Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Fanndís Birna Logadóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. desember 2021 12:13 Aron Einar Gunnarsson hefur gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. RÚV greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum fréttastofu flaug Aron Einar frá Katar, hvar hann spilar knattspyrnu og býr með fjölskyldu sinni, til að gefa skýrslu. Var það að kröfu lögreglu sem hann kom til landsins en lögregla samþykkti ekki að skýrsla yrði tekin í gegnum fjarfundarbúnað. Aron Einar og Eggert Gunnþór stigu fram í október í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og þvertóku fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Aron Einar sagðist aldrei hafa beitt ofbeldi og Eggert Gunnþór sagðist fullkomlega saklaus af því sem hann hefur verið sakaður um. Þrítug kona birti færslu á Instagram í maí þar sem hún sagði tvo ónefnda þjóðþekkta einstaklinga hafa nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Síðan þá hefur komið í ljós að meint brot átti sér stað að loknum landsleik við Danmörku í Kaupmannahöfn. Aron Einar sagðist í yfirlýsingu sinni í september, þar sem hann var ósáttur við að hafa ekki verið valinn í landsliðið vegna málsins, ætla að óska eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Eggert Gunnþór sagði í yfirlýsingu sinni á föstudag að hann hefði þann 1. október óskað eftir því að fá að gera það sama. Kynferðisbrotadeild lögreglu hefur sagst ekki munu tjá sig um málið meðan rannsókn þess er í gangi. Uppfært klukkan 14:24 með yfirlýsingu Einars Odds Sigurðssonar, lögmanns Arons Einars, fyrir hönd þeirra beggja Í dag hafa birst í fjölmiðlum umfjallanir um að skýrslutökur hafi farið fram vegna rannsóknar lögreglu á máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Ég hef ekki haft tök á að svara símtölum sem ég gef mér að tengjast umfjölluninni en vil, ásamt Unnsteini Elvarssyni lögmanni Eggerts, koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu/athugasemd fyrir hönd þeirra beggja. Skjólstæðingar okkar hafa þegar lýst yfir sakleysi sínu og hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið í skýrslutöku hjá lögreglu eins og þeir óskuðu eftir. Þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér og reikna með að málið verði fellt niður. Afstaða þeirra er því alveg óbreytt. Að öðru leyti vísast til fyrri yfirlýsinga þeirra en þeir munu ekki tjá sig frekar um málið að sinni. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum fréttastofu flaug Aron Einar frá Katar, hvar hann spilar knattspyrnu og býr með fjölskyldu sinni, til að gefa skýrslu. Var það að kröfu lögreglu sem hann kom til landsins en lögregla samþykkti ekki að skýrsla yrði tekin í gegnum fjarfundarbúnað. Aron Einar og Eggert Gunnþór stigu fram í október í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og þvertóku fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Aron Einar sagðist aldrei hafa beitt ofbeldi og Eggert Gunnþór sagðist fullkomlega saklaus af því sem hann hefur verið sakaður um. Þrítug kona birti færslu á Instagram í maí þar sem hún sagði tvo ónefnda þjóðþekkta einstaklinga hafa nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Síðan þá hefur komið í ljós að meint brot átti sér stað að loknum landsleik við Danmörku í Kaupmannahöfn. Aron Einar sagðist í yfirlýsingu sinni í september, þar sem hann var ósáttur við að hafa ekki verið valinn í landsliðið vegna málsins, ætla að óska eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Eggert Gunnþór sagði í yfirlýsingu sinni á föstudag að hann hefði þann 1. október óskað eftir því að fá að gera það sama. Kynferðisbrotadeild lögreglu hefur sagst ekki munu tjá sig um málið meðan rannsókn þess er í gangi. Uppfært klukkan 14:24 með yfirlýsingu Einars Odds Sigurðssonar, lögmanns Arons Einars, fyrir hönd þeirra beggja Í dag hafa birst í fjölmiðlum umfjallanir um að skýrslutökur hafi farið fram vegna rannsóknar lögreglu á máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Ég hef ekki haft tök á að svara símtölum sem ég gef mér að tengjast umfjölluninni en vil, ásamt Unnsteini Elvarssyni lögmanni Eggerts, koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu/athugasemd fyrir hönd þeirra beggja. Skjólstæðingar okkar hafa þegar lýst yfir sakleysi sínu og hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið í skýrslutöku hjá lögreglu eins og þeir óskuðu eftir. Þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér og reikna með að málið verði fellt niður. Afstaða þeirra er því alveg óbreytt. Að öðru leyti vísast til fyrri yfirlýsinga þeirra en þeir munu ekki tjá sig frekar um málið að sinni.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26
Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44