Enn eitt áfallið fyrir KSÍ: Tekjur sambandsins verða mun lægri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 09:31 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á aukaþingi KSÍ á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Þetta hefur ekki verið gott haust fyrir Knattspyrnusamband Íslands og nú er ljóst að reksturinn hefur ekki verið eins og væntingar stóðu til. Það hefur gengið mikið hjá stærsta sérsambandi Íslands á þessu ári og hlutirnir hafa ekki gengið eins og stefnt var að í byrjun árs. Guðni Bergsson, formaður KSÍ og stjórn knattspyrnusambandsins þurfti að segja af sér á haustmánuðunum eins og frægt er og í framhaldinu var kosin bráðabirgðastjórn og formaður fram að næsta ársþingi í febrúar. Vanda Sigurgeirsdóttir og nýja stjórnin fékk ekki alltof góðar fréttir á síðasta fundi sínum. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands sagði nefnilega frá því á stjórnarfundi sambandsins fyrir rúmri viku að tekjur KSÍ verða mun lægri en gert var ráð fyrir á áætlun. Þetta kemur fram í fundagerð á heimasíðu KSÍ sem finna má hér. Áætlunin var gerð vitandi að kórónuveirufaraldrinum ólíkt áætluninni árið á undan þar sem tekjur urði líka miklu minni en búist var við. Helstu ástæðurnar sem eru taldar upp í fundargerð stjórnar KSÍ fyrir þessari slöku tekjuöflun eru meðal annars það að takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins vörðu lengur en búist var við. Hér kemur líka inn í reikninginn að miðasala á landsleiki íslenska karlalandsliðsins hafi verið dræm og þá voru fjárframlög frá evrópska knattspyrnusambandinu lægri en gert var ráð fyrir. Í máli Klöru frammi fyrir stjórn KSÍ kemur fram að rekstrargjöld séu í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en einstaka liðir hafi þó farið fram yfir áætlun. Kostnaður við landslið Íslands eru lægri en gert var ráð fyrir og spá fyrir afkomu ársins hefur batnað frá sex mánaða uppgjöri. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, gaf líka stjórn skýrslu um fundi með bakhjörlum sambandsins. Hún sagði að þeir fundir hafa gengið vel og miða að því að upplýsa umrædda bakhjarla um stöðu þeirra aðgerða er ráðist hefur verið í á síðustu vikum sem og að staðfesta að starfsemi sambandsins gangi vel. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Það hefur gengið mikið hjá stærsta sérsambandi Íslands á þessu ári og hlutirnir hafa ekki gengið eins og stefnt var að í byrjun árs. Guðni Bergsson, formaður KSÍ og stjórn knattspyrnusambandsins þurfti að segja af sér á haustmánuðunum eins og frægt er og í framhaldinu var kosin bráðabirgðastjórn og formaður fram að næsta ársþingi í febrúar. Vanda Sigurgeirsdóttir og nýja stjórnin fékk ekki alltof góðar fréttir á síðasta fundi sínum. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands sagði nefnilega frá því á stjórnarfundi sambandsins fyrir rúmri viku að tekjur KSÍ verða mun lægri en gert var ráð fyrir á áætlun. Þetta kemur fram í fundagerð á heimasíðu KSÍ sem finna má hér. Áætlunin var gerð vitandi að kórónuveirufaraldrinum ólíkt áætluninni árið á undan þar sem tekjur urði líka miklu minni en búist var við. Helstu ástæðurnar sem eru taldar upp í fundargerð stjórnar KSÍ fyrir þessari slöku tekjuöflun eru meðal annars það að takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins vörðu lengur en búist var við. Hér kemur líka inn í reikninginn að miðasala á landsleiki íslenska karlalandsliðsins hafi verið dræm og þá voru fjárframlög frá evrópska knattspyrnusambandinu lægri en gert var ráð fyrir. Í máli Klöru frammi fyrir stjórn KSÍ kemur fram að rekstrargjöld séu í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en einstaka liðir hafi þó farið fram yfir áætlun. Kostnaður við landslið Íslands eru lægri en gert var ráð fyrir og spá fyrir afkomu ársins hefur batnað frá sex mánaða uppgjöri. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, gaf líka stjórn skýrslu um fundi með bakhjörlum sambandsins. Hún sagði að þeir fundir hafa gengið vel og miða að því að upplýsa umrædda bakhjarla um stöðu þeirra aðgerða er ráðist hefur verið í á síðustu vikum sem og að staðfesta að starfsemi sambandsins gangi vel.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira