Sé það liður í að sporna við útbreiðslu veirunnar en talsverður fjöldi kórónuveirusmita hafa komið upp í Hlíðaskóla síðustu daga.
Þetta kemur fram á heimasíðu Vals, en skólastjórnendur í Hlíðaskóla tóku í gær ákvörðun í samráði við sóttvarnaryfirvöld um að fella niður kennslu í 1. til 10.bekk í dag og á morgun.
„Í tölvupósti sem foreldrar fengu frá skólayfirvöldum þurfa allir nemendur að fara í Covid próf áður en þeir mæta aftur í skólann. Gott er að fara í skimun seinnipart á þriðjudag þannig að svar hafi borist á miðvikudagsmorgun. Foreldrar eru beðnir að fara með börn sem hafa verið í sóttkví í PCR próf en allir aðrir nemendur fari í hraðpróf,“ segir á vef Vals.