa verið þar núna í tvö ár og þrjá mánuði að bíða niðurstöðu og algjörlega ótækt og því verður náttúrulega að linna.“ Kristinn segist vongóður um að réttlætið sigri að lokum. „Þetta endar með réttlæti það hlýtur að gera það. Því að ef þetta heldur áfram að hann sé framseldur til Bandaríkjanna þá er það þvílíkt áfall fyrir blaðamennsku í heiminum það sem að allir eru í dag orðnir sammála um alveg sama hvaða mannréttindasamtök þú heyrir í. Ég sé nú að Amnesty International og Blaðamenn án landamæra hafa fordæmt þessa niðurstöðu. Þarna er verið að gera blaðamennsku að glæp og það er ótækt fyrir heiminn í dag.“ WikiLeaks Mannréttindi Mál Julians Assange Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Á meðan niðurstaða dómstólsins var lesin upp söfnuðust stuðningsmenn Julian Assange saman fyrir utan. Áfrýjunardómstóllinn sneri við úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar hafði verið hafnað. Assange er því kominn einu skrefi nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna ásakana um njósnir. „Hún kemur nú ekki sérstaklega mikið á óvart þessi niðurstaða því miður en þetta er hræðileg niðurstaða og hálf nöturlegt að þetta skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama dag og tveir blaðamenn eru að taka við nóbelsverðlaunum, friðarverðlaunum Nóbels í Osló, sama dag og ráðstefnu Bandaríkjanna lýkur þar sem þeir eru að hampa sér fyrir það að vera forysturíki fyrir lýðræði í heiminum, þá skuli þessi niðurstaða koma þar sem er verið að senda málið aftur í hérað. Það verður því að sjálfsögðu mætt með nýrri áfrýjun þannig að þetta er alls ekki búið,“ segir Kristinn. Assange hefur nú setið í fangelsi í á þriðja ár en áður en fangelsisvist hans hófst hafði hann verið lokaður inni í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í sjö ár. „Hann er búinn að vera í einangrunarvist langmestan part af þeim tíma sem hann hefur verið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og það er í sjálfu sér mannréttindabrot að hann skuli hafa verið þar núna í tvö ár og þrjá mánuði að bíða niðurstöðu og algjörlega ótækt og því verður náttúrulega að linna.“ Kristinn segist vongóður um að réttlætið sigri að lokum. „Þetta endar með réttlæti það hlýtur að gera það. Því að ef þetta heldur áfram að hann sé framseldur til Bandaríkjanna þá er það þvílíkt áfall fyrir blaðamennsku í heiminum það sem að allir eru í dag orðnir sammála um alveg sama hvaða mannréttindasamtök þú heyrir í. Ég sé nú að Amnesty International og Blaðamenn án landamæra hafa fordæmt þessa niðurstöðu. Þarna er verið að gera blaðamennsku að glæp og það er ótækt fyrir heiminn í dag.“
WikiLeaks Mannréttindi Mál Julians Assange Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45
Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12
Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00