Sagðist vita hvernig Chelsea vildi spila og ákvað því að setja Ronaldo á bekknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 17:31 Michael Carrick ræðir við Cristiano Ronaldo áður en Portúgalinn kom inn á gegn Chelsea. Clive Rose/Getty Images Það vakti mikla athygli er leikur Chelsea og Manchester United hófst að Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur á vellinum sjálfum. Portúgalska stjarnan hóf leik meðal varamanna og kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Annan leikinn í röð ákvað Michael Carrick, þjálfari Manchester United, að bekkja eina af stórstjörnum liðsins. Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn var ákveðið að Carrick myndi stýra liðinu þangað til annað kæmi í ljós. Í mikilvægum leik gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu ákvað Carrick að setja Bruno Fernandes á bekkinn, sá leikur vannst 2-0. Í gær, sunnudag, ákvað Carrick að setja Ronaldo á bekkinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en ef ekki hefði verið fyrir klaufalega tæklingu Aaron Wan-Bissaka í eigin vítateig hefðu gestirnir mögulega farið með öll þrjú stigin heim. Er Carrick var spurður út í ástæðu þess að Portúgalinn hóf leik á varamannabekknum þá stóð ekki á svörum. „Við komum hingað með leikplan, ég vissi nokkurn veginn hvernig Chelsea myndi spila og við vildum stöðva litlu sendingarnar sem þeir þræða inn á miðjuna til Jorginho og (Ruben) Loftus-Cheek. Við vorum með það á bakvið eyrað,“ sagði miðjumaðurinn fyrrverandi. „Við vildum fríska aðeins upp á liðið, gera tvær til þrjár breytingar ásamt því að breyta taktíkinni okkar örlítið. Þetta var niðurstaðan og við vorum ekki langt frá því að næla í öll þrjú stigin,“ bætti Carrick við er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Þó Man Utd hafi legið til baka og að því virtist ætla að beita skyndisóknum þá var liðið töluvert duglegra að setja pressu á öftustu línu Chelsea heldur en gegn öðrum mótherjum sínum til þessa á leiktíðinni. Alls unnu leikmenn gestanna boltann sex sinnum á síðasta þriðjungi vallarins. Liðið hefur aðeins einu sinni unnið boltann oftar á síðasta þriðjungi en það var í 4-1 sigrinum gegn Newcastle United í september. Man Utd won possession in the final third 6 times vs. Chelsea, only against Newcastle United [7] have they done so more in a Premier League match this season.Gearing up pic.twitter.com/cgZt4jPwOZ— Statman Dave (@StatmanDave) November 28, 2021 Þó leikaðferð Carrick á Brúnni í Lundúnum sé töluvert frá því sem Ralf Rangnick – nýráðinn þjálfari Man Utd – vill sjá hjá sínum liðum er ljóst að þetta er ágætis byrjun. Nú er bara að bíða og sjá hvort það sé pláss fyrir Ronaldo í liði sem vill pressa mótherja sína jafn stíft og lið Rangnick eru vön að gera. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47 Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01 United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31 Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Annan leikinn í röð ákvað Michael Carrick, þjálfari Manchester United, að bekkja eina af stórstjörnum liðsins. Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn var ákveðið að Carrick myndi stýra liðinu þangað til annað kæmi í ljós. Í mikilvægum leik gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu ákvað Carrick að setja Bruno Fernandes á bekkinn, sá leikur vannst 2-0. Í gær, sunnudag, ákvað Carrick að setja Ronaldo á bekkinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en ef ekki hefði verið fyrir klaufalega tæklingu Aaron Wan-Bissaka í eigin vítateig hefðu gestirnir mögulega farið með öll þrjú stigin heim. Er Carrick var spurður út í ástæðu þess að Portúgalinn hóf leik á varamannabekknum þá stóð ekki á svörum. „Við komum hingað með leikplan, ég vissi nokkurn veginn hvernig Chelsea myndi spila og við vildum stöðva litlu sendingarnar sem þeir þræða inn á miðjuna til Jorginho og (Ruben) Loftus-Cheek. Við vorum með það á bakvið eyrað,“ sagði miðjumaðurinn fyrrverandi. „Við vildum fríska aðeins upp á liðið, gera tvær til þrjár breytingar ásamt því að breyta taktíkinni okkar örlítið. Þetta var niðurstaðan og við vorum ekki langt frá því að næla í öll þrjú stigin,“ bætti Carrick við er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Þó Man Utd hafi legið til baka og að því virtist ætla að beita skyndisóknum þá var liðið töluvert duglegra að setja pressu á öftustu línu Chelsea heldur en gegn öðrum mótherjum sínum til þessa á leiktíðinni. Alls unnu leikmenn gestanna boltann sex sinnum á síðasta þriðjungi vallarins. Liðið hefur aðeins einu sinni unnið boltann oftar á síðasta þriðjungi en það var í 4-1 sigrinum gegn Newcastle United í september. Man Utd won possession in the final third 6 times vs. Chelsea, only against Newcastle United [7] have they done so more in a Premier League match this season.Gearing up pic.twitter.com/cgZt4jPwOZ— Statman Dave (@StatmanDave) November 28, 2021 Þó leikaðferð Carrick á Brúnni í Lundúnum sé töluvert frá því sem Ralf Rangnick – nýráðinn þjálfari Man Utd – vill sjá hjá sínum liðum er ljóst að þetta er ágætis byrjun. Nú er bara að bíða og sjá hvort það sé pláss fyrir Ronaldo í liði sem vill pressa mótherja sína jafn stíft og lið Rangnick eru vön að gera.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47 Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01 United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31 Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Manchester United staðfestir komu Ralf Rangnick Ralf Rangnick er formlega orðinn knattspyrnustjóri Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti komu hans í dag. 29. nóvember 2021 11:47
Leikmönnum Man Utd tilkynnt um fyrirhugaðar þjálfarabreytingar inni í klefa Nýr stjóri Manchester United mun taka við stjórnartaumunum í komandi viku. Var leikmönnum tilkynnt það inn í búningsklefa eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. 29. nóvember 2021 07:01
United og Lokomotiv Moskva búin að ná samkomulagi vegna Rangnicks Manchester United og Lokomotiv Moskva hafa náð samkomulagi vegna Ralfs Rangnick. 26. nóvember 2021 15:31
Ætluðu að gefa Carrick allt að sex leiki áður en Rangnick glansaði í viðtalinu Forráðamenn Manchester United ætluðu að láta Michael Carrick stýra liðinu í allt að sex fleiri leikjum áður en Ralf Rangnick glansaði í atvinnuviðtalinu sínu. 26. nóvember 2021 13:01