Fyrsti skíðadagurinn á Siglufirði í fallegu veðri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2021 14:36 Fallegt veður er á Siglufirði í dag, eins og víða annars staðar. Talsvert frost og heiðskírt. Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar í dag í fyrsta sinn í vetur. Forstöðumaður svæðisins segist hafa fundið fyrir mikilli tilhlökkun meðal bæjarbúa og dagurinn sé fullkominn til skíðamennsku. Mikið frost er víða á landinu í dag en það er í kring um þrjár, fjórar gráður á Siglufirði þessa stundina. Það er heiðskírt fyrir norðan og fallegt um að líta. Egill Rögnvaldsson, forstöðumaður skíðasvæðisins Skarðdals, segir mikinn létti að geta opnað í dag og vonast til þess að veturinn verði góður. „Það er yfirleitt á þessum tíma, 1. til 10. desember, sem við erum að opna. En þetta er mikið fyrr núna en í fyrra, við opnuðum ekki fyrr en um jólin í fyrra þannig að þetta lítur vel út,“ segir Egill. Egill vonast til að fólk nýti sér daginn og mæti í brekkuna.Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Svæðið opnar klukkan 12, og bara ein lyfta til að byrja með en vel gæti verið að önnur verði opnuð þegar líður á daginn. Egill segist gera ráð fyrir að fjöldi fólks muni sækja í brekkuna. „Það er mikill áhugi fyrir því að koma í fjallið í dag. Ég er búinn að finna fyrir því alla vikuna,“ segir Egill. „Þetta eru náttúrulega búnir að vera skrítnir tveir vetur út af Covid-inu og það eru allir orðnir þyrstir í að komast á skíði.“ Gerir ráð fyrir að geta haft opið á morgun líka Grímuskylda er í kring um afgreiðsluna og skíðaskálann og er fólk beðið um að tryggja að safnast ekki saman í stærri hópum en fimmtíu. Egill segir að í raun gildi bara sömu sóttvarnareglur á skíðasvæðinu og annars staðar. Veðurspáin bendir til að verra veður verði á morgun en í dag og er spáð suðaustan stormi eða hvassviðri. Egill segist þó gera ráð fyrir að geta haldið skíðasvæðinu opnu á morgun líka. „Suðaustanáttin hér á Siglufirði er bara fín. Þannig að ég er bjartsýnn á að verði opið bæði í dag og á morgun,“ segir Egill. „Aðstæður eru mjög góðar í troðnum brekkum. Það er ekki mikill snjór fyrir utan troðnu brekkurnar þannig að fólk verður bara að halda sig í troðnum brekkum og þá verður þetta flott í dag.“ Hann segist feginn því að starfsemi skíðasvæðisins sé komin aftur af stað. „Þetta er búin að vera rosaleg þrautaganga með skíðasvæðin undanfarna tvo vetur, alveg hrikalega erfitt. Við vonum bara að við fáum normal vetur, ég bið ekki um meira. Áttatíu til níutíu dagar opnir og þá erum við góð.“ Skíðasvæði Fjallabyggð Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira
Mikið frost er víða á landinu í dag en það er í kring um þrjár, fjórar gráður á Siglufirði þessa stundina. Það er heiðskírt fyrir norðan og fallegt um að líta. Egill Rögnvaldsson, forstöðumaður skíðasvæðisins Skarðdals, segir mikinn létti að geta opnað í dag og vonast til þess að veturinn verði góður. „Það er yfirleitt á þessum tíma, 1. til 10. desember, sem við erum að opna. En þetta er mikið fyrr núna en í fyrra, við opnuðum ekki fyrr en um jólin í fyrra þannig að þetta lítur vel út,“ segir Egill. Egill vonast til að fólk nýti sér daginn og mæti í brekkuna.Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Svæðið opnar klukkan 12, og bara ein lyfta til að byrja með en vel gæti verið að önnur verði opnuð þegar líður á daginn. Egill segist gera ráð fyrir að fjöldi fólks muni sækja í brekkuna. „Það er mikill áhugi fyrir því að koma í fjallið í dag. Ég er búinn að finna fyrir því alla vikuna,“ segir Egill. „Þetta eru náttúrulega búnir að vera skrítnir tveir vetur út af Covid-inu og það eru allir orðnir þyrstir í að komast á skíði.“ Gerir ráð fyrir að geta haft opið á morgun líka Grímuskylda er í kring um afgreiðsluna og skíðaskálann og er fólk beðið um að tryggja að safnast ekki saman í stærri hópum en fimmtíu. Egill segir að í raun gildi bara sömu sóttvarnareglur á skíðasvæðinu og annars staðar. Veðurspáin bendir til að verra veður verði á morgun en í dag og er spáð suðaustan stormi eða hvassviðri. Egill segist þó gera ráð fyrir að geta haldið skíðasvæðinu opnu á morgun líka. „Suðaustanáttin hér á Siglufirði er bara fín. Þannig að ég er bjartsýnn á að verði opið bæði í dag og á morgun,“ segir Egill. „Aðstæður eru mjög góðar í troðnum brekkum. Það er ekki mikill snjór fyrir utan troðnu brekkurnar þannig að fólk verður bara að halda sig í troðnum brekkum og þá verður þetta flott í dag.“ Hann segist feginn því að starfsemi skíðasvæðisins sé komin aftur af stað. „Þetta er búin að vera rosaleg þrautaganga með skíðasvæðin undanfarna tvo vetur, alveg hrikalega erfitt. Við vonum bara að við fáum normal vetur, ég bið ekki um meira. Áttatíu til níutíu dagar opnir og þá erum við góð.“
Skíðasvæði Fjallabyggð Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira