Þrjúhundruð stöðvaðir og einn tekinn fyrir ölvunarakstur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2021 11:38 Nokkur röð myndaðist á Hringbraut í gær þar sem lögreglan lét alla blása í áfengismæla. Vísir Einn var gripinn grunaður um ölvunarakstur í aðgerðum lögreglu á Hringbraut í gær. Lögreglan lokaði Hringbraut til austurs í gær og lét alla ökumenn þar blása í áfengismæla. „Í gær voru stöðvaðir tæplega þrjú hundruð bílar. Af þeim voru þrír ökumenn kyrrsettir og einn tekinn fyrir meintan ölvunarakstur,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðarvarðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðuborgarsvæðinu. Lögregla gerir þetta iðulega á aðventunni og segir Árni í samtali við fréttastofu að ökumenn geti átt von á að vera stöðvaðir hvenær sem er sólarhrings, alla daga vikunnar. Hann segir því miður að ökumenn séu líklegri til að aka undir áhrifum á þessum tíma árs. Sjá einnig: Lokuðu Hringbraut til austurs og láta alla blása „Það hefur sýnt sig. Það er náttúrulega bæði þessi jólahlaðborð og vinnustaðasamkomur þar sem gleði og áfengi er haft við hönd. Við viljum einfaldlega reyna að ná til þeirra sem taka þessa ákvörðun að aka ölvaðir,“ segir Árni. Enginn ökumannanna sem stöðvaðir voru í gær voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, þó það sé nokkuð algengt ef miðað er við dagbókarfærslur lögreglu sem berast á hverjum degi. „Við höfum gert þetta undanfarin ár og því miður er alltaf eitthvað um að fólk, ökumenn, freistist til að aka undir áhrifum,“ segir Árni. „Þetta er háalvarlegt, ölvunarakstur og fíkniefnaakstur er háalvarlegur. Þannig að öll umræða er af hinu góða,“ segir Árni og skorar á alla ökumenn að setjast ekki undir stýri undir áhrifum. Lögreglumál Umferðaröryggi Umferð Jól Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
„Í gær voru stöðvaðir tæplega þrjú hundruð bílar. Af þeim voru þrír ökumenn kyrrsettir og einn tekinn fyrir meintan ölvunarakstur,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðarvarðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðuborgarsvæðinu. Lögregla gerir þetta iðulega á aðventunni og segir Árni í samtali við fréttastofu að ökumenn geti átt von á að vera stöðvaðir hvenær sem er sólarhrings, alla daga vikunnar. Hann segir því miður að ökumenn séu líklegri til að aka undir áhrifum á þessum tíma árs. Sjá einnig: Lokuðu Hringbraut til austurs og láta alla blása „Það hefur sýnt sig. Það er náttúrulega bæði þessi jólahlaðborð og vinnustaðasamkomur þar sem gleði og áfengi er haft við hönd. Við viljum einfaldlega reyna að ná til þeirra sem taka þessa ákvörðun að aka ölvaðir,“ segir Árni. Enginn ökumannanna sem stöðvaðir voru í gær voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, þó það sé nokkuð algengt ef miðað er við dagbókarfærslur lögreglu sem berast á hverjum degi. „Við höfum gert þetta undanfarin ár og því miður er alltaf eitthvað um að fólk, ökumenn, freistist til að aka undir áhrifum,“ segir Árni. „Þetta er háalvarlegt, ölvunarakstur og fíkniefnaakstur er háalvarlegur. Þannig að öll umræða er af hinu góða,“ segir Árni og skorar á alla ökumenn að setjast ekki undir stýri undir áhrifum.
Lögreglumál Umferðaröryggi Umferð Jól Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira