Við gerðum of mörg mistök Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 15:46 Tuchel telur einstaklingsmistök vera kosta Chelsea leik eftir leik. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Thomas Tuchel var sár og svekktur er hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Honum fannst frammistaðan þó ekki alslæm. „Mér fannst við ekki spila það illa í leiknum, frammistaðan var allt í lagi. Það er hægt að vinna leiki með frammistöðu sem þessari.“ „Það er erfitt að spila hér, við gerðum of mörg einstaklingsmistök. Við gerðum þau líka gegn Manchester United og Watford þar sem okkur var refsað. Ef þú vilt ná árangri á þessu getustigi þá þarftu að halda mistökum í lágmarki. Við töluðum um það fyrir leik en það hjálpaði augljóslega ekki í dag.“ Varðandi vítaspyrnuna klaufalegu „Sendingin (frá Jorginho) til baka er ekki besta ákvörðunin sem hægt var að taka þar, skipulagið okkar er ekki það besta. Við getum bjargað okkur fyrir horn en ákvörðunin hjá Edu (Mendy, markverði Chelsea) var ekki heldur sú besta. „Við sköpuðum mikið af hálf-færum, áttum margar snertingar inn í vítateig West Ham en stundum þarf smá heppni. Skot sem fer í varnarmann eða bolti sem dettur rétt fyrir þig. Þriðja mark þeirra er skrýtið og einu tvö alvöru færin þeirra í fyrri hálfleik komu eftir mistök frá okkur.“ „Við gátum ekki klárað leikinn þrátt fyrir að fá betri færi en þeir. Við þurfum að vera miskunnarlausari fyrir framan mark andstæðinganna. Við áttum einnig erfitt uppdráttar varnarlega í ákveðnum aðstæðum.“ „Þó hvert tap sé ákveðið högg mun það ekki halda aftur af okkur. Mun ekki aftra okkur í að halda áfram og gera sömu kröfur og við höfum gert, við þurfum að spila betur og af meira öryggi. Þurfum einnig að fækka mistökum á ögurstundum,“ sagði Tuchel að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
„Mér fannst við ekki spila það illa í leiknum, frammistaðan var allt í lagi. Það er hægt að vinna leiki með frammistöðu sem þessari.“ „Það er erfitt að spila hér, við gerðum of mörg einstaklingsmistök. Við gerðum þau líka gegn Manchester United og Watford þar sem okkur var refsað. Ef þú vilt ná árangri á þessu getustigi þá þarftu að halda mistökum í lágmarki. Við töluðum um það fyrir leik en það hjálpaði augljóslega ekki í dag.“ Varðandi vítaspyrnuna klaufalegu „Sendingin (frá Jorginho) til baka er ekki besta ákvörðunin sem hægt var að taka þar, skipulagið okkar er ekki það besta. Við getum bjargað okkur fyrir horn en ákvörðunin hjá Edu (Mendy, markverði Chelsea) var ekki heldur sú besta. „Við sköpuðum mikið af hálf-færum, áttum margar snertingar inn í vítateig West Ham en stundum þarf smá heppni. Skot sem fer í varnarmann eða bolti sem dettur rétt fyrir þig. Þriðja mark þeirra er skrýtið og einu tvö alvöru færin þeirra í fyrri hálfleik komu eftir mistök frá okkur.“ „Við gátum ekki klárað leikinn þrátt fyrir að fá betri færi en þeir. Við þurfum að vera miskunnarlausari fyrir framan mark andstæðinganna. Við áttum einnig erfitt uppdráttar varnarlega í ákveðnum aðstæðum.“ „Þó hvert tap sé ákveðið högg mun það ekki halda aftur af okkur. Mun ekki aftra okkur í að halda áfram og gera sömu kröfur og við höfum gert, við þurfum að spila betur og af meira öryggi. Þurfum einnig að fækka mistökum á ögurstundum,“ sagði Tuchel að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira