Niðurstaðan hræðileg og nöturlegt að hana beri upp í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. desember 2021 17:13 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segist vongóður að réttlætið sigri að lokum. Vísir/Egill Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að framselja megi Julian Assange stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir niðurstöðuna hræðilega og hálf nöturlegt að hún skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Málinu verði mætt í héraði með nýrri áfrýjun og sé því alls ekki lokið. Á meðan niðurstaða dómstólsins var lesin upp söfnuðust stuðningsmenn Julian Assange saman fyrir utan. Áfrýjunardómstóllinn sneri við úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar hafði verið hafnað. Assange er því kominn einu skrefi nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna ásakana um njósnir. „Hún kemur nú ekki sérstaklega mikið á óvart þessi niðurstaða því miður en þetta er hræðileg niðurstaða og hálf nöturlegt að þetta skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama dag og tveir blaðamenn eru að taka við nóbelsverðlaunum, friðarverðlaunum Nóbels í Osló, sama dag og ráðstefnu Bandaríkjanna lýkur þar sem þeir eru að hampa sér fyrir það að vera forysturíki fyrir lýðræði í heiminum, þá skuli þessi niðurstaða koma þar sem er verið að senda málið aftur í hérað. Það verður því að sjálfsögðu mætt með nýrri áfrýjun þannig að þetta er alls ekki búið,“ segir Kristinn. Assange hefur nú setið í fangelsi í á þriðja ár en áður en fangelsisvist hans hófst hafði hann verið lokaður inni í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í sjö ár. „Hann er búinn að vera í einangrunarvist langmestan part af þeim tíma sem hann hefur verið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og það er í sjálfu sér mannréttindabrot að hann skuli hafa verið þar núna í tvö ár og þrjá mánuði að bíða niðurstöðu og algjörlega ótækt og því verður náttúrulega að linna.“ Kristinn segist vongóður um að réttlætið sigri að lokum. „Þetta endar með réttlæti það hlýtur að gera það. Því að ef þetta heldur áfram að hann sé framseldur til Bandaríkjanna þá er það þvílíkt áfall fyrir blaðamennsku í heiminum það sem að allir eru í dag orðnir sammála um alveg sama hvaða mannréttindasamtök þú heyrir í. Ég sé nú að Amnesty International og Blaðamenn án landamæra hafa fordæmt þessa niðurstöðu. Þarna er verið að gera blaðamennsku að glæp og það er ótækt fyrir heiminn í dag.“ WikiLeaks Mannréttindi Mál Julians Assange Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Á meðan niðurstaða dómstólsins var lesin upp söfnuðust stuðningsmenn Julian Assange saman fyrir utan. Áfrýjunardómstóllinn sneri við úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar hafði verið hafnað. Assange er því kominn einu skrefi nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna ásakana um njósnir. „Hún kemur nú ekki sérstaklega mikið á óvart þessi niðurstaða því miður en þetta er hræðileg niðurstaða og hálf nöturlegt að þetta skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama dag og tveir blaðamenn eru að taka við nóbelsverðlaunum, friðarverðlaunum Nóbels í Osló, sama dag og ráðstefnu Bandaríkjanna lýkur þar sem þeir eru að hampa sér fyrir það að vera forysturíki fyrir lýðræði í heiminum, þá skuli þessi niðurstaða koma þar sem er verið að senda málið aftur í hérað. Það verður því að sjálfsögðu mætt með nýrri áfrýjun þannig að þetta er alls ekki búið,“ segir Kristinn. Assange hefur nú setið í fangelsi í á þriðja ár en áður en fangelsisvist hans hófst hafði hann verið lokaður inni í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í sjö ár. „Hann er búinn að vera í einangrunarvist langmestan part af þeim tíma sem hann hefur verið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og það er í sjálfu sér mannréttindabrot að hann skuli hafa verið þar núna í tvö ár og þrjá mánuði að bíða niðurstöðu og algjörlega ótækt og því verður náttúrulega að linna.“ Kristinn segist vongóður um að réttlætið sigri að lokum. „Þetta endar með réttlæti það hlýtur að gera það. Því að ef þetta heldur áfram að hann sé framseldur til Bandaríkjanna þá er það þvílíkt áfall fyrir blaðamennsku í heiminum það sem að allir eru í dag orðnir sammála um alveg sama hvaða mannréttindasamtök þú heyrir í. Ég sé nú að Amnesty International og Blaðamenn án landamæra hafa fordæmt þessa niðurstöðu. Þarna er verið að gera blaðamennsku að glæp og það er ótækt fyrir heiminn í dag.“
WikiLeaks Mannréttindi Mál Julians Assange Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45
Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12
Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00