Segir lið sitt aldrei hafa spilað jafn vel á Goodison Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 23:15 Klopp var mjög ánægður með sína menn í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var að vonum ánægður með 4-1 stórsigur sinna manna á Everton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þá sérstaklega eftir það sem gerðist á sama velli á síðustu leiktíð. „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu, þroskuð frammistaða, fullorðins frammistaða. Mun betri en undanfarin ár, sérstaklega á Goodison Park.“ „Síðar mun ég njóta þess að horfa á leikinn aftur því ég veit hvernig hann fór, það hjálpar til. Ég naut leiksins á köflum, naut þess sem ég sá þar sem þetta var okkar besta frammistaða til þessa á Goodison. Við tókum stór skref í þróun okkar sem lið, það er að við getum lagt tilfinningar til hliðar í svona mikilvægum leikjum.“ „Við vorum of opnir til baka þegar við gáfum þeim markið en það getur gerst þegar þú hefur mikla yfirburði. Við hefðum átt að vera komnir yfir áður en við brutum ísinn. Við komumst í 2-0 og voru ef til vill ekki nægilega öflugir fyrir framan markið, það gaf þeim líflínu. Ég er ekki að leitast eftir fullkomnun, ef þetta væri auðvelt þá gætu allir gert þetta. Strákarnir stóðu sig mjög vel,“ bætti sá þýski við. „Síðast þegar við spiluðum hér urðum við fyrir tveimur skelfilegum meiðslum. Við erum eins og fjölskylda og þegar einhver meiðist illa þá finnur þú fyrir því í búningsklefanum. Hann (Virgil Van Dijk) höndlaði meiðslin ótrúlega vel, sama á við um Thiago og allir strákarnir spiluðu vel í kvöld því þú finnur fyrir tilfinningunum þegar þú snýrð aftur,“ sagði Klopp en Van Dijk sleit krossband í hné í leik liðanna á síðustu leiktíð eftir glórulausa tæklingu Jordan Pickford, markvarðar Everton. Mo Salah var ekki sáttur eftir leik „Hann var reiður eftir leikinn, hann vildi skora þriðja markið sitt og fullkomna þrennuna. Ég tek svona mörkum ekki sem sjálfsögðum hlut, hann neyðir varnarmanninn til að gera mistök í öðru markinu sínu í kvöld. Mo setti Seamus Coleman undir pressu og vann boltann, þegar hann er í slíkri stöðu er líklegt að hann skori.“ „Við erum í góðu augnabliki og þetta var okkar langbesta frammistaða hér á Goodison síðan ég tók við. Fyrir leikinn sagði fólk mér að í nágrannaslögum skipti almennt form og gengi liðanna engu máli, ég gæti ekki verið meira ósammála,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
„Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu, þroskuð frammistaða, fullorðins frammistaða. Mun betri en undanfarin ár, sérstaklega á Goodison Park.“ „Síðar mun ég njóta þess að horfa á leikinn aftur því ég veit hvernig hann fór, það hjálpar til. Ég naut leiksins á köflum, naut þess sem ég sá þar sem þetta var okkar besta frammistaða til þessa á Goodison. Við tókum stór skref í þróun okkar sem lið, það er að við getum lagt tilfinningar til hliðar í svona mikilvægum leikjum.“ „Við vorum of opnir til baka þegar við gáfum þeim markið en það getur gerst þegar þú hefur mikla yfirburði. Við hefðum átt að vera komnir yfir áður en við brutum ísinn. Við komumst í 2-0 og voru ef til vill ekki nægilega öflugir fyrir framan markið, það gaf þeim líflínu. Ég er ekki að leitast eftir fullkomnun, ef þetta væri auðvelt þá gætu allir gert þetta. Strákarnir stóðu sig mjög vel,“ bætti sá þýski við. „Síðast þegar við spiluðum hér urðum við fyrir tveimur skelfilegum meiðslum. Við erum eins og fjölskylda og þegar einhver meiðist illa þá finnur þú fyrir því í búningsklefanum. Hann (Virgil Van Dijk) höndlaði meiðslin ótrúlega vel, sama á við um Thiago og allir strákarnir spiluðu vel í kvöld því þú finnur fyrir tilfinningunum þegar þú snýrð aftur,“ sagði Klopp en Van Dijk sleit krossband í hné í leik liðanna á síðustu leiktíð eftir glórulausa tæklingu Jordan Pickford, markvarðar Everton. Mo Salah var ekki sáttur eftir leik „Hann var reiður eftir leikinn, hann vildi skora þriðja markið sitt og fullkomna þrennuna. Ég tek svona mörkum ekki sem sjálfsögðum hlut, hann neyðir varnarmanninn til að gera mistök í öðru markinu sínu í kvöld. Mo setti Seamus Coleman undir pressu og vann boltann, þegar hann er í slíkri stöðu er líklegt að hann skori.“ „Við erum í góðu augnabliki og þetta var okkar langbesta frammistaða hér á Goodison síðan ég tók við. Fyrir leikinn sagði fólk mér að í nágrannaslögum skipti almennt form og gengi liðanna engu máli, ég gæti ekki verið meira ósammála,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira