„Við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn“ Atli Arason skrifar 25. nóvember 2021 22:22 Lovísa Björt Henningsdóttir var ekki sátt við það hvernig Haukar mættu til leiks í kvöld. Vísir/Bára Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, var svekkt með stórt tap í síðasta heimaleik Hauka í Euro Cup, 41-79. „Manni líður aldrei vel eftir tapleiki, hvað þá þegar maður tapar svona stórt. Sérstaklega miðað við það hvernig við mættum í leikinn, við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn en við mættum svolítið flatar og orkulitlar. Það gengur ekkert þegar maður er að spila á móti liði í Euro Cup. Þær eru allar ógeðslega góðar en maður á alltaf að mæta tilbúin til leiks og það er eitthvað sem við getum lært af,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst stemningin fyrir leik frábær. Við töluðum um það inn í klefa að þetta væri síðasti heimaleikurinn í Euro Cup og við ætluðum að gefa allt í þetta en stundum er þetta bara svona að maður kemur einhvern veginn ekki með jafn mikla orku og maður vill inn í svona leiki, því miður.“ 38 stiga tap varð niðurstaðan sem er ansi stórt tap. Þrátt fyrir það þá taldi Lovísa að Tarbes GB hafi ekki komið Haukunum neitt á óvart. „Nei, við höfum spilað við þær áður þó þær séu með smá breytt lið. Við spiluðum við þær úti og þar töpuðum við bara með 13 stigum en þar spiluðum við frekar vel á móti þeim. Við vorum bara ekki að hitta úr okkar skotum, ef við hefðum sett nokkra þrista í fyrri hálfleik þá hefði kannski komið smá meiri stemning og smá meiri orka en það bara gerðist ekki í dag,“ svaraði Lovísa, aðspurð að því hvort andstæðingurinn hafi gert eitthvað óvænt. Ævintýrið í Evrópu fer því brátt að ljúka hjá Haukum en Lovísa sagði að Haukar þurfi líka að halda fullum fókus á Subway-deildinni. „Það er bara einn leikur eftir í Euro Cup og hann er í næstu viku en við erum búnar að æfa okkur í því að taka bara einn leik í einu og næsti leikur er einmitt hér [í Ólafssal] gegn Fjölni. Bæði núna og svo aftur eftir viku þá snýst þetta um að halda fókus í deildinni hérna heima og reyna að koma í hvern leik, tilbúnar í þann leik og gefa allt í íslensku deildina,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
„Manni líður aldrei vel eftir tapleiki, hvað þá þegar maður tapar svona stórt. Sérstaklega miðað við það hvernig við mættum í leikinn, við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn en við mættum svolítið flatar og orkulitlar. Það gengur ekkert þegar maður er að spila á móti liði í Euro Cup. Þær eru allar ógeðslega góðar en maður á alltaf að mæta tilbúin til leiks og það er eitthvað sem við getum lært af,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst stemningin fyrir leik frábær. Við töluðum um það inn í klefa að þetta væri síðasti heimaleikurinn í Euro Cup og við ætluðum að gefa allt í þetta en stundum er þetta bara svona að maður kemur einhvern veginn ekki með jafn mikla orku og maður vill inn í svona leiki, því miður.“ 38 stiga tap varð niðurstaðan sem er ansi stórt tap. Þrátt fyrir það þá taldi Lovísa að Tarbes GB hafi ekki komið Haukunum neitt á óvart. „Nei, við höfum spilað við þær áður þó þær séu með smá breytt lið. Við spiluðum við þær úti og þar töpuðum við bara með 13 stigum en þar spiluðum við frekar vel á móti þeim. Við vorum bara ekki að hitta úr okkar skotum, ef við hefðum sett nokkra þrista í fyrri hálfleik þá hefði kannski komið smá meiri stemning og smá meiri orka en það bara gerðist ekki í dag,“ svaraði Lovísa, aðspurð að því hvort andstæðingurinn hafi gert eitthvað óvænt. Ævintýrið í Evrópu fer því brátt að ljúka hjá Haukum en Lovísa sagði að Haukar þurfi líka að halda fullum fókus á Subway-deildinni. „Það er bara einn leikur eftir í Euro Cup og hann er í næstu viku en við erum búnar að æfa okkur í því að taka bara einn leik í einu og næsti leikur er einmitt hér [í Ólafssal] gegn Fjölni. Bæði núna og svo aftur eftir viku þá snýst þetta um að halda fókus í deildinni hérna heima og reyna að koma í hvern leik, tilbúnar í þann leik og gefa allt í íslensku deildina,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira