Segir sérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu að von sé á nýjustu mælingum, bæði þegar kemur að rennsli og rafleiðni, með morgninum.
Áður hafði verið greint frá því að spálíkan Jarðfræðistofnunar Háskólans geri ráð fyrir að rennslistoppi í Gígjukvísl verði líklega náð á sunnudaginn eða í fyrsta lagi á seinni part laugardags.