Einhleypan: Bíður eftir boði á óvænt stefnumót til Parísar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2021 07:00 Einhleypa vikunnar á Makamálum er Þórunn Arnaldsdóttir. Vísir/Vilhelm Hún er inn og út af Tinder, vill kaffið sitt uppáhellt og bíður spennt eftir því að verða boðið á óvænt stefnumót. Þórunn Arnaldsdóttir er Einhleypa vikunnar. Þórunn er 35 ára gömul og starfar sem markaðsfræðingur hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. „Ég er að vinna með frábæru markaðsteymi upp í HÍ. Annars er ég nú bara að reyna að sætta mig við það að vera orðin 35 ára, sem er eitthvað svona fjarlægt sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Næst á dagskrá eru jólin og kósýheit.“ Hvernig hefur það verið að vera einhleyp á tímum heimsfaraldurs? Hefur þú getað farið á stefnumót? „Það er bara sæmilegt en ég komst að því að mér finnst Tinderspjall ekki skemmtileg leið til að kynnast fólki þannig að það hefur alveg sett strik í reikninginn hvað skemmtanalífið hefur verið slitrótt.“ Þórunn er 35 ára gömul og starfar sem markaðsfræðingur hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hér fyrir neðan svarar Þórunn spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Gælunafn eða hliðarsjálf? Gamlir vinir og fjölskylda kalla mig Tótu, annars er ég að þykjast vera mjög virðuleg og fullorðin Þórunn í samtímanum. Aldur í árum? 35 ára. Aldur í anda? 27 ára. Menntun? Er með grunn í bókmenntafræði og master í markaðs- og viðskiptafræði. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Núna ég“. Guilty pleasure kvikmynd? Closer. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, ég var mjög skotin í Daniel Day-Lewis þegar ég var unglingur og það hefur ekkert breyst. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, ég get ekki sagt það. Syngur þú í sturtu? Ekki í sturtu en mjög mikið í bílnum. Uppáhaldsappið þitt? Held að Twitter sé í uppáhaldi, alltaf eitthvað sniðugt í gangi þar. Ertu á stefnumótaforritum? Ég er svona inn og út af Tinder, fínt að taka pásu frá því öðru hverju. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Skemmtileg, klár, óskipulögð. Skemmtileg, klár og óskipulögð eru þau þrjú orð sem Þórunn notar til að lýsa sjálfri sér. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fyndin, kaldhæðin, skoðanaglöð. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Góður húmor er alltaf heillandi og svo er skemmtilegt þegar fólk tekur sig ekki of alvarlega. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Tilætlunarsemi og yfirgangur. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Mögulega köttur, svona hæfileg blanda af leti og ævintýraþrá í þeim. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Myndi bjóða Ömmu Rúnu heitinni og láta okkur tvær duga. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get gert fullkomin svona „over-easy“ egg eins og ameríkanar elska, steikt báðum megin. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila borðspil með góðum hópi og road trip út í óvissuna. Leynilegur hæfileiki Þórunnar er að gera fullkomin egg, steikt báðum megin. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Allt sem inniheldur Excel. Ertu A eða B týpa? B týpa í mjög erfiðum A heimi. Hvernig viltu eggin þín? Harðsoðin þessa dagana. Hvernig viltu kaffið þitt? Uppáhellt með haframjólk. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Það er misjafnt eftir stuðinu, stundum Röntgen eða Kaffibarinn, stundum Jungle eða Kalda. Þetta er allt skemmtilegt á sinn hátt. Ertu rómantísk? Ekki beint en það er alveg skemmtilegt að finna rómantík í litlu hlutunum. Draumastefnumótið? Er alltaf að bíða eftir að einhver fljúgi með mig í eitthvað svaka surprise stefnumót til Parísar. Annars er ég bara minimalísk þegar kemur að þessum málum, mjög sátt við drykk og spil á kósý stað. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, örugglega en ég gúgla oftast lagatexta sem ég vil kunna svo ég sé ekki að klúðra þeim. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Er að rúlla í gegnum Better call Saul. Hvaða bók lastu síðast? The Moonlight Child eftir Karen McQuestion. Hvað er Ást? Eitthvað magnað sem gerist á milli tveggja aðila þegar stjörnurnar raðast upp rétt. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Þórunnar hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Kara Kristel: „Segðu mér svartasta dýpsta leyndarmálið þitt“ Förðunarfræðingurinn Kara Kristel Signýardóttir er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum og segist hún ekki hrædd við umtal og gagnrýni. 28. nóvember 2021 21:20 Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00 Hvað finnst þér um kaupmála við giftingu? „Þar til dauðinn aðskilur okkur. En ef ekki..... þá er ég hér með smá pappíra fyrir þig að undirrita ástin mín.