Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2021 09:00 Henry Birgir Gunnarsson, Hannes S. Jónsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og Ásmundur Einar Daðason við Pallborðið í gær. Vísir/Vilhelm Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. Ísland hefur um árabil verið á undanþágu hjá alþjóðasamböndum til að spila í Laugardalshöll í undankeppnum stórmóta í körfubolta og handbolta. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þolinmæði FIBA sé á þrotum og þegar að ekki var hægt að spila í Laugardalshöll vegna vatnsskemmda voru skilaboðin einföld: Engin höll á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. „Mönnum finnst þetta bara skrýtið, að við getum ekki gert þetta. Það er það sem FIBA segir. Það er ekki til neitt hús eins og staðan er akkúrat í dag,“ sagði Hannes í Pallborðinu í gær, þar sem íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, voru einnig. Klippa: Pallborðið - Hannes bauð ráðherra til Ítalíu Ekki er ljóst hvenær hægt verður að keppa í íþróttum að nýju í Laugardalshöll en það verður tæplega fyrr en næsta vor eða sumar. Karlalandsliðið í körfubolta varð að skipta við Rússa á heimaleik, og spila í Pétursborg í síðasta mánuði í stað þess að spila á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að mæta Rússum í Laugardalshöll næsta sumar. Í febrúar eru hins vegar tveir leikir á dagskrá gegn Ítalíu sem allt útlit er fyrir að þurfi báðir að fara fram á Ítalíu. „Auðvitað erum við öll að vinna í því að eitthvað geti gerst, en því miður stefnir í það að við séum að fara að spila tvo leiki á útivelli við Ítalíu í lok febrúar, þegar við ættum að eiga heimaleik og útileik við Ítalíu. Það verður bara gaman að fá ráðherra og ríkisstjórn og fleiri til að mæta á heimaleikinn okkar á Ítalíu,“ segir Hannes. Pallborðið Handbolti Körfubolti Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira
Ísland hefur um árabil verið á undanþágu hjá alþjóðasamböndum til að spila í Laugardalshöll í undankeppnum stórmóta í körfubolta og handbolta. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þolinmæði FIBA sé á þrotum og þegar að ekki var hægt að spila í Laugardalshöll vegna vatnsskemmda voru skilaboðin einföld: Engin höll á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. „Mönnum finnst þetta bara skrýtið, að við getum ekki gert þetta. Það er það sem FIBA segir. Það er ekki til neitt hús eins og staðan er akkúrat í dag,“ sagði Hannes í Pallborðinu í gær, þar sem íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, voru einnig. Klippa: Pallborðið - Hannes bauð ráðherra til Ítalíu Ekki er ljóst hvenær hægt verður að keppa í íþróttum að nýju í Laugardalshöll en það verður tæplega fyrr en næsta vor eða sumar. Karlalandsliðið í körfubolta varð að skipta við Rússa á heimaleik, og spila í Pétursborg í síðasta mánuði í stað þess að spila á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að mæta Rússum í Laugardalshöll næsta sumar. Í febrúar eru hins vegar tveir leikir á dagskrá gegn Ítalíu sem allt útlit er fyrir að þurfi báðir að fara fram á Ítalíu. „Auðvitað erum við öll að vinna í því að eitthvað geti gerst, en því miður stefnir í það að við séum að fara að spila tvo leiki á útivelli við Ítalíu í lok febrúar, þegar við ættum að eiga heimaleik og útileik við Ítalíu. Það verður bara gaman að fá ráðherra og ríkisstjórn og fleiri til að mæta á heimaleikinn okkar á Ítalíu,“ segir Hannes.
Pallborðið Handbolti Körfubolti Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira