Enn hafa engar breytingar mælst í Gígjukvísl á Skeiðarársandi.
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að góðir GPS-mælar séu á svæðinu og þeir muni vonandi gefa góðan fyrirvara fyrir hlaup.
Hann segir að nú verði bara að bíða og sjá hvert framhaldið verði. Líklega komi flóðið þó ekki fram fyrr en eftir nokkra sólarhringa.
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í dag að töluvert vatn komist fyrir í jöklinum áður en það fari að leita út. Mögulega gæti líka orðið gos á svæðinu, eins og gerðist árið 2011.
Sjá einnig: Eldgos í Grímsvötnum „jóker í stöðunni“
Ekki er talið að hlaupið eitt og sér muni hafa mikil áhrif á mannvirki.