“ 26. nóvember 2021 12:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þórunn er 35 ára gömul og starfar sem markaðsfræðingur hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. „Ég er að vinna með frábæru markaðsteymi upp í HÍ. Annars er ég nú bara að reyna að sætta mig við það að vera orðin 35 ára, sem er eitthvað svona fjarlægt sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Næst á dagskrá eru jólin og kósýheit.“ Hvernig hefur það verið að vera einhleyp á tímum heimsfaraldurs? Hefur þú getað farið á stefnumót? „Það er bara sæmilegt en ég komst að því að mér finnst Tinderspjall ekki skemmtileg leið til að kynnast fólki þannig að það hefur alveg sett strik í reikninginn hvað skemmtanalífið hefur verið slitrótt.“ Þórunn er 35 ára gömul og starfar sem markaðsfræðingur hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hér fyrir neðan svarar Þórunn spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Gælunafn eða hliðarsjálf? Gamlir vinir og fjölskylda kalla mig Tótu, annars er ég að þykjast vera mjög virðuleg og fullorðin Þórunn í samtímanum. Aldur í árum? 35 ára. Aldur í anda? 27 ára. Menntun? Er með grunn í bókmenntafræði og master í markaðs- og viðskiptafræði. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Núna ég“. Guilty pleasure kvikmynd? Closer. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, ég var mjög skotin í Daniel Day-Lewis þegar ég var unglingur og það hefur ekkert breyst. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, ég get ekki sagt það. Syngur þú í sturtu? Ekki í sturtu en mjög mikið í bílnum. Uppáhaldsappið þitt? Held að Twitter sé í uppáhaldi, alltaf eitthvað sniðugt í gangi þar. Ertu á stefnumótaforritum? Ég er svona inn og út af Tinder, fínt að taka pásu frá því öðru hverju. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Skemmtileg, klár, óskipulögð. Skemmtileg, klár og óskipulögð eru þau þrjú orð sem Þórunn notar til að lýsa sjálfri sér. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fyndin, kaldhæðin, skoðanaglöð. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Góður húmor er alltaf heillandi og svo er skemmtilegt þegar fólk tekur sig ekki of alvarlega. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Tilætlunarsemi og yfirgangur. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Mögulega köttur, svona hæfileg blanda af leti og ævintýraþrá í þeim. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Myndi bjóða Ömmu Rúnu heitinni og láta okkur tvær duga. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get gert fullkomin svona „over-easy“ egg eins og ameríkanar elska, steikt báðum megin. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila borðspil með góðum hópi og road trip út í óvissuna. Leynilegur hæfileiki Þórunnar er að gera fullkomin egg, steikt báðum megin. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Allt sem inniheldur Excel. Ertu A eða B týpa? B týpa í mjög erfiðum A heimi. Hvernig viltu eggin þín? Harðsoðin þessa dagana. Hvernig viltu kaffið þitt? Uppáhellt með haframjólk. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Það er misjafnt eftir stuðinu, stundum Röntgen eða Kaffibarinn, stundum Jungle eða Kalda. Þetta er allt skemmtilegt á sinn hátt. Ertu rómantísk? Ekki beint en það er alveg skemmtilegt að finna rómantík í litlu hlutunum. Draumastefnumótið? Er alltaf að bíða eftir að einhver fljúgi með mig í eitthvað svaka surprise stefnumót til Parísar. Annars er ég bara minimalísk þegar kemur að þessum málum, mjög sátt við drykk og spil á kósý stað. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, örugglega en ég gúgla oftast lagatexta sem ég vil kunna svo ég sé ekki að klúðra þeim. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Er að rúlla í gegnum Better call Saul. Hvaða bók lastu síðast? The Moonlight Child eftir Karen McQuestion. Hvað er Ást? Eitthvað magnað sem gerist á milli tveggja aðila þegar stjörnurnar raðast upp rétt. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Þórunnar hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Kara Kristel: „Segðu mér svartasta dýpsta leyndarmálið þitt“ Förðunarfræðingurinn Kara Kristel Signýardóttir er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum og segist hún ekki hrædd við umtal og gagnrýni. 28. nóvember 2021 21:20 Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00 Hvað finnst þér um kaupmála við giftingu? „Þar til dauðinn aðskilur okkur. En ef ekki..... þá er ég hér með smá pappíra fyrir þig að undirrita ástin mín.“ 26. nóvember 2021 12:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Kara Kristel: „Segðu mér svartasta dýpsta leyndarmálið þitt“ Förðunarfræðingurinn Kara Kristel Signýardóttir er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum og segist hún ekki hrædd við umtal og gagnrýni. 28. nóvember 2021 21:20
Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00
Hvað finnst þér um kaupmála við giftingu? „Þar til dauðinn aðskilur okkur. En ef ekki..... þá er ég hér með smá pappíra fyrir þig að undirrita ástin mín.“ 26. nóvember 2021 12:30