Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2021 21:15 Gígurinn sem vísindamenn á vegum Almannavarna reyna nú að komast að hvenær myndaðist. Vísir/RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. Jarðfræðingar hafa rýnt í einhverjar myndanna með von um að geta fundið út hvenær gígurinn á myndinni hér að ofan myndaðist. Bjarki Friis Kaldalóns, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi nú í kvöld að verulega hafi tekið að hægjast á sigi íshellunnar. Þá væri svokallaður hlaupórói á hraðri niðurleið og hafi verið það síðan í nótt. „Líklega náði hlaupið hámarki í nótt. Það var tekin rennslismæling í morgun og þá var rennslið 2.800 rúmmetrar á sekúndu. Það var 2.600 rúmmetrar á sekúndu á sama tíma í gær.“ Bjarki segir þó óljóst hversu langt yfir þeim 2.800 rúmmetrum sem mældist hlaupið fór, þar sem stöðugar mælingar séu ekki framkvæmdar á rennslinu. Talið sé að um 3.000 rúmmetrar á sekúndu hafi runnið um Gígjukvísl. Vísindamenn þurfi þó tíma til að rýna í gögnin til að geta slegið því föstu. Þá hafi eina skjálftavirknin sem mælst hafi á svæðinu verið vegna ísskjálfta, sem myndast þegar íshellur brotna með tilheyrandi látum. Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem Ragnar tók á flugi í gær. Stór sprunga í ísnum.Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Að neðan má svo sjá mynd sem Njáll Fannar Reynisson hjá Veðurstofunni tók. Jarðvísindamenn hjá Almannavörnum vilja komast að því hvenær þessi gígur myndaðist.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar RAX Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Jarðfræðingar hafa rýnt í einhverjar myndanna með von um að geta fundið út hvenær gígurinn á myndinni hér að ofan myndaðist. Bjarki Friis Kaldalóns, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi nú í kvöld að verulega hafi tekið að hægjast á sigi íshellunnar. Þá væri svokallaður hlaupórói á hraðri niðurleið og hafi verið það síðan í nótt. „Líklega náði hlaupið hámarki í nótt. Það var tekin rennslismæling í morgun og þá var rennslið 2.800 rúmmetrar á sekúndu. Það var 2.600 rúmmetrar á sekúndu á sama tíma í gær.“ Bjarki segir þó óljóst hversu langt yfir þeim 2.800 rúmmetrum sem mældist hlaupið fór, þar sem stöðugar mælingar séu ekki framkvæmdar á rennslinu. Talið sé að um 3.000 rúmmetrar á sekúndu hafi runnið um Gígjukvísl. Vísindamenn þurfi þó tíma til að rýna í gögnin til að geta slegið því föstu. Þá hafi eina skjálftavirknin sem mælst hafi á svæðinu verið vegna ísskjálfta, sem myndast þegar íshellur brotna með tilheyrandi látum. Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem Ragnar tók á flugi í gær. Stór sprunga í ísnum.Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Að neðan má svo sjá mynd sem Njáll Fannar Reynisson hjá Veðurstofunni tók. Jarðvísindamenn hjá Almannavörnum vilja komast að því hvenær þessi gígur myndaðist.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar RAX Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira