Liverpool var fyrir löngu búið að tryggja sér sigur í B-riðli þegar liðið heimsótti AC Milan, í leik sem var upp á líf og dauða fyrir heimamenn.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði átta breytingar á liði sínu frá seinasta leik og Liverpool lenti undir eftir tæplega hálftíma leik.
Mohamed Salah og Divock Origi sáu þó til þess að stigin þrjú komu með gestunum aftur til Bretlandseyja og Liverpool endaði því með 18 stig af 18 mögulegum, í riðli sem margir litu á sem einn erfiðasta riðil keppninnar.
Eins og áður segir er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem enskt lið fer í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga, en eftir úrslit gærkvöldsins er það Atlético Madrid sem fylgir Liverpool í 16-liða úrslit úr B-riðli. Porto fer í Evrópukeppnina, en AC Milan situr eftir með sárt ennið.
History makers 🤩
— Football on BT Sport (@btsportfootball) December 7, 2021
Liverpool are the first English team to win all their #UCL group games! 👏👏👏 pic.twitter.com/BeWwhSS6tF

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.